Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlit fyrir að skattbyrði verði einnig létt af þeim tekjuhæstu

Þær hug­mynd­ir að tekju­skatts­breyt­ing­um sem kom­ið hafa til skoð­un­ar hjá rík­is­stjórn­inni og ver­ið reif­að­ar í stjórn­arsátt­mála og fjár­mála­áætl­un fela í sér að skatt­byrði verði ekki að­eins létt af lág­tekju- og milli­tekju­fólki held­ur einnig af allra tekju­hæstu fjöl­skyld­um lands­ins, þvert á yf­ir­lýsta stefnu Vinstri grænna.

Útlit fyrir að skattbyrði verði einnig létt af þeim tekjuhæstu
Tillögur um flatara skattkerfi til skoðunar Skattatillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld eru enn til skoðunar hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Morgunblaðið / Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin hefur til skoðunar breytingar á tekjuskattskerfinu sem miða að því að tekjutengja persónuafslátt og endurskoða skatthlutföll og skattþrep. Horft er til þess að persónuafslátturinn verði fyrst stighækkandi en síðan stiglækkandi með tekjum eftir að ákveðnu hámarki hefur verið náð. Þá verði hann útgreiðanlegur til þeirra sem ekki ná að fullnýta hann. 

 

Vinna að tillögum um breytt skattkerfiAxel Hall hagfræðingur og sérfræðingur í skattamálum leiðir hóp sem vinnur að endurskoðun tekjuskattskerfisins.

Þessar hugmyndir liggja til grundvallar vinnu sérfræðingahóps um heildarendurskoðun á tekjuskatti einstaklinga. Þetta staðfestir Axel Hall, formaður hópsins, og vísar til umfjöllunar í rammagrein fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem ber yfirskriftina „Betra tekjuskattskerfi“. Þar kemur fram að ríkisstjórnin vilji að framtíðarkerfi tekjuskatts og bóta verði „einfaldara, skilvirkara og gegnsærra“ en núverandi kerfi, hvetji til vinnu en auki ráðstöfunartekjur tekjulágra. „Þetta er í grunninn verkefni nefndarinnar,“ segir Axel. Í rammagrein fjármálaáætlunar og tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld frá 2016 er lagt upp með að tekjuhærri einstaklingar verði án persónuafsláttar en greiði í staðinn lægri jaðarskatt, það er lægra hlutfall hæstu tekna sinna í skatt en nú er. 

Stýrinefnd skipuð aðstoðarmönnum ráðherra fylgist með vinnu sérfræðingahópsins og munu fyrstu tillögur liggja fyrir í október. Náist ekki samstaða um breytingar í anda rammagreinarinnar má vænta einfaldari skattbreytinga, svo sem eins prósentustigs lækkun á skatthlutfalli neðra þreps eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað fyrir og upphaflega var boðað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Slíkt myndi fela í sér þrisvar sinnum meiri búbót fyrir hátekjufólk heldur en fólk á lágmarkslaunum.

Möguleg útfærsla á hinni leiðinni, sem var kynnt á samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í sumar, felur í sér að manneskja sem í dag myndi greiða 46,24 prósenta skatt af tekjum yfir 893 þúsund krónum á mánuði myndi greiða lægra hlutfall þessara tekna í skatt en á móti glata persónuafslættinum sem í dag nemur 646.739 krónum á ári. Fyrir þann fámenna hóp sem þénar nógu háar launatekjur til að ábatinn af lækkun skatthlutfallsins í efra þrepi sé meiri en nemur brottfellingu persónuafsláttarins myndu breytingarnar þannig fela í sér kjarabætur. Þetta á til að mynda við um tekjuhæstu forstjóra landsins og stjórnendur í fjármálageiranum sem þéna tugi milljóna á mánuði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu