Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið

For­sæt­is­ráð­herra benti á efna­hags­leg vanda­mál á evru­svæð­inu og að Ítal­ía ætti í deil­um við fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna fjár­laga. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur hag­vöxt mik­inn í ESB-ríkj­un­um.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið
Ver Evrópusambandið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er óánægður með nálgun forsætisráðherrra gagnvart Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnra, gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að „tala niður“ Evrópusambandið. Hann segir evruna stöðugan og trúverðugan gjaldmiðil sem geri það að verkum að matarkarfan sé ódýrari og húsnæðiskostnaður bærilegri á evrusvæðinu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Logi birtir á Facebook. 

Tilefni færslunnar eru orðaskipti Katrínar Jakobsdóttur við Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um stöðu krónunnar á Alþingi í morgun.

Benti Katrín á að ýmis ríki álfunnar á evrusvæðinu glímdu við verulegan vanda í stjórn efnahagsmála, „nú síðast Ítalía sem á í miklum deilum við yfirstjórn Evrópusambandsins vegna þeirra aðgerða sem þar er talað um að grípa til og krafna Evrópusambandsins um aukinn niðurskurð í ríkisrekstri“. Sagði Katrín að innan ESB hefði ekki verið gripið til aðgerða sem nauðsynlegar væru til að  evran þjónaði vel þeim ríkjum álfunnar sem teljast á jaðarsvæðum (e. peripheral countries). 

Logi bregst við með eftirfarandi stöðuuppfærslu:

Á tímum þegar alþjóðasamvinna hefur aldrei verið mikilvægari talar Katrín Jakobsdóttir niður okkar mikilvægasta samstarfsaðila; Evrópusambandið.

Í andsvari sínu í dag, við mikilvægri fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttir um dýfu krónunnar, sagði Katrín Evruna ekki þjóna íbúum Evrópusambandsins og að rannsóknir hafi sýnt að jaðarsvæði innan Evrópusambandsins hafi ekki hagnast á aðild. 

Evran er engin töfralausn en hún er stöðugur og trúverðugur gjaldmiðill. Gjaldmiðill sem heldur vöxtum og verðbólgu lágri og gerir það að verkum að matarkarfan er ódýrari og húsnæðiskostnaður er mun bærilegri en á Íslandi. Fyrir utan að búa fyrirtækjum öruggara rekstrarumhverfi og betri samkeppnishæfi.

Hér má sjá hagvaxtarþróun undanfarinna ára í Evrópusambandinu

Evrópusambandið hefur ekki verið jafn vinsælt meðal íbúa þess í 35 ár og traust á Evrusvæðinu færist sífellt í aukana. Hagvöxtur í Evrópusambandinu hefur ekki verið meiri í áratug.

Og talandi um jaðarsvæði - þá eru fá lönd og svæði innan Evrópu sem hafa hagnast jafn mikið á samstarfinu. 

Sú staðreynd að ríkustu þjóðir heims í Vestur-Evrópu hafi ákveðið að taka inn Austur-Evrópu, nánast eins og hún lagði sig að loknu kalda stríði er ein stærsta þróunaraðstoðar- friðar og stöðugleikaaðgerð mannkynssögunar.

En af því að tímabundin heimskreppa skall á (reyndar hvergi harðar en í „stöðugleikalandi” krónunnar) er aldrei talað um þetta.

Svæði innan Evrópusambandsins á norðurslóðum fá sérstaka landbúnaðar- og atvinnustyrki - svo ekki sé talað um bráðnauðsynlega styrki til þróunar og nýsköpunar. Þar hefur Evrópusambandið verið leiðandi. Þetta eru digrir sjóðir sem við gætum sótt í sem aðildarríki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár