Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið

For­sæt­is­ráð­herra benti á efna­hags­leg vanda­mál á evru­svæð­inu og að Ítal­ía ætti í deil­um við fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna fjár­laga. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur hag­vöxt mik­inn í ESB-ríkj­un­um.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið
Ver Evrópusambandið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er óánægður með nálgun forsætisráðherrra gagnvart Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnra, gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að „tala niður“ Evrópusambandið. Hann segir evruna stöðugan og trúverðugan gjaldmiðil sem geri það að verkum að matarkarfan sé ódýrari og húsnæðiskostnaður bærilegri á evrusvæðinu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Logi birtir á Facebook. 

Tilefni færslunnar eru orðaskipti Katrínar Jakobsdóttur við Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um stöðu krónunnar á Alþingi í morgun.

Benti Katrín á að ýmis ríki álfunnar á evrusvæðinu glímdu við verulegan vanda í stjórn efnahagsmála, „nú síðast Ítalía sem á í miklum deilum við yfirstjórn Evrópusambandsins vegna þeirra aðgerða sem þar er talað um að grípa til og krafna Evrópusambandsins um aukinn niðurskurð í ríkisrekstri“. Sagði Katrín að innan ESB hefði ekki verið gripið til aðgerða sem nauðsynlegar væru til að  evran þjónaði vel þeim ríkjum álfunnar sem teljast á jaðarsvæðum (e. peripheral countries). 

Logi bregst við með eftirfarandi stöðuuppfærslu:

Á tímum þegar alþjóðasamvinna hefur aldrei verið mikilvægari talar Katrín Jakobsdóttir niður okkar mikilvægasta samstarfsaðila; Evrópusambandið.

Í andsvari sínu í dag, við mikilvægri fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttir um dýfu krónunnar, sagði Katrín Evruna ekki þjóna íbúum Evrópusambandsins og að rannsóknir hafi sýnt að jaðarsvæði innan Evrópusambandsins hafi ekki hagnast á aðild. 

Evran er engin töfralausn en hún er stöðugur og trúverðugur gjaldmiðill. Gjaldmiðill sem heldur vöxtum og verðbólgu lágri og gerir það að verkum að matarkarfan er ódýrari og húsnæðiskostnaður er mun bærilegri en á Íslandi. Fyrir utan að búa fyrirtækjum öruggara rekstrarumhverfi og betri samkeppnishæfi.

Hér má sjá hagvaxtarþróun undanfarinna ára í Evrópusambandinu

Evrópusambandið hefur ekki verið jafn vinsælt meðal íbúa þess í 35 ár og traust á Evrusvæðinu færist sífellt í aukana. Hagvöxtur í Evrópusambandinu hefur ekki verið meiri í áratug.

Og talandi um jaðarsvæði - þá eru fá lönd og svæði innan Evrópu sem hafa hagnast jafn mikið á samstarfinu. 

Sú staðreynd að ríkustu þjóðir heims í Vestur-Evrópu hafi ákveðið að taka inn Austur-Evrópu, nánast eins og hún lagði sig að loknu kalda stríði er ein stærsta þróunaraðstoðar- friðar og stöðugleikaaðgerð mannkynssögunar.

En af því að tímabundin heimskreppa skall á (reyndar hvergi harðar en í „stöðugleikalandi” krónunnar) er aldrei talað um þetta.

Svæði innan Evrópusambandsins á norðurslóðum fá sérstaka landbúnaðar- og atvinnustyrki - svo ekki sé talað um bráðnauðsynlega styrki til þróunar og nýsköpunar. Þar hefur Evrópusambandið verið leiðandi. Þetta eru digrir sjóðir sem við gætum sótt í sem aðildarríki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár