Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ASÍ krefst strangra viðurlaga vegna launaþjófnaðar

Al­þýðu­sam­band Ís­lands legg­ur fram þriggja punkta kröfu­gerð til stjórn­valda til að vinna gegn fé­lags­leg­um und­ir­boð­um. Eft­ir­lits­full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna segja að það þurfi að herða á lög­um og sýna vilja í verki áð­ur en mál­in versna í yf­ir­vof­andi sam­drætti ferða­manna­iðn­að­ar­ins.

ASÍ krefst strangra viðurlaga vegna launaþjófnaðar
Verkamenn Litlar sem engar afleiðingar eru af því fyrir atvinnurekendur að brjóta gegn erlendu starfsfólki. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. Mynd: Davíð Þór

Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess hafa lagt fram kröfur í þremur liðum til stjórnvalda gegn félagslegu undirboði á vinnumarkaðinum. Krafist er þess að lögbundin verði ströng viðurlög gegn launaþjófnaði og öðrum brotum gegn starfsfólki, og að fyrirtæki hljóti mikinn fjárhagslegan skaða af brotastarfsemi. Kröfugerðin var kynnt velferðarnefnd 10. október, en haldinn var sérstakur fundur um félagslegt undirboð í kjölfar Kveik-þáttarins sem sýndur var á RÚV 2. október.

Í yfirlýsingu sem birtist upprunalega á vef sambandsins 3. október er tekið fram að erlent vinnufólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé til kominn vegna vinnu þeirra, en að þau séu engu að síður berskjölduð fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Þrátt fyrir mikinn dugnað af hálfu stéttarfélaga landsins í vinnustaðaeftirliti og réttarbótum félagsmanna segir í yfirlýsingu sambandsins að árangurinn sem hafi hlotist af því dugi ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu