Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
Glódís Tara Fannarsdóttir

Glódís Tara Fannarsdóttir, ein af fimm konum sem lögmaðurinn Róbert Downey braut gegn þegar þær voru á ungslingsaldri, mótmælir ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókn á minnisbók mannsins, þar sem hann hafði skrifað niður nöfn 335 kvenna eða stúlkna. 

Lögreglan hefur ákveðið að láta af rannsókn á minnisbókinni á þeim grundvelli að brot hafi ekki verið greinanleg út frá gögnunum og að ef þau hefðu átt sér stað, væru þau hvort sem er fyrnd.

„Ég var ein af þeim sem var á þessari skrá,“ segir Glódís á Facebook-síðu sinni um ákvörðun lögreglu. „Hann var með skrá yfir 335 unglingsstelpur. Í þessari skrá eru stelpur sem líklegt er að hann hafi brotið á, alveg eins og hann braut á okkur sem stigum fram síðasta sumar þegar hann fékk uppreist æru og sögðum okkar sögu.“

Róbert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson og starfaði sem lögmaður, hafði þann háttinn á að þykjast vera ungur piltur til að tæla unglingsstúlkur til að hitta sig, þar sem hann sætti lagi og braut gegn þeim. Róbert var dæmdur fyrir brot gegn fimm unglingsstúlkum, en fékk síðar uppreist æru af hálfu dómsmálaráðuneytisins og forseta Íslands. Þegar upp komst um að stjórnvöld hefðu sæmt hann „óflekkuðu mannorði“ þrátt fyrir alvarleg brot hans, reis upp mótmælabylgja. 

Glódís lýsir því að hún hafi í gær vaknað af martröð um Róbert Downey. „Ég fæ ekki oft martraðir á nóttuni en í gær vaknaði ég upp í kvíða vegna einnar slíkrar. Í martröðini var maður úr fortíð minni að elta mig hvert sem ég fór. Í dag sé ég frétt um þennan sama mann,“ sagði Glódís, þegar hún fregnaði í gær af niðurfellingu rannsóknarinnar. „Okkur var lofað að minnisbókin yrði rannsökuð!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár