Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn

Hug­inn Þór Grét­ars­son, barna­bóka­höf­und­ur og einn af for­svars­mönn­um Daddytoo-hóps­ins, hef­ur sent stjórn­end­um Há­skól­ans í Reykja­vík kvört­un vegna þess sem hann kall­ar „karla­hat­ur“ konu sem starfar við skól­ann.

Huginn kvartar undan „karlahatri“ og segir föður lagðan í einelti fyrir að hafa slegið barn

H

uginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur og einn af forsvarsmönnum Daddytoo-hópsins, hefur sent stjórnendum Háskólans í Reykjavík kvörtun vegna þess sem hann kallar „karlahatur“ konu sem starfar við skólann. Telur hann framgöngu konunnar mun alvarlegri heldur en hegðun Kristins Sigurjónssonar lektors sem var rekinn eftir að hann lýsti forneskjulegum kynjasjónarmiðum á Facebook. 

Í bréfi Hugins, sem birt hefur verið á vefnum Forréttindafemínismi.com, vitnar hann í  tölvupóstsamskipti sín við starfsmann HR sem er vinkona Maariu Päivinen, barnsmóður Hugins sem Stundin tók viðtal við í fyrra þegar hún dvaldi í Kvennaathvarfinu.

Af tölvupóstsamskiptunum má ráða að starfsmaður HR trúi Maariu vinkonu sinni og telji Hugin ekki sérlega vel innréttaðan. Huginn vitnar einnig í ummæli sem starfsmaðurinn lét falla um hann í athugasemdakerfi DV og birtir skilaboð sem hún sendi óvart syni fyrri barnsmóður Hugins en ætluð voru bróður barnsmóðurinnar.

Segir Huginn að í bréfunum sé farið með ósannindi og þar birtist hatursáróður gegn sér á grundvelli þess að hann sé karlmaður. „Það er ljóst að hún ber hatur gagnvart karlmönnum í brjósti.“

Ómaklega vegið að Kristni í Karlalistanum

Huginn segir að fjöldi kvenna hafi í samvinnu við Stundina rústað mannorði karlmanna sem berjast gegn umgengnistálmunum.

„Það hafa birst nokkrar greinar sem hafa tekið menn af lífi (mannorðsmorð). Stundin hefur farið fremst í flokki í þessum árásum og einhliða umfjöllun, sem stangast á við fjölmiðlalög, en engum virðist skipta það nokkru máli,“ skrifar hann. 

Huginn nefnir sérstaklega að maður nokkur, Kristinn Sæmundsson, sé niðurbrotinn eftir umfjöllun Stundarinnar.

Kristinn skipaði 3. sæti á framboðslista Karlalistans í borgarstjórnarkosningunum síðasta vor. Eftir að Kristinn steig sjálfur fram í viðtali við Harmageddon, tjáði sig um umgengnisdeilu sem hann stóð í og bar þungar ásakanir á barnsmóður sína birti Stundin frétt um ástæður þess að sýslumaður hafði sett umgengni Kristins við börnin sín skorður. Fram kom að Kristinn hefði verið handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna með son sinn í bílnum auk þess sem hann hefði viðurkennt að hafa slegið son sinn.

Huginn telur að ómaklega hafi verið vegið að Kristni í umfjöllun Stundarinnar. „Hvað hefur þessi hrotti gert? Jú, hann löðrungaði son sinn einu sinni. Vissulega varð honum á en að verða fyrir svona ofbeldi eineltishrotta er óafsakanlegt.“ 

Án atlota

Þá gagnrýnir Huginn barnsmóður Kristins fyrir að ráðast að honum án þess að sýna honum atlot. „Ofbeldismanneskjan sem rústar honum og ræðst að honum án atlota, notar barnið sem tálbeitu og fjölmiðla til að eyðileggja mannorð hans. Greinarnar eru mun fleiri. Stundin hefur verið málsvari þessarra kvenna sem ákváðu að „rústa“ karlmönnum sem stigu fram.“

Telur Huginn ótækt að starfsmaður HR komist upp með „karlahatur“ sitt í umræðum á netinu. Segist hann ætla að kæra konuna fyrir „ljúgvitnisburð og árásir á samfélagsmiðlum“. Ummæli hennar séu mun alvarlegri en þau sem Kristinn Sigurjónsson lektor lét falla og leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. 

„Sýnir af sér hatur út frá kyni mínu“

„Svona hatur gagnvart karlmönnum er ólíðandi og skv. fyrri viðbrögðum Háskólans í Reykjavík geri ég passlega ráð fyrir því að þig leggist gegn því að starfsfólk ykkar taki þátt í að úthrópa saklausa einstaklinga sem ofbeldismenn,“ skrifar Huginn.

Þá segir hann að áhugavert verði að sjá hvernig HR taki á þessu máli, þar sem starfsmaður skólans „ber ítrekað upp á mig ofbeldi, dregur upp af mér staðalímyndir og sýnir af sér hatur út frá kyni mínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár