Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
Glódís Tara Fannarsdóttir

Glódís Tara Fannarsdóttir, ein af fimm konum sem lögmaðurinn Róbert Downey braut gegn þegar þær voru á ungslingsaldri, mótmælir ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókn á minnisbók mannsins, þar sem hann hafði skrifað niður nöfn 335 kvenna eða stúlkna. 

Lögreglan hefur ákveðið að láta af rannsókn á minnisbókinni á þeim grundvelli að brot hafi ekki verið greinanleg út frá gögnunum og að ef þau hefðu átt sér stað, væru þau hvort sem er fyrnd.

„Ég var ein af þeim sem var á þessari skrá,“ segir Glódís á Facebook-síðu sinni um ákvörðun lögreglu. „Hann var með skrá yfir 335 unglingsstelpur. Í þessari skrá eru stelpur sem líklegt er að hann hafi brotið á, alveg eins og hann braut á okkur sem stigum fram síðasta sumar þegar hann fékk uppreist æru og sögðum okkar sögu.“

Róbert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson og starfaði sem lögmaður, hafði þann háttinn á að þykjast vera ungur piltur til að tæla unglingsstúlkur til að hitta sig, þar sem hann sætti lagi og braut gegn þeim. Róbert var dæmdur fyrir brot gegn fimm unglingsstúlkum, en fékk síðar uppreist æru af hálfu dómsmálaráðuneytisins og forseta Íslands. Þegar upp komst um að stjórnvöld hefðu sæmt hann „óflekkuðu mannorði“ þrátt fyrir alvarleg brot hans, reis upp mótmælabylgja. 

Glódís lýsir því að hún hafi í gær vaknað af martröð um Róbert Downey. „Ég fæ ekki oft martraðir á nóttuni en í gær vaknaði ég upp í kvíða vegna einnar slíkrar. Í martröðini var maður úr fortíð minni að elta mig hvert sem ég fór. Í dag sé ég frétt um þennan sama mann,“ sagði Glódís, þegar hún fregnaði í gær af niðurfellingu rannsóknarinnar. „Okkur var lofað að minnisbókin yrði rannsökuð!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár