Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið

For­sæt­is­ráð­herra benti á efna­hags­leg vanda­mál á evru­svæð­inu og að Ítal­ía ætti í deil­um við fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna fjár­laga. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur hag­vöxt mik­inn í ESB-ríkj­un­um.

Logi segir Katrínu „tala niður“ Evrópusambandið
Ver Evrópusambandið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er óánægður með nálgun forsætisráðherrra gagnvart Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnra, gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að „tala niður“ Evrópusambandið. Hann segir evruna stöðugan og trúverðugan gjaldmiðil sem geri það að verkum að matarkarfan sé ódýrari og húsnæðiskostnaður bærilegri á evrusvæðinu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Logi birtir á Facebook. 

Tilefni færslunnar eru orðaskipti Katrínar Jakobsdóttur við Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um stöðu krónunnar á Alþingi í morgun.

Benti Katrín á að ýmis ríki álfunnar á evrusvæðinu glímdu við verulegan vanda í stjórn efnahagsmála, „nú síðast Ítalía sem á í miklum deilum við yfirstjórn Evrópusambandsins vegna þeirra aðgerða sem þar er talað um að grípa til og krafna Evrópusambandsins um aukinn niðurskurð í ríkisrekstri“. Sagði Katrín að innan ESB hefði ekki verið gripið til aðgerða sem nauðsynlegar væru til að  evran þjónaði vel þeim ríkjum álfunnar sem teljast á jaðarsvæðum (e. peripheral countries). 

Logi bregst við með eftirfarandi stöðuuppfærslu:

Á tímum þegar alþjóðasamvinna hefur aldrei verið mikilvægari talar Katrín Jakobsdóttir niður okkar mikilvægasta samstarfsaðila; Evrópusambandið.

Í andsvari sínu í dag, við mikilvægri fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttir um dýfu krónunnar, sagði Katrín Evruna ekki þjóna íbúum Evrópusambandsins og að rannsóknir hafi sýnt að jaðarsvæði innan Evrópusambandsins hafi ekki hagnast á aðild. 

Evran er engin töfralausn en hún er stöðugur og trúverðugur gjaldmiðill. Gjaldmiðill sem heldur vöxtum og verðbólgu lágri og gerir það að verkum að matarkarfan er ódýrari og húsnæðiskostnaður er mun bærilegri en á Íslandi. Fyrir utan að búa fyrirtækjum öruggara rekstrarumhverfi og betri samkeppnishæfi.

Hér má sjá hagvaxtarþróun undanfarinna ára í Evrópusambandinu

Evrópusambandið hefur ekki verið jafn vinsælt meðal íbúa þess í 35 ár og traust á Evrusvæðinu færist sífellt í aukana. Hagvöxtur í Evrópusambandinu hefur ekki verið meiri í áratug.

Og talandi um jaðarsvæði - þá eru fá lönd og svæði innan Evrópu sem hafa hagnast jafn mikið á samstarfinu. 

Sú staðreynd að ríkustu þjóðir heims í Vestur-Evrópu hafi ákveðið að taka inn Austur-Evrópu, nánast eins og hún lagði sig að loknu kalda stríði er ein stærsta þróunaraðstoðar- friðar og stöðugleikaaðgerð mannkynssögunar.

En af því að tímabundin heimskreppa skall á (reyndar hvergi harðar en í „stöðugleikalandi” krónunnar) er aldrei talað um þetta.

Svæði innan Evrópusambandsins á norðurslóðum fá sérstaka landbúnaðar- og atvinnustyrki - svo ekki sé talað um bráðnauðsynlega styrki til þróunar og nýsköpunar. Þar hefur Evrópusambandið verið leiðandi. Þetta eru digrir sjóðir sem við gætum sótt í sem aðildarríki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár