Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp“

Verka­lýðs­for­ingj­ar gagn­rýna fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar harð­lega.

„Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp“
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Stundin

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þær kjarabætur sem felast í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar heldur rýrar. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er sama sinnis og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir  frumvarpið valda vonbrigðum. Allt of lítið sé gert fyrir vinnandi fólk. 

„Persónuafsláttur hækkar um 539 kr. Hluta af skertum barnabótum skilað til baka. Vörugjöld á bensín og bifreiðar hækka. Vaxtabætur lækka um 600 milljónir. Heildsalar og framleiðslufyrirtæki eru að hækka verð. Krónan hefur veikst um 7-8% gagnvart USD og Evru frá 1. ágúst. Seðlabankinn hótar vaxtahækkunum verði launahækkanir umfram 4%. Fjármálaráðherra talar um veislu á meðan fólkið okkar er að gefast upp.“ Þannig kemst Ragnar Þór að orði á Facebook.

„Kynslóðirnar á undan náðu fram, með þrotlausri baráttu, öllum þeim réttindum og lífsgæðum sem við þekkjum í dag. Hvernig samfélagi ætlum við að skila til afkomenda okkar? Ætlum við að skila af okkur samfélagi betri lífskjara eða vera kynslóðin sem taldi lífskjarabaráttuna snúast um okkur sjálf eða hvað er í þessu fyrir mig á meðan innviðir samfélagsins molna undan okkur?“ skrifar Ragnar Þór. „Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga eða standa saman í að bæta lífskjör þannig að við getum búið í samfélagi þar sem hægt er að lifa með mannlegri reisn af dagvinnulaunum og fá ekki lífstíðar fátæktardóm ef eitthvað kemur upp á?“

Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að hækkun persónuafsláttarins og barna- og vaxtabóta væri alltof lítil og aukning hússnæðisstuðnings snautleg. Drífa Snædal, sem hefur boðið sig fram til forseta Alþýðusambandsins, fer líka hörðum orðum um fjárlagafrumvarpið.

„Metnaðarleysið til að bæta
lífskjör og jafna stöðu fólks algert“

„Fjárlagafrumvarpið gefur okkur litlar væntingar um að stjórnvöld ætli sér að standa með vinnandi fólki. Þvert á móti er metnaðarleysið til að bæta lífskjör og jafna stöðu fólks algert,“ skrifar Drífa. „Þau skemmdarverk sem hafa verið unnin jafnt og þétt á skatt- og bótakerfunum síðustu ár eru ekki leiðrétt sem neinu nemur og hinir ósnertanlegu, þeir sem greiða sér arð af sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi eru enn jafn stikk frí þegar kemur að því að leggja í sameiginlega sjóði. Það er ljóst að verkalýðshreyfingin hefur verk að vinna í vetur og eina vonin til þess að snúa af braut ójafnaðar er sameinuð hreyfing.“

Verkalýðsforingjarnir hafa boðað harða kjarabaráttu á komandi vetri. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði á fundi hjá Félagi atvinnurekenda í gær að ef hugmyndir um stórfelldar almennar launahækkanir yrðu að veruleika gæti Seðlabankinn vart annað en hækkað vexti til að halda aftur af verðbólgu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár