Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Faðmlög og undirferli á Biskupsstofu

Ell­isif Tinna Víð­is­dótt­ir var hrak­in úr starfi sínu hjá kirkju­ráði og seg­ir frá bæn­um og harð­vítug­um deil­um inn­an þess. Agnes Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up beitti sér gegn fram­kvæmda­stjór­an­um með þeim hætti að Ell­isif Tinna sagði sig úr þjóð­kirkj­unni eft­ir deil­urn­ar. Sag­an á bak við átök­in á Bisk­ups­stofu.

„Ég var búin að fá algjörlega nóg eftir samskipti mín við biskup og sagði mig úr þjóðkirkjunni nýverið. Það er reyndar ekki sami hluturinn að vera trúaður og tilheyra þjóðkirkjunni, það hefur reynslan kennt mér,“ segir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, sem hætti störfum eftir að hafa aðeins verið um eitt og hálft ár hjá þjóðkirkjunni. Framkvæmdastjórinn og starfslok hans hafa verið mikið til umræðu í fjölmiðlum. Biskupsmenn rufu samkomulag sem gert hafði verið um aðkomu sálfræðinga að deilunni. Þá var lekið fölskum upplýsingum um himinhá laun út af Biskupsstofu sem Pressan birti. Lekinn virtist vera til að sverta framkvæmdastjórann fyrrverandi.

Aðdragandi starfslokanna var að Ellisif Tinna lenti á milli í deilum biskups og annara kirkjuráðsmanna. Hún ákvað í ljósi trúnaðarbrestsins að segja sögu sína í Stundinni og lýsa ástandinu innan æðstu stjórnar kirkjunnar. 

Mikil reynsla

Ellisif Tinna býr að mikilli reynslu af ýmsum atburðum lífsins. Ung starfaði hún sem tollvörður. Fráskilin og þriggja barna móðir ákvað hún að læra lögfræði meðfram fullri vinnu. Dugnaðurinn fleytti henni inn í starf hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli þar sem Jóhann R. Benediktsson réði ríkjum. Hún var á þriðja ári í lögfræði og átti ekki rétt á námsláni.

„Ég var í skólanum fyrir hádegi en ók svo til Keflavíkur og vann hjá Jóhanni. Á kvöldin sinnti ég svo börnum og húsverkum og lærði fram yfir miðnætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kirkjan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár