Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta
Séra Gunnari Björnssyni hefur í tvígang verið meinað að jarðsyngja látið fólk á þessu ári. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup tekur „skýra afstöðu með þolendum“ og hefur beitt sér gegn því að Gunnar fái að þjónusta. Helga Bjarnadóttir, sem lýsti siðferðisbrotum Gunnars gegn sér árið 2019, gagnrýnir fréttaflutning um að með þessu sé brotið gegn Gunnari. Til umræðu er að svipta Gunnar hempunni.
FréttirCovid-19
Kirkjan birtir auglýsingar og sendir börnum boli
Þjóðkirkjan keypti fjögurra blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu til að óska gleðilegs sumars. Samskiptastjóri segir tilefni til að senda kveðju og styðja atvinnulífið í núverandi ástandi.
FréttirMetoo
Bíða enn eftir viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotamáli
Enginn frá þjóðkirkjunni hefur haft samband við þær konur sem stigu fram í Stundinni í mars og lýstu áreitni séra Gunnars Björnssonar gagnvart þeim á barnsaldri. Tafir hafa verið á því að nýtt teymi þjóðkirkjunnar, sem sinnir viðkvæmum málum, taki til starfa.
Úttekt
Kirkjan á krossgötum: Biskup varar við siðrofi vegna lítils trausts
Þjóðkirkjan hefur jafnt og þétt misst traust þjóðarinnar í viðhorfskönnunum samhliða því að minna hlutfall tilheyrir sókninni. Biskup nýtur sérstaklega lítils trausts, en kynferðisbrot undirmanna hennar hafa hundelt feril hennar, en hún segir að siðrof hafi átt sér stað í íslensku samfélagi. Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu, segir að þjóðkirkjur standi á krossgötum í nútíma samfélagi þar sem siðferðislegar kröfur eru ríkar þrátt fyrir dvínandi sókn í þær.
Fréttir
Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“
Siðareglur kirkjunnar verða endurskoðaðar eftir að fimm konur lýstu kynferðisbrotum Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Biskup fundaði með konunum.
FréttirBarnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni
Presturinn í barnaníðsmálinu predikaði á uppstigningardag
Presturinn sem hélt sáttafundi með konu sem hann braut gegn kynferðislega þegar hún var tíu ára hélt predikun í guðsþjónustu í maí. Sóknarpresturinn sem bað hann að predika vissi ekki um brot hans og segist miður sín.
FréttirBarnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni
Barnaníðsmálið í þjóðkirkjunni: „Alls staðar þar sem ég nefndi þetta mál vildi fólk ekki hlusta“
Unnur Guðjónsdóttir benti Biskupsstofu á barnaníð þjóðkirkjuprests árið 2010. Karl Sigurbjörnsson las bréf hennar en ekkert var gert í málinu. Unnur segist hafa talað um málið fyrir daufum eyrum um árabil.
ÚttektBarnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni
Barnaníðsmál prests gert upp með sáttafundi á skrifstofu biskups
Þjóðkirkjan þverbrýtur ítrekað eigin vinnureglur við meðferð kynferðisbrotamála. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur gagnrýnt biskup fyrir aðkomu að meðferð kynferðisbrotamála. Rúmlega 60 ára gamalt barnaníðsbrot prests hefði átt að fara til úrskurðarnefndarinnar en biskup tók málið að sér og málið varð aldrei opinbert.
Fréttir
Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt
Biskupinn fær 18 prósent launahækkun afturvirkt og 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Áður hefur biskup meðal annars þegið tæpa milljón í dagpeninga vegna dvalar í Svíþjóð við skrif á hirðisbréfum. Síðasta áratuginn hefur biskup fengið hlutfallslega jafnmiklar launahækkanir og almenningur.
FréttirAlþingiskosningar 2017
Biskup: Ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum. Í flestum lýðræðisríkjum er vernd heimildarmanna og uppljóstrara bundið í lög vegna lýðræðislegs gildi slíkra upplýsingaleka.
FréttirLágafellsssókn
Lekamálið í Lágafellssókn: Organisti staðfestir að prestur hafi sætt einelti
Séra Skírnir Garðarsson hraktist úr starfi sem prestur í Lágafellssókn eftir þrýsting frá Agnesi Sigurðardóttur biskupi. Einelti og baktal í garð prestsins var algengt að sögn samstarfsmanns. Séra Skírnir var beittur órétti að mati úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar en var samt refsað með starfsmissi. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti vitnar um einelti.
Fréttir
Lekamálið í Lágafellssókn: „Ég var sviptur embætti“
Séra Skírnir Garðarsson segist hafa verið hrakinn úr embætti sínu í Lágafellssókn vegna ásakana sem reyndust ekki eiga sér stoð. Gerendur í málinu halda störfum sínum en Skírnir sætir launaskerðingu. Agnes Sigurðardóttir biskup sögð sýna óvild. Skírni bannað að tjá sig um úrskurð sem lýsir sakleysi hans.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.