Um tíu prósent þjóðarinnar fór ekki til tannlæknis vegna kostnaðar árið 2015 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar og er svo komið að Íslendingar fara í hópferðir til Austur-Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu. „Þetta var allt saman mjög ódýrt,“ segir Harpa Lind Marteinsdóttir, sem segist hafa sparað sér og fjölskyldunni hálfa milljón í tannlækningakostnað við að fara til Póllands í stað þess að sækja íslenska tannlæknaþjónustu.
Verst er staðan hjá tekjulægsta fimmtungi þjóðarinnar en þar sáu um 17 prósent þess hóps sér ekki fært að fara til tannlæknis. Þá eru konur líklegri en karlar til þess að neita sér um nauðsynlega tannlæknaþjónustu en nærri tólf prósent kvenna sáu sér ekki fært að fara til tannlæknis það árið.
Í dag er algengt að Íslendingar leiti tannlæknaþjónustu utan landsteinanna. Margar tannlæknastofur í Evrópu hafa ráðið til starfa Íslendinga sem starfa sem umboðsmenn fyrir stofurnar. Þá eru skipulagðar hópferðir þar sem séð er …
Athugasemdir