Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess hafa lagt fram kröfur í þremur liðum til stjórnvalda gegn félagslegu undirboði á vinnumarkaðinum. Krafist er þess að lögbundin verði ströng viðurlög gegn launaþjófnaði og öðrum brotum gegn starfsfólki, og að fyrirtæki hljóti mikinn fjárhagslegan skaða af brotastarfsemi. Kröfugerðin var kynnt velferðarnefnd 10. október, en haldinn var sérstakur fundur um félagslegt undirboð í kjölfar Kveik-þáttarins sem sýndur var á RÚV 2. október.
Í yfirlýsingu sem birtist upprunalega á vef sambandsins 3. október er tekið fram að erlent vinnufólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé til kominn vegna vinnu þeirra, en að þau séu engu að síður berskjölduð fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.
Þrátt fyrir mikinn dugnað af hálfu stéttarfélaga landsins í vinnustaðaeftirliti og réttarbótum félagsmanna segir í yfirlýsingu sambandsins að árangurinn sem hafi hlotist af því dugi ekki …
Athugasemdir