Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Svig­rúm­ið skýrist með­al ann­ars af breytt­um for­send­um, lægri vaxta­kostn­aði rík­is­ins og ein­skiptis­tekj­um auk þess sem klip­ið er af rekstr­araf­gang­in­um.

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Samkvæmt fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða frumgjöld ríkisins, þ.e. heildargjöld að frádregnum vaxtagjöldum, um 35 milljörðum hærri árið 2019 á verðlagi þess árs heldur en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. 

Þessi mismunur er fyrst og fremst dekkaður með svigrúminu sem skapast vegna þess að vaxtakostnaður ríkissjóðs verður lægri en áður var áætlað, en einnig með einskiptistekjum í formi arðgreiðslna frá bönkunum og með því að klípa af rekstrarafgangi ríkisins. 

Viðbótararðgreiðslur bankanna nema 8 milljörðum árið 2019, en þá verða jafnframt vaxtagjöld 13,7 milljörðum lægri heldur en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fyrirrennara Bjarna á ráðherrastóli. Þetta skapar útgjaldasvigrúm upp á samtals 21,7 milljarða. 

Ofan á það eru 12,2 milljarðar klipptir af fjárlagaafganginum sem fyrri ríkisstjórn reiknaði með árið 2019. Samtals jafngilda þessar ráðstafanir nær öllum útgjaldamismununinum milli fjármálaáætlunar Benedikts og fjármálaáætlunar Bjarna árið 2019. 

Samhliða útgjaldaaukningunni verða skattar lækkaðir um 7,2 milljarða á næsta ári. Tryggingagjald lækkar úr 6,85% í 6,6% auk þess sem virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár