Tæplega 230 milljóna króna hagnaður var á verslun íslenska fataframleiðandans 66° Norður í fFugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði árið 2016. Verslunin seldi þá vörur fyrir rúmlega 1.380 milljónir króna og jókst salan um tæplega 250 milljónir króna á milli ára. Rekstrarfélag verslunarinnar, Miðnesheiði ehf., gat fyrir vikið greitt 400 milljóna króna arð til móðurfélags 66° Norður, Sjóklæðagerðarinnar ehf., en rekstur verslunarinnar hefur gengið ótrúlega vel á liðnum árum og var tæplega 220 milljóna króna hagnaður á henni árið 2015. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi Miðnesheiðar ehf. fyrir árið 2016.
66° Norður var eitt af þeim fyrirtækjum sem var valið til að fá að vera með verslun í Leifsstöð í umdeildu útboði rekstraraðila Leifsstöðar, ríkisfyrirtækisins Isavia, árið 2014.
Eigendur 66° Norður eru Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Bjarney Harðardóttir.
Veltan og hagnaðurinn af fyrirtæki þeirra sýnir hversu verðmætt verslunarrýmið í Leifsstöð getur verið fyrir eigendur verslana sem þar eru …
Athugasemdir