Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV

Fé­lag Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar fékk 475 millj­óna króna lán í fyrra frá óþekkt­um að­il­um. Lán­ið var not­að til að kaupa og fjár­magna rekst­ur DV og fleiri fjöl­miðla. Sig­urð­ur seg­ir upp­lýs­inga­gjöf um hags­muna­tengsl ekki skipta máli.

Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV
Sigurður G. Guðjónsson Lögmaðurinn lánaði rekstarfélagi DV 425 milljónir króna, sem hann fékk frá þriðja aðila. Mynd: Pressphotos

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vill ekki upplýsa um hvaða aðilar veittu félagi hans 475 milljóna króna lán til að fjármagna rekstur DV og annarra fjölmiðla. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem gefur út DV og fjölda vefmiðla, var 54,5 milljónir krónafyrir skatta á árinu 2017, þá fjóra mánuði sem félagið hélt utan um reksturinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir tapreksturinn hafa verið greiddan af Sigurði.

Frjáls fjölmiðlun, félag skráð í eigu Sigurðar G., keypti DV síðasta haust af fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar og með því vefmiðlana Pressuna, Eyjuna, 433.is, Bleikt auk fleiri miðla. Samkvæmt ársreikningum er Frjáls fjölmiðlun alfarið í eigu félagsins Dalsdals ehf. sem er í 100% eigu Sigurðar. Félagið lánaði Frjálsri fjölmiðlun 425 milljónir króna á árinu, sem greiðist til baka með árlegum 85 milljóna króna afborgunum 2018 til 2022.

Þá kemur fram að Dalsdalur fékk 475 milljónir króna lánaðar í fyrra frá óþekktum aðilum og hefur þegar greitt vexti af láninu upp á 13.533.333 kr. Félagið hyggst greiða upphæðina til baka í einni afborgun í ár, þrátt fyrir að lánveiting þess til Frjálsrar fjölmiðlunar skili sér ekki til baka í heild fyrr en 2022.

Hagsmunatengsl skipti „akkúrat engu máli“

„Það er bara á milli þeirra sem taka lán og veita lán,“ segir Sigurður um lánið. „Hverju breytir það hvort það er fjölmiðill eða ekki?“

Aðspurður hvort það skipti ekki máli að gera upplýsingar um endanlega eign á fjölmiðlum og hagsmunatengsl opinberar segir Sigurður að hann telji svo ekki vera. „Akkúrat engu máli,“ segir hann við blaðamann Stundarinnar. „Ég held ég hafi bara ekkert við þig að tala um ársreikninga þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem ég stjórna.“

„Hverju breytir það hvort það er fjölmiðill eða ekki?“

Sigurður segir enn á döfinni að fá fleiri fjárfesta inn í reksturinn og að það muni allt koma í ljós. „Það liggur ekkert á og öll lán félagsins eru í skilum,“ segir Sigurður.

Þegar Sigurður keypti fjölmiðla Pressunnar síðasta haust, DV, Eyjuna, Pressuna og fleiri miðla, var fyrirtækið á leið í gjaldþrot og hefði skilið eftir sig hundruð milljóna króna skuldir, meðal annars við opinbera aðila eins og Tollstjóra vegna vangreiddra skatta. Gjaldþrotabeiðni gegn einstaka dótturfélögum lá fyrir hjá sýslumanni þegar hann keypti fjölmiðlana af Pressunni.

Samkvæmt ársreikningi kostaði útgáfurétturinn sem Frjáls fjölmiðlun keypti af Pressunni 476 milljónir króna. Er hann bókfærður sem 470 milljóna króna óefnisleg eign eftir þróunarkostnað og afskriftir. Frjáls fjölmiðlun var með neikvætt eigið fé upp á 13,4 milljónir króna. Þá kostuðu kaup Dalsdals á öllu hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar félagið 30 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Dalsdalur tapaði 1,8 milljónum króna árið 2017 og var eigið fé félagsins neikvætt um 1,4 milljónir króna.

Fullyrða að Björgólfur Thor standi að baki DV

 

Halldór Kristmannsson, sem sér um samskipti við fjölmiðla fyrir hönd Alvogen og athafnamannsins Róberts Wessmann, sagði í samtali við Stundina í júní að Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir, eða félög á hans vegum, standi á bak við fjármögnun DV eftir hatursfull átök milli hluthafa um fjölmiðlafyrirtækið á síðasta ári og þessu. Björgólfur Thor hafi jafnvel bein afskipti af ritstjórn DV. Sigurður hefur neitað því að svara hvort Björgólfur sé með í rekstri miðlanna.

 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa Róbert og Björgólfur Thor  átt í áralöngum deilum sem hófust þegar þeir unnu saman að Actavis á síðasta áratug. Björgólfur rak þá Róbert úr stóli forstjóra Actavis eftir að hann hafði eignast samheitalyfjafyrirtækið. Síðan þá hefur andað köldu á milli þeirra með tilheyrandi málsóknum, skeytasendingum í fjölmiðlum og annars konar deilum.

Félag tengt Róberti, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu 2017 en stjórn Pressunnar seldi allar helstu eignir félagsins út úr því í kjölfarið til Frjálsrar fjölmiðlunar. Þetta var gert án vitneskju Dalsins og þýddi í reynd að Pressan var búin að selja þær eignir sem Dalurinn var nýbúinn að kaupa í.

Segir viðsnúning á taprekstrinum í ár

Aðspurður hver fjármagnar rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar, segir Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri félagsins, það vera Sigurð. „Við fáum fjármagn frá eiganda félagsins.“

Karl GarðarssonFramkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar vonast eftir viðsnúningi í rekstri miðlanna.

Karl segist vonast til þess að rekstur félagsins nái jafnvægi á þessu ári. „Tekjur hafa aukist dálítið mikið hjá okkur, auk þess sem við höfum verið í fasa sem varðar aðhald í rekstri,“ segir Karl. „Það helst í hendur hvort tveggja, að taka til í rekstrinum allt árið og að auka tekjurnar.“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á dögunum frumvarp um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Stuðningurinn mun nema um 350 milljónum króna frá og með árinu 2019 og nema 20–25% af ritstjórnarkostnaði fjölmiðla, verði frumvarpið að lögum.

Karl hefur gagnrýnt að það halli á einkarekna fjölmiðla í samkeppni við RÚV og segir mikilvægt að útfærsla frumvarpsins styðji við smærri fjölmiðla. „Auðvitað skiptir það máli fyrir einkarekna fjölmiðla, en það á alveg eftir að koma í ljós hverju þetta skilar í raun fyrir minni fjölmiðla,“ segir hann. „Það er svolítið erfitt að átta sig á þessu á meðan einni tölu er hent fram, því það liggur ekki fyrir hvernig þessari endurgreiðslu til fjölmiðla verður í raun háttað. Það er talað um að endurgreiða kostnað við ritstjórnir en það er ekki skilgreint hvað það þýðir í raun.“



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
FréttirEignarhald DV

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
FréttirEignarhald DV

Neit­uðu því að Björgólf­ur væri bak­hjarl DV: „Lít­ið um skjalfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár