Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Málsmeðfeðferð lögreglu við rannsókn Hafnarfjarðarmáls kærð til saksóknara

Kæru barna­vernd­ar­nefnd­ar var vís­að frá án rann­sókn­ar og börn­in fengu ekki rétt­ar­gæslu­mann. Skoð­að „hvort lög­reglu­menn hafi gerst sek­ir um refsi­vert at­hæfi“.

Málsmeðfeðferð lögreglu við rannsókn Hafnarfjarðarmáls kærð til saksóknara

Meint brot lögreglumanna á málsmeðferðarreglum við rannsókn Hafnarfjarðarmálsins svokallaða hafa verið kærð til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Jóhann Baldursson, lögmaður móðurinnar, í samtali við Stundina. 

Kæran til héraðssaksóknara lýtur að tveimur atriðum lögreglurannsóknarinnar sem fram fór í árslok 2014 og ársbyrjun 2015; annars vegar því að stúlkunum hafi ekki verið skipaður réttargæslumaður þegar rannsókn hófst og hins vegar að lögreglan hafi hunsað atriði sem komu fram í skýrslutöku yfir sakborningi og hafi gefið tilefni til sjálfstæðrar rannsóknar. 

Kæran til ríkissaksóknara varðar atburðarásina í desember 2016, þegar barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti föðurinn til lögreglu í þriðja sinn eftir að vísbendingar um kynferðisbrot höfðu komið fram í viðtölum meðferðaraðila við börnin. Lögreglan afgreiddi málið án rannsóknar, skipaði ekki réttargæslumann og vísaði málinu frá. Telur lögmaðurinn ljóst að lögreglu hafi verið óheimilt að ljúka málinu með þessum hætti.

Sama dag, þann 8. desember, tjáði lögreglan barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar að embættið ætlaði að bíða eftir könnunarviðtali Barnahúss við aðra stúlkuna. Tilvísunarbréf barnaverndarnefndar til Barnahúss lá óhreyft í pósthólfi Barnahúss í mánuð og um leið bilaði tölvukerfi stofnunarinnar. Á sama tíma hafði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, samband við starfsmann barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í samráði við afa stúlknanna og talaði fyrir því að þær yrðu látnar umgangast föður sinn og fjölskyldu hans. Síðar boðaði Bragi til fundar um málefni stúlknanna og lýsti efasemdum um trúverðugleika þeirra upplýsinga sem borist höfðu frá listmeðferðarfræðingi sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði sent stúlkurnar til.

Stundin gerði þessum afskiptum Braga ítarleg skil í vor, en atvikalýsingin sem birtist í fréttum Stundarinnar byggði á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um þau eins og síðar fékkst staðfest með skýrslu Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara og Kristínar Benediktsdóttur dósents um málsmeðferð ráðuneytisins við athugun á kvörtunum barnaverndarnefnda.

Fréttablaðið fjallar um kærurnar vegna lögreglurannsóknarinnar á forsíðu í dag.

Haft er eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur aðstoðarsaksóknara að embættið hafi til meðferðar mál sem snúist um „hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi“ við meðferð máls sem lauk fyrir nokkru síðan, þ.e. Hafnarfjarðarmálsins. 

Höfðu áhyggjur af netnotkun

Rannsóknin sem átti sér stað í kringum áramótin 2014/2015 hófst eftir að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar fékk upplýsingar um netnotkun föðurins. Í ljós kom að maðurinn var virkur á kynlífssíðunum Rapeboard.com og FetLife.com. Þar kallaði hann sig „Perrabarn“, birti myndir af sér og getnaðarlimi sínum og hakaði við hvers konar myndefni hann hefði áhuga á og hvað hann væri forvitinn um. Fram kom að hann hefði meðal annars áhuga á sifjaspelli og því að „stunda kynlíf með dætrum sínum“ eins og það er orðað í tilkynningu barnaverndarnefndar til lögreglu.

Barnaverndarnefnd lýsti áhyggjum af netnotkuninni og benti á að maðurinn væri faðir tveggja stúlkna sem væru í reglulegri umgengni hjá honum á heimili afans og ömmunnar þar sem önnur stúlkan gisti yfirleitt uppi í rúmi hjá honum. „[Maðurinn] hefur einnig verið að spjalla á þessum síðum með stúlkurnar í fanginu,“ sagði í tilkynningu barnaverndarnefndar til lögreglu. Faðirinn sagði í samtali við Stundina í lok apríl að ekkert við netnotkunina hefði bent til þess að hann vildi gera börnum sínum mein. Kynferðislegu hugðarefnin sem er hakað við á síðunni endurspegli orðfæri sem sé algengt í klámi en hafi ekkert raunverulega með sifjaspell að gera. Lögregla kannaði málið en fann ekkert saknæmt og lét það niður falla. Kæran til héraðssaksóknara lýtur að vinnubrögðum lögreglu við þessa rannsókn. 

Leyndarmál um úlf

Mál stúlknanna kom aftur til kasta lögreglu í nóvember 2015 vegna tilkynningar frá heimilislækni eftir að önnur þeirra var sögð hafa kvartað undan verkjum í klofi. Faðirinn var yfirheyrður, héraðslæknir ræstur út og stúlkurnar sendar á Barnaspítala Hringsins en engir áverkar fundust. Lögregla hætti rannsókn málsins þann 11. apríl 2016 en tilkynnti að ef ný sakargögn kæmu fram kynni rannsókn þess að verða tekin upp að nýju.

Í framhaldinu fóru stúlkurnar í meðferð hjá listmeðferðarfræðingi sem hefur starfað á BUGL og nýtur trausts Barnahúss. Í viðtölunum, þar sem stúlkurnar fengu að tjá sig frjálst í máli og myndum, komu fram atriði sem barnaverndarnefnd taldi gefa tilefni til lögreglurannsóknar. Í byrjun nóvember 2016 greindi listmeðferðarfræðingurinn barnaverndarnefnd frá því að svo virtist sem eitthvað óeðlilegt hefði gerst og að önnur stúlkan hefði verið meidd „í klofinu“. Skömmu seinna sagði önnur stúlkan listmeðferðarfræðingnum frá því að „eitthvað óþægilegt“ hefði gerst hjá pabba sínum, talaði um úlf sem réðist á hana og að úlfurinn væri pabbi. Haft var eftir hinni stúlkunni að á nóttinni gerðist eitthvað slæmt en hún mætti ekki segja hvað það væri. Það væri nefnilega leyndarmál og ef hún segði frá leyndarmálinu gæti hin systirin meiðst. 

Kæran 5. desember 2016 var lögð fram í kjölfar viðtala listmeðferðarfræðingsins. Lögregla vísaði málinu frá án rannsóknar og telur lögmaður móðurinnar að þar hafi lögum ekki verið fylgt. „Með eftirgangsmunum fengum við upplýsingar og gögn frá lögreglunni sem sýna að málinu var vísað frá þremur dögum eftir að kæran var móttekin. Hún er lögð inn 5. desember 2016 en vísað frá 8. desember 2016,“ segir hann í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár