Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólst upp hræddur við byssuna

Banda­ríski há­skóla­nem­inn Gray­son Del Faro missti skóla­fé­laga í byssu­árás.

Ólst upp hræddur við byssuna
Grayson Del Faro Segir að miðstéttarfólk í Bandaríkjunum sé lamað af ótta við skotvopn. Hann vinnur að því að fá landvistarleyfi á Íslandi.

Þegar ég ræði við upplýst fólk í Evrópu kemur alltaf á óvart hvað það gerir sér illa grein fyrir því hversu mikil ógn skotvopn eru fyrir Bandaríkjamönnum. Í þáttum eins og The Wire hefur fólk séð hvernig fátækt fólk í minnihlutahópum þarf að berjast fyrir lífi sínu og lifir í stöðugum ótta við byssuhvelli, þegar raunin er sú að megnið af hvítu millistéttinni í úthverfunum er lömuð af hræðslu við skotvopn og ofbeldi.

Ég var 17 ára mennaskólanemi í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum þegar skotárás var gerð á verslunarmiðstöð. Nokkrir dóu í árásinni, þar á meðal 15 ára stelpa sem var með mér í skóla. Móðir hennar var líka skotin en lifði það af. Mér fannst skrítið að mæta aftur í skólann eftir skotárásina. Andrúmsloftið hafði breyst. Nokkrum árum síðar var ég að vinna í gjafavörubúð í þessari verslunarmiðstöð, en fólkið þar og í skólanum jafnaði sig aldrei á þessu voðaverki. Ég held reyndar að borgin hafi ekki enn jafnað sig, ellefu árum síðar.

Stelpan sem ég þekkti og lést í árásinni var í leiklistarhópi í skólanum, sem var að setja upp leikrit sem hét: „Bang, bang, you’re dead,“ og fjallaði um skotárás út frá sjónarhorni árásarmannsins og hvernig fólk bregst mismunandi við áföllum. Skilaboðin voru að við ættum að vera góð við hvert annað, því við vitum ekki hvað aðrir eru að ganga í gegnum.

Skólinn bannaði leiklistarhópnum að sýna verkið, því það þótti of viðkvæmt, en kennarinn sem hélt utan um þetta sagði að einmitt vegna þessa harmleiks þyrfti að sýna það. Á endanum buðust kirkjur til þess að hýsa sýningarnar.

Vandinn er bara sá að þetta ofbeldi er svo algengt að við Bandaríkjamenn vitum ekki hvernig við eigum að horfast í augu við það þannig að við búum til fjarstæðukenndar afsakanir og réttlætingar. Stundum er það ena sem við getum gert að hlæja, af því að þetta er svo absúrt, en það leysir heldur ekkert.

Það tók mig mörg ár að sætta mig við að ég vildi ekki lifa í svona ótta, og eftir að ég fór að ferðast og flutti hingað gerði ég mér loks grein fyrir því að ég þarf ekki að gera það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár