Ársreikningar einkarekinna fjölmiðla bera vott um erfið rekstrarskilyrði þeirra. Fjársterkir aðilar standa að baki sumum þeirra og fjármagna taprekstur. Ráðherra hefur boðað stuðning við ritstjórnir einkarekinna fjölmiðla, lægri virðisaukaskatt á netáskriftir og veikara hlutverk Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.
Í skýrslu sinni í janúar sagði nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla umhverfið hafa verið erfitt undanfarin ár. Ársreikningar undanfarinna ára hafi sýnt taprekstur flestra fjölmiðla, nema Birtings, sem gefur út fjölda tímarita, og Mylluseturs, útgefanda Viðskiptablaðsins og annarra blaða. Í fyrra tapaði hins vegar Birtingur 92 milljónum króna og aðeins þrír þeirra einkareknu fjölmiðla sem Stundin greindi ársreikninga hjá skiluðu hagnaði.
„Ein af helstu áskorunum íslenskra fjölmiðla er sá mikli kostnaður sem felst í því að halda úti öflugum ritstjórnum og fréttastofum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Ritstjórnir eru fámennar hér á landi og fámennið leiðir til þess að minni tími gefst til að vinna efni og sinna flóknari verkefnum og rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. …
Athugasemdir