Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki spurn­ing­um um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar í Glitn­is­skjöl­un­um. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 millj­óna króna skuldanið­ur­fell­ingu. Bjarni er æðsti yf­ir­mað­ur skatta­mála á Ís­landi.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Engin svör Hvorki Bjarni Benediktsson, né fjármálaráðuneytið fyrir hans hönd, hafa svarað spurningum um skattalega maðferð Bjarna á 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu sem hann fékk fyrir hrunið og hvort niðurfellingin hafi verið tilgreind í hagsmunaskrá hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjármálaráðuneytið, sem Bjarni Benediktsson stýrir, segir að það falli utan verksviðs þess að svara spurningum um skattamál ráðherrans og hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins, Elvu Björk Sverrisdóttur, við fjórum spurningum frá Stundinni um skuldaniðurfærslu upp á 67 milljónir króna sem Bjarni fékk í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 sem kemur fram í Glitnisskjölunum sem blaðið hefur fjallað um. Bjarni hefur ekki svarað spurningum frá Stundinni um þetta mál eða önnur í Glitnisskjölunum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. 

Í svari ráðuneytisins við spurningunum segir: „Það fellur utan verksviðs ráðuneytisins að svara spurningum sem varða fjárhagsmálefni tiltekinna lögðila og einstaklinga. Þá hefur ráðuneytið ekki í sínum vörslum nein gögn sem fyrirspurninni tengjast.“ 

Fjármálaráðherra á hverjum tíma er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi og skipar hann meðal annars í embætti ríkisskattstjóra, líkt og Bjarni Benediktsson gerði fyrr á þessu ári þegar Snorri Olsen, fyrrverandi tollstjóri, var skipaður í starfið frá 1. október. Þá er fjármálaráðherra einnig æðsti yfirmaður fjármála íslenska ríkisins og sá sem formlega séð heldur á hlutabréfum ríkisins í fyrirtækjum eins og Landsbankanum sem og öðrum ríkiseignum.  Enn fremur skipar fjármálaráðherra stjórn Fjármálaeftirlitsins. 

Skuld færð yfir á tengdan aðila

Skuldaniðurfelling Bjarna átti sér stað með þeim hætti að 67 milljóna króna kúlulánaskuld við Glitni var flutt yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. sem Bjarni stýrði sjálfur, í febrúar árið 2008. Þannig losnaði Bjarni persónulega við 67 milljóna skuld sem komin var í vanskil og bankinn hafði gert veðköll út af.

Hafsilfur ehf. endaði á því að fá stórfelldar skuldaniðurfellingar eftir bankahrunið 2008 og má því segja að lán Bjarna hafi aldrei verið greitt til baka og íhugaði skilanefnd Glitnis að reyna að rifta yfirfærslunni á skuldinni yfir á eignarhaldsfélagið eftir bankahrunið. 

„Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Spurningum ósvarað

Samkvæmt reglum um hagsmunaskráningu þingmanna eiga þeir að tilgreina „eftirgjöf eftirstöðva skulda“ eða „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottin“. Í svörum Bjarna á vef Alþingis er ekkert tilgreint í svari hans við þessari spurningu og er ekki vitað til þess að Bjarni hafi nokkru sinni nefnt skuldaafléttingu sína í hagsmunaskráningu sinni en reglur um hagsmunaskráningu þingmanna voru settar um hálfu ári eftir eftir bankahrunið árið 2008, á fyrri helmingi ársins 2009. 

Þá liggur heldur ekki ljóst fyrir hvernig skattaleg meðferð Bjarna á skuldaniðurfærslunni var. Tveir sérfræðingar hafa tjáð sig um slík mál almennt séð við Stundina og sagt að svara þurfi því með hvaða hætti skuldaniðurfærslan var afgredd skattalega. Þó sé ekkert hægt að fullyrða um hana nema að fá frekari upplýsingar frá þeim sem fékk skuldaniðurfærsluna, í þessu tilfelli Bjarna Benediktssyni. 

Ásmundur Vilhjálmsson, lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti, segir um málið: „Þetta hljómar eins og þetta hafi verið gjöf því varla voru þetta laun,“ segir  Ásmundur.  Ásmundur segir að almennt séð megi flokka eftirgjöf skulda sem tekjur og skattleggja þær þannig.

Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir einnig að almennt sé eftirgjöf skulda skattskyld. „Almennt séð ber að flokka þetta sem tekjur,“ segir Indriði. „Samkvæmt mínum skilningi á skattalögum telst þetta til tekna,“ segir hann. 

Þá segir Ásmundur enn frekar: „Almennt séð, hvað þetta áhrærir, myndi maður staldra við og skoða svona mál. Það liggur í hlutarins eðli. Hlutverk skattayfirvalda er að fylgjast með þessu og rannsaka þetta. Ef um væri að ræða einhvern venjulegan sóldáta þá myndi þetta alla vega þykja nokkuð óvenjulegt. Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Átti Bjarni í viðskiptum við félag föður síns?

Annar möguleiki er svo einfaldlega sá að Bjarni hafi litið svo á að hann hafi átt í viðskiptum við Hafsilfur ehf. Þar sem skuldinni fylgdu hlutabréf í móðurfélagi olíufélagsins N1 og að hann hafi þá verið að selja hlutabréfin sín í félaginu sem greitt hafi fyrir þau með yfirtöku skulda. 

Í ljósi þess hvernig viðskiptin bar að og vegna þess að hlutabréfin í BNT ehf. höfðu fallið svo í verði er spurning hvort um hafi verið að ræða eðlileg viðskipti og hefur ríkisskattstjóri heimild til að hlutast til um slík viðskipti, samkvæmt 57. grein skattalaga, og endurákvarða skattgreiðslur í slíkum viðskiptum.  

Hvernig liggur í málinu er hins vegar ennþá fyllilega óljóst þar sem eini aðilinn sem getur svarað til um það, Bjarni Benediktsson, hefur ekki enn svarað spurningum um viðskiptin og virðist ekki ætla að gera það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár