Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Líf­eyr­is­sjóð­ur Vest­manna­eyja lagði fram gjald­þrota­beiðni út af skuld Press­unn­ar ehf. við sjóð­inn. Borg­aði ekki ið­gjöld starfs­manns í marga mán­uði. Press­an ehf. skuld­ar bíla­leigu 2,7 millj­ón­ir út af jeppa sem Björn Ingi Hrafns­son fékk frá fyr­ir­tæk­inu en heild­ar­greiðsl­ur út af jepp­an­um nema 8,3 millj­ón­um.

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns
Beiðni um gjaldþrotaskipti Beiðni Lífeyrissjóðs Vestmanneyja um gjaldþrot Pressunnar ehf. vegna vangreiddra iðgjalda starfsmanns félagsins var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir tveimur vikum. Björn Ingi Hrafnsson var eigandi og stjórnarformaður Pressunnar ehf. Mynd: Skjáskot af ÍNN

2,7 milljóna króna skuld út af leigu á Landrover-jeppa fyrir Björn Inga Hrafnsson er útistanandi í bókhaldi Pressunnar ehf. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Eins og miðilinn greindi frá fyrir síðustu helgi fékk Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og útgefandi fjölmiðla Pressunnar ehf., afnot af jeppanum sem hluta af starfskjörum sínum síðastliðin ár. Leigan á bílnum var 350 þúsund krónur á mánuði. Heimildir Stundarinnar herma að einungis 8,3 milljónir af tæplega 11 milljóna leigu bílsins hafi verið greiddar til bílaleigunnar Arma ehf. Þetta þýðir að Pressan ehf. greiddi ekki af bílnum í meira en sjö mánuði á meðan Björn Ingi hafði afnot af honum. 

Pressan ehf. var móðurfélag fjölmiðlafyrirtækis sem Björn Ingi kom á laggirnar sem átti meðal annars Eyjuna, Pressuna, DV, Bleikt og ýmis héraðsfréttablöð. Björn Ingi tjáði sig sjálfur um jeppann í síðustu viku og sagði Stundinni frá því að hann væri búinn að skila jeppanum; hann sagðist hafa fengið reikning fyrir desembermánuð sendan á sína kennitölu. Í færslu á Facebook sagði hann frá því að jeppinn hefði verið hluti af „starfskjörum“ hans. Björn Ingi var sjálfur stjórnarformaður Pressunnar ehf. og stýrði stjórninni við annan manns, Arnar Ægisson, sem er viðskiptafélagi hans til margra ára sem stýrt hefur fjármálum fjölmiðla Björns Inga.

Greiddu ekki iðgjöld starfsmanns

Farið hefur verið fram á að Pressan ehf. verði tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta var í gert í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn fyrir tveimur vikum. Gjaldþrotabeiðnin kom frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja.  Úrskurður um hvort fyrirtækið verður tekið gjaldþrotaskipta eða ekki verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn kemur, á morgun það er að segja. Krafa lífeyrissjóðsins hljóðar upp á rúmlega 2.8 milljónir króna en þar af er höfuðstóll kröfunnar rúmlega 2 milljónir króna. 

„Þetta eru iðgjöld launþega sem eru í vanskilum“

Í samtali við Stundina segir Haukur Jónsson, forstjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, að sjóðurinn hafi lagt beiðnina fram vegna ógreiddra iðgjalda af einum sjóðsfélaga. Pressan ehf. greiddi ekki iðgjöld af launum starfsmannsins frá seinni hluta síðasta árs og fram á þetta ár segir Haukur. „Þetta eru iðgjöld launþega sem eru í vanskilum og við erum bara að reyna að tryggja kröfuna með eðlilegum hætti. Þetta eru nokkrir mánuðir sem eru í vanskilum og myndar þokkalega kröfu. Við erum bara að fylgja hefðbundnum verklagsreglum,“ segir forstjórinn en umrædd vanskil áttu sér stað í eigendatíð Björns Inga Hrafnssonar þegar Pressan ehf. var móðurfélag DV ehf., Pressunnar, Eyjunnar og fleiri fjölmiðla. Hann segir að Pressan ehf. hafi ekki haft samband við lífeyrissjóðinn til að greiða kröfuna upp og eftir atvikum reyna að forðast gjaldþrotaskipti félagsins. 

Haukur segir því að af öllu óbreyttu þá stefni Pressan ehf. í gjaldþrot út af málinu. Forstjórinn segir að lífeyrissjóðurinn hafi lagt fram tryggingu fyrir skiptakostnaði í málinu, 300 þúsund krónur.   

Harðar deilur staðið yfir

Miklar deilur hafa staðið yfir vegna eignarhalds Pressunnar ehf. og tengdra félaga síðastliðna mánuði á milli Björns Inga Hrafnssonar og aðila honum tengdum og Róberts Wessmann og aðila honum tengdum. Félag tengt Róberti, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu en stjórn Pressunnar ehf. ákvað eftir þetta að selja allar helstu eignir félagsins út úr því og til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir. Þetta var gert án vitneskju Dalsins ehf. og þýddi í reynd að Pressan ehf. var búin að selja þær eignir sem Dalurinn ehf. var nýbúinn að kaupa í.  Litlar eignir eru því eftir inni í félaginu Pressan ehf. og óljóst hversu mikið kröfuhafar félagsins muni fá upp í kröfur sínar.

Síðan þetta gerðist hefur verið skipuð ný stjórn yfir Pressuna ehf. sem er nú mönnuð aðilum á vegum Dalsins, meðal annars Ómari Valdimarssyni. Hin nýja stjórn vill að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem búið er að rýra eignir þess svo mikið með sölunni á fjölmiðlunum til Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. 

Í ljós hefur komið að heildarskuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga við opinbera aðila eins og tollstjóra út af rimlagjöldum nam um 500 milljónum króna í lok síðasta árs. Kröfur á hendur Pressunni ehf. munu því að öllum líkindum verða verulegar en auk þess á félagið Útvörður ehf. í málaferlum við Pressuna út af 90 milljóna króna láni sem veitt var árið 2014 til að kaupa DV ehf. Þá hefur sænskt ráðgjafafyrirtæki stefnt Pressunni út af 40 milljóna króna skuld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
10
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár