Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Tvö mál vegna út­boðs­ins um­deilda á versl­un­ar­rým­inu í Leifs­stöð ár­ið 2014 eru enn­þá fyr­ir dóm­stól­um. Drífa ehf., Icewe­ar, rek­ur sitt mál fyr­ir dóm­stól­um og Kaffitár reyn­ir að fá upp­lýs­ing­ar um út­boð­ið eft­ir op­in­ber­um leið­um. Á með­an græða fyr­ir­tæk­in, sem Drífa og Kaffitár áttu í sam­keppni við, á tá á fingri í Leifs­stöð ár eft­ir ár.

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð
Hættir ekki Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, hættir ekki að reyna að leita upplýsinga um útboð Isavia á verslunarrými í Leifsstöð árið 2014. Fyrirtækið, sem meðal annars var tekið fram yfir Kaffitár, Lagardére Travel Retail, græðir vel á starfsemi sinni. Mynd: ODD STEFAN

Tæplega 230 milljóna króna hagnaður var á verslun íslenska fataframleiðandans 66° Norður í fFugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði árið 2016. Verslunin seldi þá vörur fyrir rúmlega 1.380 milljónir króna og jókst salan um tæplega 250 milljónir króna á milli ára. Rekstrarfélag verslunarinnar, Miðnesheiði ehf., gat fyrir vikið greitt 400 milljóna króna arð til móðurfélags 66° Norður, Sjóklæðagerðarinnar ehf., en rekstur verslunarinnar hefur gengið ótrúlega vel á liðnum árum og var tæplega 220 milljóna króna hagnaður á henni árið 2015. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi Miðnesheiðar ehf. fyrir árið 2016. 

66° Norður var eitt af þeim fyrirtækjum sem var valið til að fá að vera með verslun í Leifsstöð í umdeildu útboði rekstraraðila Leifsstöðar, ríkisfyrirtækisins Isavia, árið 2014. 

Eigendur 66° Norður eru Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Bjarney Harðardóttir. 

Veltan og hagnaðurinn af fyrirtæki þeirra sýnir hversu verðmætt verslunarrýmið í Leifsstöð getur verið fyrir eigendur verslana sem þar eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Útboð í Leifsstöð

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði
FréttirÚtboð í Leifsstöð

Í gull­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar á Mið­nes­heiði

Harð­ar deil­ur hafa stað­ið um út­boð­ið á versl­un­ar­hús­næði í Leifs­stöð ár­ið 2014 og eru tvö mál enn í kerf­inu og eða fyr­ir dóm­stól­um. Fyr­ir­tæk­in í Leifs­stöð eru flest gull­nám­ur fyr­ir eig­end­ur sína og má til dæm­is nefna Lag­ar­dére Tra­vel Retail sem nær ein­ok­ar sölu á mat­vöru í Leifs­stöð og 66° Norð­ur. Stund­in birt­ir hér út­tekt á versl­un­ar­rým­inu í Leifs­stöð sem sýn­ir um­svif, tekj­ur, veltu og hagn­að hvers fyr­ir­tæk­is þar sem þess­ar upp­lýs­ing­ar eru að­gengi­leg­ar.
Fyrirtæki aðstoðarkaupfélagsstjóra KS borgar út 100 milljónir vegna matarsölu í Leifsstöð
FréttirÚtboð í Leifsstöð

Fyr­ir­tæki að­stoð­ar­kaup­fé­lags­stjóra KS borg­ar út 100 millj­ón­ir vegna mat­ar­sölu í Leifs­stöð

Lag­ar­dére Tra­vel Retail ehf. hef­ur greitt tæp­lega 130 millj­óna króna arð til hlut­hafa sinna á tveim­ur fyrstu rekstr­ar­ár­um sín­um. Kaup­fé­lags­stjóri hjá KS, Sig­ur­jón Rún­ar Rafns­son, var með­al stjórn­enda fé­lags­ins, sem fékk versl­un­ar­rými í Leifs­stöð í um­deildu út­boði ár­ið 2014. Ný­ir hlut­haf­ar í Lag­ar­dére Tra­vel Retail vilja ekk­ert segja um við­skipti sín. Aðaheið­ur Héð­ins­dótt­ir í Kaffitári stend­ur í ströngu við að leita rétt­ar síns gegn rík­is­fyr­ir­tæk­inu Isa­via út af út­boð­inu.
Isavia hafnar því að tengslin við Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á útboðið í Leifsstöð
FréttirÚtboð í Leifsstöð

Isa­via hafn­ar því að tengsl­in við Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hafi haft áhrif á út­boð­ið í Leifs­stöð

Rekstr­ar­fyr­ir­tæki Leif­stöðv­ar seg­ir að hag­stæð­asta til­boð­ið hafi ein­fald­lega ver­ið val­ið í út­boði um versl­un­ar­pláss í Leifs­stöð í fyrra. Isa­via mun fara alla leið með mál Kaffitárs sem enn hef­ur ekki feng­ið gögn­in um út­boð­ið. Isa­via seg­ir að tengsl við Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hafi ekki haft áhrif á að fyr­ir­tæki í eigu ís­lenska eign­ar­halds­fé­lags­ins NQ ehf. og franska flug­vallar­fyr­ir­tæk­is­ins Lag­ar­dére fékk út­hlut­að hús­næði und­ir sex rekstr­arein­ing­ar í Leifs­stöð.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár