Landslið Belgíu vann landslið Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Moskvu á föstudaginn og sýnist þess albúið að gera raunverulega atlögu að gullinu. En hvaða land er Belgía? Og hver er sú þjóð sem nú fagnar árangri landsliðsins? Er það yfirleitt einhver sérstök þjóð sem býr í Belgíu?
Það skal tekið fram að hér verður löng og flókin saga rakin á ansi einfaldaðan hátt eins og nærri má geta.
Belgía skiptist, eins og flestir vita, nokkurn veginn í tvennt menningarlega séð. Í norðri búa Flæmingjar, sem tala tungu sem náskyld tungu nágrannanna í norðri, Hollendinga. Flæmingjar eru um 60 prósent Belga. Í suðri búa hins vegar Vallónar sem tala frönsku. Þeir eru 39 prósent þjóðarinnar en prósentið sem upp á vantar eru Þjóðverjar sem búa í nágrenni við þýsku landamærin.
Þessi skipting á rót sína að rekja til herferðar Júlíusar Caesars inn í Gallíu um miðbik fyrstu aldar fyrir Krist. Gallía var …
Athugasemdir