Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið

For­sæt­is­ráð­herra benti á efna­hags­leg vanda­mál á evru­svæð­inu og að Ítal­ía ætti í deil­um við fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna fjár­laga. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur hag­vöxt mik­inn í ESB-ríkj­un­um.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið
Ver Evrópusambandið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er óánægður með nálgun forsætisráðherrra gagnvart Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnra, gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að „tala niður“ Evrópusambandið. Hann segir evruna stöðugan og trúverðugan gjaldmiðil sem geri það að verkum að matarkarfan sé ódýrari og húsnæðiskostnaður bærilegri á evrusvæðinu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Logi birtir á Facebook. 

Tilefni færslunnar eru orðaskipti Katrínar Jakobsdóttur við Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um stöðu krónunnar á Alþingi í morgun.

Benti Katrín á að ýmis ríki álfunnar á evrusvæðinu glímdu við verulegan vanda í stjórn efnahagsmála, „nú síðast Ítalía sem á í miklum deilum við yfirstjórn Evrópusambandsins vegna þeirra aðgerða sem þar er talað um að grípa til og krafna Evrópusambandsins um aukinn niðurskurð í ríkisrekstri“. Sagði Katrín að innan ESB hefði ekki verið gripið til aðgerða sem nauðsynlegar væru til að  evran þjónaði vel þeim ríkjum álfunnar sem teljast á jaðarsvæðum (e. peripheral countries). 

Logi bregst við með eftirfarandi stöðuuppfærslu:

Á tímum þegar alþjóðasamvinna hefur aldrei verið mikilvægari talar Katrín Jakobsdóttir niður okkar mikilvægasta samstarfsaðila; Evrópusambandið.

Í andsvari sínu í dag, við mikilvægri fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttir um dýfu krónunnar, sagði Katrín Evruna ekki þjóna íbúum Evrópusambandsins og að rannsóknir hafi sýnt að jaðarsvæði innan Evrópusambandsins hafi ekki hagnast á aðild. 

Evran er engin töfralausn en hún er stöðugur og trúverðugur gjaldmiðill. Gjaldmiðill sem heldur vöxtum og verðbólgu lágri og gerir það að verkum að matarkarfan er ódýrari og húsnæðiskostnaður er mun bærilegri en á Íslandi. Fyrir utan að búa fyrirtækjum öruggara rekstrarumhverfi og betri samkeppnishæfi.

Hér má sjá hagvaxtarþróun undanfarinna ára í Evrópusambandinu

Evrópusambandið hefur ekki verið jafn vinsælt meðal íbúa þess í 35 ár og traust á Evrusvæðinu færist sífellt í aukana. Hagvöxtur í Evrópusambandinu hefur ekki verið meiri í áratug.

Og talandi um jaðarsvæði - þá eru fá lönd og svæði innan Evrópu sem hafa hagnast jafn mikið á samstarfinu. 

Sú staðreynd að ríkustu þjóðir heims í Vestur-Evrópu hafi ákveðið að taka inn Austur-Evrópu, nánast eins og hún lagði sig að loknu kalda stríði er ein stærsta þróunaraðstoðar- friðar og stöðugleikaaðgerð mannkynssögunar.

En af því að tímabundin heimskreppa skall á (reyndar hvergi harðar en í „stöðugleikalandi” krónunnar) er aldrei talað um þetta.

Svæði innan Evrópusambandsins á norðurslóðum fá sérstaka landbúnaðar- og atvinnustyrki - svo ekki sé talað um bráðnauðsynlega styrki til þróunar og nýsköpunar. Þar hefur Evrópusambandið verið leiðandi. Þetta eru digrir sjóðir sem við gætum sótt í sem aðildarríki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár