Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir

Fé­lag í sam­stæðu flug­fé­lags­ins WOW air fékk lán frá Kópa­vogs­bæ fyr­ir lóða­gjöld­um út af bygg­ingu höf­uð­stöðva og hót­els í bæn­um. Ari­on banki veitti sam­stæðu WOW air 650 millj­óna króna lán fyr­ir hót­el­bygg­ing­um á varn­ar­liðs­svæð­inu gamla. WOW air svar­ar spurn­ing­um um fjár­mögn­un fé­lags­ins en í stjórn­kerf­inu fer nú fram vinna við hvernig bregð­ast eigi við mögu­leg­um rekstr­ar­erf­ið­leik­um fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, stærstu og mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein ís­lensku þjóð­ar­inn­ar.

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir
Ótrúlegur uppgangur Uppgangur Wow air, flugfélags Skúla Mogensen, síðastliðin ár hefur verið ótrúlegur og er félagið komið með um 50 milljarða króna tekjur á ári. Fjármögnun félagsins hefur vakið spurningar en miðað við svör Wow air er ekkert dularfullt við hana og eru einungis um 1 milljarðs króna lán frá bönkum í bókum félagsins.

Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir króna vegna byggingar höfuðstöðva WOW air og hótels á tveimur lóðum í bænum árið 2016. Um er að ræða lán vegna 90 prósent lóðagjalda út af lóðunum tveimur í Vesturvör þar sem WOW air mun byggja hótel. Lánin byggja á reglum hjá Kópavogsbæ sem kveða á um að einstaklingar og fyrirtæki sem fá úthlutað lóð geti tekið slík lán fyrir allt að 90 prósentum af lóðagjöldunum. Félagið sem byggir fasteignina heitir TF Kóp ehf. og er dótturfélag móðurfélags WOW air, fjárfestingarfélagsins Títan. 

Í svari frá Kópavogsbæ um málið segir: „Öllum sem fá úthlutað lóð í Kópavogi, einkaaðilum og fyrirtækjum, stendur til boða að fá allt að 90% lán fyrir lóðagjöldum. Með skuldabréfi á 1. veðrétti á lóð. Skuldabréfið er til allt að átta ára, með vísitölu neysluverðs, fasta 5% vexti og er uppgreiðanlegt á lánstímanum. Þegar aðilar fá 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár