Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Ben á skjön við Sjálfstæðisflokkinn um aðskilnað ríkis og kirkju

Bjarni Bene­dikts­st­on fjár­mála­ráð­herra tel­ur ungt fólk ekki átta sig á mik­il­vægi þjóð­kirkj­unn­ar. Hann legg­ur áherslu á að fram­lög rík­is­ins verði ekki skert. Lands­fund­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur álykt­að um að­skilja beri ríki og kirkju.

Bjarni Ben á skjön við Sjálfstæðisflokkinn um aðskilnað ríkis og kirkju
Á Kirkjuþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði áherslu á gildi ríkiskirkjunnar í ávarpi sínu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi þá sem tala fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í ávarpi sem hann flutti á Kirkjuþingi í Vídalínskirkju í Garðabæ síðastliðinn laugardag. Málflutningur hans er á skjön við stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum, en landsfundur flokksins hefur ályktað um aðskilnað ríkis og kirkju.

Bjarni, sem ávarpaði þingið í stað Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, sagði lítillar sanngirni gæta í málflutningi sumra þeirra sem tala fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Sagðist hann telja að slíkur málflutningur kæmi einna helst frá mjög ungu fólki, „sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu.“

Fjármálaráðherra beindi þvínæst spjótum sínum að hópi þingmanna sem vilji hvorki viðurkenna að þjóðkirkjan hafi hlutverk né heldur að hún eigi erindi við samtímann. Hann tilgreindi þó ekki frekar til hvaða þingmanna eða flokka hann væri að vísa til með þessum ummælum sínum. Bjarni talaði um mikilvægi þess að kirkjan öðlaðist meira sjálfstæði frá ríkisvaldinu en áréttaði að ekki stæði til að skerða fjárframlög til kirkjunnar. Í lok ávarpsins talaði fjármálaráðherra svo um þessi fjárhagslegu samskipti ríkis og kirkju og þá ágjöf sem hann segir sig og fleiri sitja undir, fyrir að vilja þróa þetta fyrirkomulag áfram.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 var samþykkt ályktun um málaflokkinn af allsherjar- og menntamálanefnd flokksins. „Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Á landsfundi 2018 var málinu fylgt eftir en áréttað að þjóðkirkjan hefði sögu- og menningarleg áhrif á íslenskt samfélag. „Frekari aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi. Ljúka þarf við endurskoðun á fjárhagslegu sambandi ríkis og kirkju.“

Vilji ekki viðurkenna hlutverk kirkjunnar

„Ég vil ekki skorast undan því að ræða í þessu samhengi um þá ágjöf sem við sitjum undir, sem freistum þess að ná sáttum um að þróa áfram fyrirkomulagið á fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju. Það er lítil sanngirni í málflutningi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju og um að best færi á því að ríkið hætti algjörlega að hafa nokkur afskipti af fjármálum neinna trúfélaga,“ sagði Bjarni sem leiddi að því líkum að slík gagnrýni kæmi einna helst frá mjög ungu fólki sem hefði ekki reynslu af áföllum og þekkti því ekki hið góða starf kirkjunnar.

„Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu“

„Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu,“ sagði Bjarni á Kirkjuþingi og bætti við að það væri meira að segja til hópur þingmanna á hinu háæruverðuga Alþingi sem ekki væri tilbúinn til þess að viðurkenna hlutverk kirkjunnar. „En jafnvel á Alþingi er töluverður hópur þingmanna sem virðist ekki tilbúinn til að viðurkenna að neinu leyti að þjóðkirkjan hafi hlutverk eða eigi erindi við samtímann. Ekki heldur til að virða þá samninga sem gerðir hafa verið.“

Í ljósi þessa, sagði Bjarni, er enn brýnna en ella að að ríkið og kirkjan nái sem fyrst saman „um að þróa áfram samband sitt og sjálfstæði kirkjunnar innan skynsamlegs ramma, sem unnt er að ná sæmilega víðtækri sátt um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kirkjan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár