Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hef­ur mikl­ar efa­semd­ir um að hval­veið­ar Ís­lend­inga séu sjálf­bær­ar út frá um­hverf­is­leg­um, sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um sjón­ar­mið­um. Reglu­gerð­in sem heilm­ar hval­veið­ar Hvals hf. fell­ur úr gildi á næsta ári.

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“
Efast um forsendur hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra efast um forsendur hvalveiða og réttmæti þeirra. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa miklar efasemdir um að hvalveiðar Íslendinga sé réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Reglugerð frá árinu 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári en hún var sett í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi samgönguráðherra, þegar hann var ráðherra sjávarútvegsmála. Ríkisstjórn Katrínar Jakbosdóttur þarf að taka afstöðu til þess hvort hvalveiðum Íslendinga verði haldið áfram eða ekki og setja þarf nýja reglugerð til að heimila áframhaldandi veiðar. 

Orðrétt segir Katrín: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum.“  Þetta segir Katrín í svörum sínum við spurningum Stundarinnar um viðhorf hennar og ríkisstjórnar hennar til hvalveiða.

 

Fyrsta langreyðurinn í valnum

Svör Katrínar eru birt í úttekt blaðsins um Kristján Loftsson sem keyrt hefur hvalveiðar Hvals hf. áfram um árabil, allt frá árinu 2006 þegar 20 ára banni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár