Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Björn Ingi Hrafns­son, sem hef­ur ver­ið um­svifa­mik­ill und­an­far­in ár og yf­ir­tek­ið fjölda fjöl­miðla, er ógjald­fær eft­ir þrjú ár­ang­urs­laus fjár­nám. Hann er enn skráð­ur for­ráða­mað­ur rekstr­ar­fé­lags Arg­entínu steik­húss hjá fyr­ir­tækja­skrá, en seg­ist ekki tengd­ur fé­lag­inu. Fjöldi starfs­manna fékk ekki greidd laun og leit­aði til stétt­ar­fé­laga.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi hans tók yfir á þriðja tug fjölmiðla. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er ógjaldfær eftir þrjú árangurslaus fjárnám Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kröfuhöfum er nú heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta í persónulegu búi Björns Inga.

Fyrir áramót var Pressan ehf., hluti af fjölmiðlaveldi Björns Inga, tekin til gjaldþrotaskipta. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja lagði fram gjaldþrotabeiðni vegna ógreiddra iðgjalda starfsmanns upp á rúmlega 2,8 milljónir króna. Miklar deilur stóðu yfir vegna félagsins á síðasta ári. Félag tengt Róberti Wessmann, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu en stjórn Pressunnar ehf. ákvað eftir það að selja allar helstu eignir félagsins út úr því og til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir. Þetta var gert án vitneskju Dalsins ehf. og þýddi í reynd að Pressan ehf. var búin að selja þær eignir sem Dalurinn ehf. var nýbúinn að kaupa í.

Árni Harðarson, forsvarsmaður Dalsins ehf., sagði í tilkynningu 20. febrúar að Björn Ingi hefði hótað sér og boðist til að greiða sex milljóna króna skuldir með úttektarheimildum á steikum á Argentínu steikhúsi, sem hann eignaðist í haust. Aðstandendur Dalsins hafa kært Björn Inga fyrir fjárdrátt. Hann lýsti því yfir í febrúar að hann hefði kært þá á móti fyrir fjársvik.

Er enn skráður fyrir Argentínu

Björn Ingi er enn prókúruhafi og stjórnarmaður BOS ehf. sem rekur Argentínu steikhús, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi á fimmtudag sagðist Björn Ingi ekki vera með félagið lengur. Árangurslaust fjárnám var gert í félaginu í febrúar, en lífeyrissjóðir höfðu sent greiðsluáskoranir vegna ógreiddra iðgjalda tveimur mánuðum eftir að BOS tók við rekstrinum í haust.

Ómar Freyr Birgisson, fyrrum yfirþjónn á Argentínu, segir félagið hafa almennt greitt laun of seint og að hann eigi enn inni ógreidd laun síðan hann hætti um áramótin. Hefur hann vísað málinu til Matvæla- og veitingafélags Íslands (MATVÍS).

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, staðfestir að félaginu hafi borist erindi vegna vangreiddra launa starfsmanna Argentínu og unnið sé að málinu í samstarfi við Eflingu stéttarfélag. „Það voru ekki greidd út laun í lokin og við erum að skoða hvort það sé eitthvað fleira sem hangir á spítunni,“ segir Óskar.

Samkvæmt tilkynningu frá Argentínu á Facebook síðu steikhússins frá 5. apríl sprakk hitavatnslögn í húsnæðinu og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Tilkynnt verði hvenær framkvæmdum lýkur og staðurinn opnar aftur. Jafnframt er tekið fram að gjafabréf sem renni út á þeim tíma verði framlengd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
4
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár