Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í samtals sex ár fyrir héraðsdómi í þremur málum sem tengjast rekstri bankans sem hann stýrði í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á árunum fyrir hrun. Þetta er hámarksrefsingin sem hægt er að dæma mann í fyrir efnahagsbrot samkvæmt gildandi refsiramma í málum sem tengjast atburðum eins og íslenska efnahagshruninu.
Undirmennirnir dæmdir í fangelsi
Lárus var dæmdur til fimm ár fangelsisvistar í Stím-málinu svokallaða, eins árs fangelsisvistar í Aurum-málinu en var ekki gerð refsing í stóra markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða, sem snýst um áralanga markaðsmisnotkun Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum, af því að hann var þá þegar búinn að fylla upp í refsirammann í slíkum efnahagsbrotamálum.
„Ákærða, Lárusi Welding, er ekki gerð refsing“
Eins og það var orðað þegar Lárus var ekki dæmdur til refsingar í markaðsmisnotkunarmálinu þegar fjórir undirmenn hans hjá Glitnis voru dæmdir í óskilorðsbundið eða skilorðsbundið fangelsi í mars: …
Athugasemdir