Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Ben á skjön við Sjálfstæðisflokkinn um aðskilnað ríkis og kirkju

Bjarni Bene­dikts­st­on fjár­mála­ráð­herra tel­ur ungt fólk ekki átta sig á mik­il­vægi þjóð­kirkj­unn­ar. Hann legg­ur áherslu á að fram­lög rík­is­ins verði ekki skert. Lands­fund­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur álykt­að um að­skilja beri ríki og kirkju.

Bjarni Ben á skjön við Sjálfstæðisflokkinn um aðskilnað ríkis og kirkju
Á Kirkjuþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði áherslu á gildi ríkiskirkjunnar í ávarpi sínu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi þá sem tala fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í ávarpi sem hann flutti á Kirkjuþingi í Vídalínskirkju í Garðabæ síðastliðinn laugardag. Málflutningur hans er á skjön við stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum, en landsfundur flokksins hefur ályktað um aðskilnað ríkis og kirkju.

Bjarni, sem ávarpaði þingið í stað Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, sagði lítillar sanngirni gæta í málflutningi sumra þeirra sem tala fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Sagðist hann telja að slíkur málflutningur kæmi einna helst frá mjög ungu fólki, „sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu.“

Fjármálaráðherra beindi þvínæst spjótum sínum að hópi þingmanna sem vilji hvorki viðurkenna að þjóðkirkjan hafi hlutverk né heldur að hún eigi erindi við samtímann. Hann tilgreindi þó ekki frekar til hvaða þingmanna eða flokka hann væri að vísa til með þessum ummælum sínum. Bjarni talaði um mikilvægi þess að kirkjan öðlaðist meira sjálfstæði frá ríkisvaldinu en áréttaði að ekki stæði til að skerða fjárframlög til kirkjunnar. Í lok ávarpsins talaði fjármálaráðherra svo um þessi fjárhagslegu samskipti ríkis og kirkju og þá ágjöf sem hann segir sig og fleiri sitja undir, fyrir að vilja þróa þetta fyrirkomulag áfram.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 var samþykkt ályktun um málaflokkinn af allsherjar- og menntamálanefnd flokksins. „Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Á landsfundi 2018 var málinu fylgt eftir en áréttað að þjóðkirkjan hefði sögu- og menningarleg áhrif á íslenskt samfélag. „Frekari aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi. Ljúka þarf við endurskoðun á fjárhagslegu sambandi ríkis og kirkju.“

Vilji ekki viðurkenna hlutverk kirkjunnar

„Ég vil ekki skorast undan því að ræða í þessu samhengi um þá ágjöf sem við sitjum undir, sem freistum þess að ná sáttum um að þróa áfram fyrirkomulagið á fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju. Það er lítil sanngirni í málflutningi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju og um að best færi á því að ríkið hætti algjörlega að hafa nokkur afskipti af fjármálum neinna trúfélaga,“ sagði Bjarni sem leiddi að því líkum að slík gagnrýni kæmi einna helst frá mjög ungu fólki sem hefði ekki reynslu af áföllum og þekkti því ekki hið góða starf kirkjunnar.

„Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu“

„Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu,“ sagði Bjarni á Kirkjuþingi og bætti við að það væri meira að segja til hópur þingmanna á hinu háæruverðuga Alþingi sem ekki væri tilbúinn til þess að viðurkenna hlutverk kirkjunnar. „En jafnvel á Alþingi er töluverður hópur þingmanna sem virðist ekki tilbúinn til að viðurkenna að neinu leyti að þjóðkirkjan hafi hlutverk eða eigi erindi við samtímann. Ekki heldur til að virða þá samninga sem gerðir hafa verið.“

Í ljósi þessa, sagði Bjarni, er enn brýnna en ella að að ríkið og kirkjan nái sem fyrst saman „um að þróa áfram samband sitt og sjálfstæði kirkjunnar innan skynsamlegs ramma, sem unnt er að ná sæmilega víðtækri sátt um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kirkjan

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár