Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ASÍ krefst strangra viðurlaga vegna launaþjófnaðar

Al­þýðu­sam­band Ís­lands legg­ur fram þriggja punkta kröfu­gerð til stjórn­valda til að vinna gegn fé­lags­leg­um und­ir­boð­um. Eft­ir­lits­full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna segja að það þurfi að herða á lög­um og sýna vilja í verki áð­ur en mál­in versna í yf­ir­vof­andi sam­drætti ferða­manna­iðn­að­ar­ins.

ASÍ krefst strangra viðurlaga vegna launaþjófnaðar
Verkamenn Litlar sem engar afleiðingar eru af því fyrir atvinnurekendur að brjóta gegn erlendu starfsfólki. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. Mynd: Davíð Þór

Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess hafa lagt fram kröfur í þremur liðum til stjórnvalda gegn félagslegu undirboði á vinnumarkaðinum. Krafist er þess að lögbundin verði ströng viðurlög gegn launaþjófnaði og öðrum brotum gegn starfsfólki, og að fyrirtæki hljóti mikinn fjárhagslegan skaða af brotastarfsemi. Kröfugerðin var kynnt velferðarnefnd 10. október, en haldinn var sérstakur fundur um félagslegt undirboð í kjölfar Kveik-þáttarins sem sýndur var á RÚV 2. október.

Í yfirlýsingu sem birtist upprunalega á vef sambandsins 3. október er tekið fram að erlent vinnufólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé til kominn vegna vinnu þeirra, en að þau séu engu að síður berskjölduð fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Þrátt fyrir mikinn dugnað af hálfu stéttarfélaga landsins í vinnustaðaeftirliti og réttarbótum félagsmanna segir í yfirlýsingu sambandsins að árangurinn sem hafi hlotist af því dugi ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár