Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Málflutningur forstjórans stangast á við mat eftirlitsaðila

Ingi­mund­ur Sig­urpáls­son for­stjóri Ís­land­s­pósts full­yrð­ir að af­kom­an af einka­rétti hafi ekki dug­að til að greiða nið­ur al­þjón­ustu und­an­far­in ár. Starfs­þátta­yf­ir­lit og ákvarð­an­ir Póst- og fjar­skipta­stof­un­ar sýna hins veg­ar allt aðra mynd.

Málflutningur forstjórans stangast á við mat eftirlitsaðila

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fullyrti í viðtali við Vísi.is í gær að afkoman af einkaréttarþjónustu fyrirtækisins hefði ekki dugað til að greiða niður alþjónustu póstsins undanfarin ár. „Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ sagði hann

Þetta gengur í berhögg við opinberar upplýsingar um fjármál Íslandspósts sem sýna að afkoman af einkaréttarþjónustu nam 497 milljónum króna árið 2016, umfram raunkostnað og að viðbættum hæfilegum hagnaði, og 370 milljónum í fyrra. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá 8. nóvember síðastliðnum er tekið sérstaklega fram að þarna sé „meðtalinn sá kostnaður sem einkarétti er heimilt að greiða niður vegna alþjónustu og fellur ekki undir einkarétt í samræmi við 2. málsl. 6. mgr. 16. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu, eins og hann var skilgreindur í ákvörðun PFS nr. 17/2015“. 

Fram kom í ákvörðun PFS frá 23. janúar 2018 að rekstrarafkoma einkaréttarins hefði verið „vel viðunandi“, en þeirri afkomu sé ætlað að standa undir alþjónustuskyldum sem hvíla á fyrirtækinu. Samkvæmt hinni nýju ákvörðun eru þessar forsendur í meginatriðum óbreyttar í þeim skilningi að það er ennþá talsverður hagnaður af starfseminni. PFS bendir á að árið 2017 var „afkoma einkaréttar mjög góð samkvæmt starfsþáttayfirliti ÍSP“ og segir um yfirstandandi ár: „Áætlað tekjutap einkaréttar vegna magnminnkunar umfram áætlun ársins er lægra en sem nemur áætlaðri afkomu einkaréttar á árinu 2018 miðað við óbreytta gjaldskrá.“

Ólíkt því sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, heldur fram telur eftirlitsstofnunin „möguleg vandamál í tengslum við afkomu fyrirtækisins ekki tilkomin vegna þeirra skyldna sem hvílt hafa á fyrirtækinu vegna alþjónustu á undanförnum árum“. Raunar var hagnaðurinn af einkarétti svo mikill árið 2016 – umfram raunkostnað og að viðbættum hæfilegum hagnaði og að meðtöldum kostnaði við niðurgreiðslu alþjónustu – að PFS íhugaði að afturkalla fyrra samþykki sitt fyrir gjaldskrárhækkun á grundvelli stjórnsýslulaga. 

Framlögð gögn réttlættu ekki gjaldskrárhækkun

Í viðtalinu við Vísi.is fullyrðir Ingimundur Sigurpálsson einnig að lausafjárvandi Íslandspósts stafi af  magnminnkun bréfa. „Lausafjárvandinn felst í því að það eru ekki til peningar á ákveðnum tímapunkti til að standa fyrir greiðslu á reikningum. Þetta gerist fyrst og fremst vegna þess að fall í bréfamagni á þessu ári er miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það leiðir til tekjutaps upp á 350-400 milljónir,“ segir hann. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti.“

Samkvæmt 16. gr. laga um póstþjónustu eiga gjaldskrár fyrir alþjónustu Íslandspósts að taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Ef rétt væri að alþjónusta Íslandspósts væri að valda fyrirtækinu rekstrarvanda þá væri það til marks um að þróun gjaldskrár hefði ekki samræmst lagaákvæðinu.  

Gjaldskrám er ætlað að taka tillit til magnminnkunar, allra kostnaðarþátta og alþjónustubyrði. Af upplýsingum sem fram hafa komið í nýlegum ákvörðunum PFS er ljóst að stofnunin telur Íslandspóst hafa fengið þessa magnminnkun fullbætta með gjaldskrárhækkunum á undanförnum árum.

Nú síðast þegar Íslandspóstur fór fram á hækkun gjaldskrár innan einkaréttar komst PFS að þeirri niðurstöðu að „framlögð gögn ÍSP, um magnminnkun, afkomu einkaréttar og það hagræði sem hlaust af þjónustubreytingunni þann 1. febrúar sl. [væru] ekki þess eðlis að þau réttlæti hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar eða aðrar breytingar á gjaldskránni s.s. lækkun“. 

700 milljóna fjárfesting í skugga taprekstrar

Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu ríkisins, hefur sætt rannsóknum Samkeppniseftirlitsins og legið undir harðri gagnrýni undanfarin ár vegna umsvifa fyrirtækisins á samkeppnismörkuðum. Af bókhaldsupplýsingum má ráða að fjárhagsvandinn sé að miklu leyti til kominn vegna samkeppnisrekstrarins. Afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu var neikvæð um 566 milljónir króna árið 2015 og neikvæð um 790 milljónir króna árið 2016 eftir að tekið er tillit til þess kostnaðar sem einkarétti er heimilt að greiða niður vegna alþjónustu sem ekki fellur undir einkaréttarlega rekstrarhlutann. Tapið var svo 692 milljónir í fyrra samkvæmt ársskýrslu Íslandspósts. 

Þrátt fyrir tapreksturinn – og þrátt fyrir að afkoman af einkarétti Íslandspósts hafi að sögn forstjórans ekki dugað til að standa undir alþjónustubyrði undanfarin ár – þá ákvað stjórn Ísland­s­pósts í nóvember 2017 að ráðast í um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir við hús­næði fyr­ir­tæk­is­ins að Stór­höfða 21, en heild­ar­bygg­ing­ar­kostnaður við fram­kvæmd­ina nemur um 700 millj­ón­um króna. 

Svo virðist sem framkvæmdavaldið hafi reynt að villa um fyrir fjárlaganefnd Alþingis í umræðum um fjárhagsvanda Íslandspósts.

Málflutningur forstjóra Íslandspósts er í samræmi við misvísandi upplýsingar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið almenningi og Alþingi undanfarnar vikur. 

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er varaformaður stjórnar Íslandspósts og hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014. Stjórninni ber, samkvæmt samþykktum Íslandspósts, að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins og setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu. Stjórnarformaður Íslandspósts er Bjarni Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, og forstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, sem einnig er stjórnarformaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Isavia. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár