Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðaþjónustufyrirtæki Icelandair endurspegla samdráttinn í ferðaþjónustunni

Hagn­að­ar­sam­drátt­ur tveggja ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja Icelanda­ir nam meira en 30 pró­sent­um milli ár­anna 2016 og 2017. Ann­að fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið sett í sölu­með­ferð. Hætt var við sam­ein­ingu hins fyr­ir­tæk­is­ins og Gray Line af ástæð­um sem eru ekki gefn­ar upp. Tekju­aukn­ing fyr­ir­tækj­anna er núll­uð út og gott bet­ur af mik­illi kostn­að­ar­aukn­ingu.

Ferðaþjónustufyrirtæki Icelandair endurspegla samdráttinn í ferðaþjónustunni
Samdrátturinn víðast hvar Ársreikningar dótturfélaga Icelandair sýna þann samdrátt sem einkenndi ferðaþjónustufyrirtæki árið 2017. Árið í ár er erfiðara en árið í fyrra á flestum bæjum. Mynd: Icelandair

Nýir ársreikningar tveggja stórra ferðaþjónustufyrirtækja í eigu flugrisans Icelandair endurspegla þann samdrátt sem á sér nú stað í íslenskri ferðaþjónustu.

Hagnaður Flugleiðahótela ehf., fyrirtækis sem rekur 19 hótel í landinu undir merkjum Icelandair og Eddu, og ferðaskrifstofunnar Iceland Travel ehf. dróst saman um 32 og 35 prósent milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt nýbirtum ársreikningum beggja fyrirtækja. Hagnaður Flugleiðahótela var tæplega 247 milljónir króna í fyrra en 361 milljóna króna 2016; hagnaður Iceland Travel var tæplega 335 þúsund evrur 2017, tæplega 42 milljónir króna, en 512 þúsund evrur 2016, tæplega 61 milljón króna.

Mikið hefur verið rætt um harðnandi árferði í íslenskri ferðaþjónustu síðustu mánuði og spurt hvað sé til ráða. Eftir því sem fleiri ársreikningar ferðaþjónustufyrirtækja verða opinberir skýrist myndin af stöðunni í geiranum betur.  

Selja hótelin og reyna sameininguIcelandair reynir að selja hótelin sín og áformaðir sameiningu ferðaskrifstofu sinnar. Bogi Nils Bogason er fjármálastjóri Icelandair.

Meira selt en minni hagnaður

Nýlega var greint frá því að Icelandair hefði ákveðið að reyna að selja hótelkeðjuna. Í samtali við Stundina sagði Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, að þetta væri gert til að skerpa fókusinn í starfseminni. „Icelandair Group er í eðli sínu flugfélag. Flugrekstur er okkar kjarnastarfsemi og er um 85% af veltu samstæðunnar. Miðað við okkar áætlanir mun þetta hlutfall aukast á næstu árum. Ákvörðunin nú snýst um að setja enn meiri rekstrar- og stjórnunarlegan fókus á flugreksturinn hjá Icelandair.“ 

Ársreikningur Flugleiðahótela, og minnkandi hagnaður, lá ekki fyrir þegar Stundin spurði Boga þessara spurninga en hann gerir það nú.

Bogi sagði að ákvörðunin um að selja hótelin snerist ekki um samdrátt í rekstrinum. „Ákvörðunin núna tengist ekki afkomunni heldur skýrari fókus í starfseminni.“

Ársreikningur Flugleiðahótela sýnir hins vegar að jafnvel þótt tekjur fyrirtækisins hafi aukist úr nærri 9,3 milljörðum upp í rúmlega 10,1 þó dróst hagnaðurinn saman um meira en 100 milljónir króna, að langmestu leyti vegna aukins kostnaðar við starfsemina. Flugleiðahótelin eru því tvímælaust ekki að skila þeirri arðsemi sem þau gerðu áður.

Bogi Nils neitaði því hins vegar að þetta væri skýringin á vilja Icelandair til að selja hótelin. „Í hreinskilni sagt þá hefðum við ekki sett félagið í söluferli ef við teldum horfurnar slæmar því það myndi að sjálfsögðu hafa neikvæð áhrif á verðið.  Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.  Landið getur ekki tekið við tugprósenta aukningu ár eftir ár,“ sagði hann.  

Fyrst staða félagsins var svona í fyrra má búast við því að hagur Flugleiðahótela verði verri á þessu ári, að frekari samdráttar muni gæta, þar sem staðan í ferðaþjónustunni er almennt séð þyngri í ár en í fyrra. Þá er gistinóttum að fækka milli ára en síðastliðin ár hefur verið stöðug aukning í notkun ferðamanna á hótelum á Íslandi.

Hagstofa Íslands greindi frá því lok maí að gistinóttum hefði fækkað um 7 prósent á milli áranna 2017 og 2018, farið frá 576600 niður í 534700. Á sama tíma er ljóst að komur ferðamanna eru fyrst nú, einnig eftir áralanga stöðuga fjölgun ferðamanna, byrjaðar að standa í stað en samanburður á fyrstu fjórum mánuðum ársins í ár og í fyrra sýnir svo litla fjölgun ferðamanna að tala má um stöðnun. 

Ekki gefið uppSigurdór Sigurðsson, sem sést hér með Þóri Garðarssyni, hefur ekki viljað gefa upp af hverju fyrirtækið sameinaðist ekki Iceland Travel í fyrra. Þeir tveir eru stærstu hluthafar Gray Line.

Launahækkanir vega þungt

Eitt af því sem aðilar í ferðaþjónustu hafa bent á sem skýringu á versandi afkomu eru launahækkanir sem tóku gildi á síðasta ári. Þannig lýsti Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, versnandi afkomu fyrirtækisins á síðasta ári en þá var tugmilljóna tap á rútufyrirtækinu: „Það er ýmislegt. Krónan styrktist umtalsvert í fyrra og hafði það töluverð áhrif. Launaþróun hefur verið töluvert upp á við, sérstaklega lægri laun, en mikið er um slík störf hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þetta er mjög mannfrek starfsemi og fer um helmingurinn af tekjum í launakostnað. Þetta rífur mikið í.“

Í samtali við Stundina tók framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Hópbíl í svipaðan streng og lýsti hann árinu 2018 sem „þungu“: „Þetta er gríðarlega þungt núna víðast hvar. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er þungt að vera með mikið af tekjum í erlendri mynt, og fá svo 20 til 25 prósent drop þar út af genginu, og fá svo kostnaðarhækkanir, sérstaklega á launalið, auk íþyngjandi opinberra gjalda. Stjórnvöld hafa hingað til tekið þessu sem sjálfsögðum hlut af því það hefur gengið mjög vel en nú er að koma annað hljóð í strokkinn og ég held að það þurfi að fara mjög varlega á næstu árum,“ sagði Guðjón. 

„Það strandaði eiginlega hvorugum megin“ 

Talsverðir erfiðleikar blasa því við rútufyrirtækjunum sem og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Eitt af þessum fyrirtækjum er rútufyrirtækið Gray Line. 

Hættu við sameininguna

Gray Line tengist dótturfélagi Icelandair, Iceland Travel ehf. þannig að til stóð að fyrirtækin myndu sameinast í fyrra. Eins og Stundin fjallaði um fyrir skömmu sendi Icelandair Group frá sér tilkynningu í október 2017 um að hætt hefði verið við viðskiptin af ótilgreindum ástæðum. 

Í nýlegu svari við fyrirspurn Stundarinnar um ástæður þessarar ákvörðunar sagði Bogi Nils gefi ekki upp forsendur samningsslitanna: „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá ákváðu samningsaðilar að hætta við samrunann eftir að niðurstöður áreiðanleikakannana lágu fyrir.  Við höfum og munum ekki tjá okkur frekar um málið.“ Til stóð að Icelandair myndi eiga 70 prósent í hinu sameinaða félagi og eigendur Gray Line 30 prósent. 

Þá vildi Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gray Line, heldur ekki gefa upp ástæðuna: „Það er trúnaður á milli okkar um það. […] Það strandaði eiginlega hvorugum megin,“ sagði hann en tap var á rekstri Gray Line árið 2017 og hefur 49 prósenta hlutur fjárfestingarfélags í eigu lífeyrissjóðanna sem keypti í Gray Line verið færður niður úr 1400 milljónum og niður í 900 milljónir. 

Tekjuaukning en hagnaðarsamdráttur

Ársreikningur Iceland Travel sýnir talsverðan samdrátt í rekstrinum milli ára. Tekjur voru umtalsvert hærri 2017 en 2016, fóru úr rúmlega 82 milljónum evra og upp í tæplega 105 milljónir evra árið 2017. Um var að ræða tekjuaukningu upp á 28 prósent. Á sama tíma minnkaði hagnaður fyrirtækisins um nærri 35 prósent á milli ára. Hagnaðurinn fór úr tæplega 512 þúsund evrum og niður í tæplega 335 þúsund evrur.  Ástæðan fyrir þessu er að kostnaðaraukningin við starfsemina núllaði út hagnaðaraukninguna í starfseminni og gott betur. Stóra spurningin er svo hvernig bókhald fyrirtækisins lítur út núna þar sem samdrátturinn í ferðaþjónustunni hefur víðast hvar aukist á milli ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár