Hvorki Landspítali-háskólasjúkrahúss né Karolinska-sjúkrahúsið í Svíþjóð hafa náð tali af eftirlifandi eiginkonu Andemariams Beyene, fyrsta plastbarkaþegans í heiminum og fyrsta fórnarlambi ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarinis, vegna mögulegrar fjárhagsaðstoðar til hennar út af andláti eiginmannsins. Þetta kemur fram í svari frá Landspítalanum við spurningu Stundarinnar um hvort sjúkrahúsið ætli að veita konunni, Merhawit Baryamikael Tesfaslase, fjárhagsaðstoð svo hún geti leitað réttar síns gegn Karolinska-sjúkrahúsinu, og eða öðrum sænskum stofnunum sem kunna að vera bótaskyldar út af meðferðinni á eiginmanni hennar árið 2011 þegar hann var notaður sem tilraunadýr í fyrstu plastbarkaaðgerð sögunnar.
Erfitt að ná í Merhawit
Í skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið frá því síðla árs 2017 er bent á að eðlilegt …
Athugasemdir