Ólga hefur verið innan Þjóðkirkjunnar vegna framgöngu Agnesar Sigurðardóttur biskups og þess sem kallað hefur verið óttastjórnun gagnvart starfsfólki og stjórn kirkjuráðs og Biskupsstofu. Biskup er sakaður um að hafa með skipulögðum hætti flæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs úr starfi. Sálfræðingur var kallaður til vegna ástandsins.
Fiktað í bókhaldi
Talið er að fiktað hafi verið í bókhaldi Kirkjunnar með því að greiða Þorvaldi Víðissyni biskupsritara 460 þúsund krónur í yfirvinnu en breyta því síðan í greiðslur dagpeninga. Greiðslan var færð í bókhald. En þegar sýnt hafði verið fram á að hún stæðist ekki var endurgreitt.
Athugasemdir