Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp“

Verka­lýðs­for­ingj­ar gagn­rýna fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar harð­lega.

„Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp“
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Stundin

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þær kjarabætur sem felast í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar heldur rýrar. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er sama sinnis og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir  frumvarpið valda vonbrigðum. Allt of lítið sé gert fyrir vinnandi fólk. 

„Persónuafsláttur hækkar um 539 kr. Hluta af skertum barnabótum skilað til baka. Vörugjöld á bensín og bifreiðar hækka. Vaxtabætur lækka um 600 milljónir. Heildsalar og framleiðslufyrirtæki eru að hækka verð. Krónan hefur veikst um 7-8% gagnvart USD og Evru frá 1. ágúst. Seðlabankinn hótar vaxtahækkunum verði launahækkanir umfram 4%. Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp.“ Þannig kemst Ragnar Þór að orði á Facebook.

„Kynslóðirnar á undan náðu fram, með þrotlausri baráttu, öllum þeim réttindum og lífsgæðum sem við þekkjum í dag. Hvernig samfélagi ætlum við að skila til afkomenda okkar? Ætlum við að skila af okkur samfélagi betri lífskjara eða vera kynslóðin sem taldi lífskjarabaráttuna snúast um okkur sjálf eða hvað er í þessu fyrir mig á meðan innviðir samfélagsins molna undan okkur?“ skrifar Ragnar Þór. „Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga eða standa saman í að bæta lífskjör þannig að við getum búið í samfélagi þar sem hægt er að lifa með mannlegri reisn af dagvinnulaunum og fá ekki lífstíðar fátæktardóm ef eitthvað kemur upp á?“

Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að hækkun persónuafsláttarins og barna- og vaxtabóta væri alltof lítil og aukning hússnæðisstuðnings snautleg. Drífa Snædal, sem hefur boðið sig fram til forseta Alþýðusambandsins, fer líka hörðum orðum um fjárlagafrumvarpið.

„Metnaðarleysið til að bæta
lífskjör og jafna stöðu fólks algert“

„Fjárlagafrumvarpið gefur okkur litlar væntingar um að stjórnvöld ætli sér að standa með vinnandi fólki. Þvert á móti er metnaðarleysið til að bæta lífskjör og jafna stöðu fólks algert,“ skrifar Drífa. „Þau skemmdarverk sem hafa verið unnin jafnt og þétt á skatt- og bótakerfunum síðustu ár eru ekki leiðrétt sem neinu nemur og hinir ósnertanlegu, þeir sem greiða sér arð af sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi eru enn jafn stikk frí þegar kemur að því að leggja í sameiginlega sjóði. Það er ljóst að verkalýðshreyfingin hefur verk að vinna í vetur og eina vonin til þess að snúa af braut ójafnaðar er sameinuð hreyfing.“

Verkalýðsforingjarnir hafa boðað harða kjarabaráttu á komandi vetri. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði á fundi hjá Félagi atvinnurekenda í gær að ef hugmyndir um stórfelldar almennar launahækkanir yrðu að veruleika gæti Seðlabankinn vart annað en hækkað vexti til að halda aftur af verðbólgu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár