Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa miklar efasemdir um að hvalveiðar Íslendinga sé réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Reglugerð frá árinu 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári en hún var sett í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi samgönguráðherra, þegar hann var ráðherra sjávarútvegsmála. Ríkisstjórn Katrínar Jakbosdóttur þarf að taka afstöðu til þess hvort hvalveiðum Íslendinga verði haldið áfram eða ekki og setja þarf nýja reglugerð til að heimila áframhaldandi veiðar.
Orðrétt segir Katrín: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum.“ Þetta segir Katrín í svörum sínum við spurningum Stundarinnar um viðhorf hennar og ríkisstjórnar hennar til hvalveiða.
Fyrsta langreyðurinn í valnum
Svör Katrínar eru birt í úttekt blaðsins um Kristján Loftsson sem keyrt hefur hvalveiðar Hvals hf. áfram um árabil, allt frá árinu 2006 þegar 20 ára banni …
Athugasemdir