Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stundin birtir gögnin: Svona beitti Bragi sér

Stund­in birt­ir tölvu­pósta og sím­talsút­drátt með per­sónu­grein­an­leg­um og við­kvæm­um upp­lýs­ing­um af­máð­um.

Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, segist hafa orðið fyrir „ærumeiðandi ávirðingum á opinberum vettvangi“ undanfarna daga og ekki vera í stöðu til að „leiðrétta rangfærslur og ósannindi sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa borið á borð fyrir þjóðina“. Þar vísar hann væntanlega til forsíðufréttar Stundarinnar um afskipti sín af störfum barnaverndar Hafnarfjarðar og harðra viðbragða stjórnmálamanna.

Lögmaður föðurfjölskyldunnar í barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði um sagði í tölvupósti til fjölmiðla um helgina að umfjöllun Stundarinnar byggði á „trúnaðargögnum sem lekið hefur verið úr samhengi og ásamt ósönnum fullyrðingum“.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarnefnd Alþingis hefur sagst ekki vilja lesa umfjöllunina og spurt hvort nokkur taki mark á fréttinni. Þá hefur Bragi Guðbrandsson boðað að hann geti lagt fram gögn sem „kollvarpi þeirri mynd“ sem hafi verið dregin upp í umfjöllun Stundarinnar.

Í ljósi alls þessa verður hér á eftir varpað ljósi á þátt Braga Guðbrandssonar í málinu með birtingu frumgagna þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið afmáðar með öruggum hætti.

Fleiri atriði, sem talin eru of persónuleg eða viðkvæm til að rata fyrir sjónir almennings og varða ekki meginefni málsins með beinum hætti, eru einnig afmáð.

Um er að ræða brot af þeim upplýsingum sem Stundin hafði undir höndum við vinnslu fréttanna. Um forsögu málsins og heildarsamhengi þess má lesa hér, en í þessari fréttaskýringu verður einblínt á aðkomu Braga Guðbrandssonar.

Meint kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu og Barnahúss

Afskipti Braga af störfum barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í umræddu máli áttu sér stað í desember 2016. 

Í byrjun mánaðarins, þann 5. desember 2016, sendi barnaverndarnefnd tilkynningu til lögreglu og tilvísunarbréf í Barnahús þar sem greint var frá alvarlegum vísbendingum um meint kynferðisbrot sem rakin voru til föður. 

Bréfinu fylgdu skýrslur listmeðferðarfræðingsins og upplýsingar um hvers vegna meðferðaraðili og barnaverndarnefndin óttuðust að kynferðisbrot hefðu verið framin. Lögregla greindi barnaverndarnefndinni frá því þremur dögum síðar að beðið yrði eftir könnunarviðtali Barnahúss áður en aðhafst yrði málinu. Var þá vísað til þess að gögn málsins bæru með sér að nefndin hefði „þegar óskað eftir könnunarviðtali af barninu í Barnahúsi“.

Tilvísunarbréfið er dagsett 5. desember 2016 en Barnahús veitti því ekki viðtöku fyrr en um mánuði seinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið, bæði í gögnum málsins og í viðtali Stundarinnar við Braga Guðbrandsson, gleymdist tilvísunarbréfið í pósthólfi Barnahúss auk þess sem tölvukerfi Barnahúss bilaði á sama tíma. 

Það er þá, undir lok desember 2016 og í kringum áramótin, sem Bragi Guðbrandsson og föðurafinn – þ.e. faðir málsaðilans í barnaverndarmálinu – eiga í talsverðum samskiptum, bæði símleiðis og í tölvupósti. 

Hér má sjá fyrsta tölvupóst föðurafans til Braga en skömmu áður höfðu þeir rætt saman í síma:

Daginn eftir sendir hann annað bréf og biðst afsökunar á því hvað Bragi fái „lítinn frið“ fyrir honum:

Lýsir hann uppákomu sem hafði átt sér stað daginn áður þegar móðirin hætti við, með skömmum fyrirvara, að senda dætur sínar á samverustund með dauðvona ömmu þeirra þar sem lá fyrir að faðirinn yrði viðstaddur.

Setti móðirin þau skilyrði að aðeins afinn og amman myndu hitta stúlkurnar og vísaði til ráðlegginga frá starfsmanni barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar sem hún hafði fengið í ljósi nýrra vísbendinga um kynferðisbrot.

Þessu eru gerð ítarleg skil í greinargerð sem afinn ritaði til varnar Braga í fyrra eftir að barnaverndarnefndir kvörtuðu undan vinnubrögðum Barnaverndarstofu. 

Svona endar annað bréfið sem föðurafinn sendi Braga:

Af bréfinu má ráða að Bragi Guðbrandsson hafi sjálfur verið búinn að bjóðast til að koma á einhvers konar sáttum. Afinn gekk á eftir því tilboði.

Óumdeilt er samkvæmt gögnum málsins að á þessum tíma bauðst ömmunni og afanum að hitta stúlkurnar ef faðirinn væri ekki viðstaddur, en eins og föðurafinn staðfesti í samtali við Stundina í síðustu viku vildu afinn og amman hins vegar hitta barnabörnin með pabba þeirra. 

Föðurafinn ýtti á eftir Braga þann 4. janúar 2017: 

Sama dag brást Bragi við og hringdi í þann barnaverndarstarfsmann í Hafnarfirði sem fór með málið. Síðar átti barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar eftir að kvarta undan símtalinu til velferðarráðuneytisins. „Starfsmönnum þóttu afskipti forstjórans bæði óeðlileg og ekki síður mjög óþægileg,“ segir í tölvupósti sem Þórdís Bjarnadóttir, formaður barnaverndarnefndarinnar sendi velferðarráðuneytinu 16. nóvember 2017.

„Starfsmönnum þóttu afskipti forstjórans bæði óeðlileg og ekki síður mjög óþægileg“

Bragi hefur lýst símtalinu með eftirfarandi hætti í samtali við Stundina: 

„Málið var þannig vaxið að aðili mjög náinn barni sem deilt var um umgengni við hafði óskað eftir því að fá að umgangast barnið um jólin 2016. Aðilinn var dauðvona og var kvartað undan því að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hefði beitt sér gegn því að hann fengi að hitta barnið. Það er náttúrlega andstætt lögum ef barnaverndarnefnd eða starfsmenn gera það. Við hjá Barnaverndarstofu höfum auðvitað eftirlitsskyldu með barnaverndarnefndum og þá er viðtekin venja að taka upp tólið til að kynna sér hvort ráðstafanir eru réttmætar. Í því samtali sem ég átti við barnaverndarstarfsmann var varpað ljósi á málið og þær upplýsingar sem ég fékk voru þess efnis  að barnaverndarnefndin hafði ekki hlutast neitt til um að hindra þessi samskipti.“ 

Þær upplýsingar sem skráðar voru niður hjá Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar á sínum tíma stangast á við þessa lýsingu.

Samkvæmt símtalslýsingu, sem Stundin hefur undir höndum og er hluti af gögnum málsins, voru skilaboð Braga til barnaverndarstarfsmannsins í samræmi við óskirnar sem fram koma í tölvupóstum föðurafans og tilvitnað boð Braga sjálfs um að reyna að koma því til leiðar að föðurfjölskyldan fengi að hitta stúlkurnar. Eins og áður segir vildu afinn og amman hitta þær með föðurnum og endurspeglar símtalslýsingin það. 

Útdrátturinn úr símtalinu hefur legið fyrir hjá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra í velferðarráðuneytinu frá 31. janúar 2018.

Hann taldi ekki ástæðu til að greina velferðarnefnd Alþingis frá þeim upplýsingum þar koma fram þegar hann mætti á fund nefndarinnar um kvartanir vegna Barnaverndarstofu þann 28. febrúar síðastliðinn. Þá var öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar ekki kunnugt um eðli afskipta Braga þegar ákveðið var þann 23. febrúar að tilnefna hann til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. 

Eftir símtalið við barnaverndarstarfsmanninn sendi Bragi föðurafanum eftirfarandi tölvupóst:

Síðar átti Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitna í tölvupóst Braga í dagsektarúrskurði gegn móðurinni.

Móðirin kærði úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins þann 23. júní 2017 og gagnrýndi sérstaklega að sýslumaður hefði tekið orð Braga trúanleg án þess að hafa samband við barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sem hafði, ólíkt því sem Bragi hélt fram, ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í öruggu skjóli.

Dómsmálaráðuneytið felldi úrskurð sýslumanns úr gildi þann 17. nóvember 2017, meðal annars á þeim grundvelli að mál barnanna væru enn til skoðunar vegna meintrar misnotkunar föður. 

Sjálfur sagði Bragi í samtali við Stundina á fimmtudaginn að aðkoma hans að umræddu barnaverndarmáli hefði grundvallast á eftirlitsskyldu hans sem forstjóra Barnaverndarstofu með störfum barnaverndarnefndarinnar.

Samt viðurkenndi hann að þegar hann skipti sér af málinu hefði hann ekki vitað né viljað vita hvort faðirinn hefði hugsanlega brotið gegn dætrum sínum og ekki búið yfir upplýsingum til að meta slíkt.

Orðrétt sagði hann, samkvæmt upptöku af símtalinu:

„Ég hefði aldrei nokkurn tímann lagt til eitthvað sem fæli í sér lögbrot eða aðhafst nokkuð sem væri andstætt mínum skyldum. Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði engan raunverulega áhuga á að vita það. Ég taldi að þetta samtal við barnaverndarstarfsmann hefði bara verið samtal við kollega og ég er mjög hissa á því samhengi sem menn eru nú að setja þetta mál í. Ég á ekki orð yfir þetta, ég er svo dolfallinn yfir því að einhver hafi áhuga á að setja þetta í svoleiðis búning, því það held ég að hafi ekki vafist fyrir þessum barnaverndarstarfsmanni né nokkrum öðrum að mér gekk ekkert annað til, í þessu símtali sem ég átti við nefndina, en að leggja gott til málanna og leiðrétta misskilning.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Nýtt efni

Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
Loka auglýsingu