Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vantraust á dómsmálaráðherra: Logi býst við stuðningi stjórnarliða

Stjórn­ar­and­stað­an und­ir­býr van­traust­stil­lögu gegn Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, sem braut lög við skip­an dóm­ara í Lands­rétt. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar býst við stuðn­ingi frá ein­hverj­um stjórn­ar­liða.

Vantraust á dómsmálaráðherra: Logi býst við stuðningi stjórnarliða
Sigríður Andersen Vantraust á dómsmálaráðherra verður líklega til umræðu á Alþingi. Mynd: Haraldur Gudjonsson/hag

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi hyggjast á næstunni leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í desember að hún hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt.

„Það er hlutverk forsætisráðherra að vera með innanborðs fólk sem hún treystir og ég átta mig ekki á því hvernig hún getur treyst ráðherra sem í tvígang hefur verið dæmd,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og vísar þar í að embættisfærsla ráðherra var metin ólögleg á tveimur dómsstigum.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa fundað um málið og hyggjast hittast aftur til að ræða hvernig standa skuli að tillögunni. Vonast þeir eftir breiðri samstöðu um vantrauststillöguna, að sögn Loga.

„Varðandi stuðninginn, þá býst ég við því að það hljóti að vera stuðningur líka frá einhverjum stjórnarliða,“ segir Logi. „Málið er bara þannig að það er bara næstum því óhugsandi að það muni allir bíta á jaxlinn og láta önnur sjónarmið en réttlætið ráða atkvæði sínu.“

Flokkarnir sem standa að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur innihalda 34 þingmenn af 63, en tveir þingmanna Vinstri grænna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmálann. Því er ljóst að hvert atkvæði stjórnarliða mun skipta máli í að verja dómsmálaráðherra vantrausti.

Óvissa verði dómurum gert að víkja

Umboðsmaður Alþingis lýsti því yfir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir helgi að hann teldi ekki tilefni til að hefja frumkvæðisrannsókn á ákvörðunum dómsmálaráðherra vegna skipun dómara við Landsrétt. Nefndin hafði gert hlé á umfjöllun um málið 6. febrúar til þess að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hefja ætti slíka rannsókn.

Búist er við niðurstöðu Hæstaréttar í vikunni varðandi vanhæfniskröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns gegn Arnfríði Einarsdóttur, eins þeirra dómara sem Sigríður skipaði við Landsrétt. Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, sem vék úr oddvitasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Sigríði.

Verði Arnfríði gert að víkja mun töluverð óvissa skapast um þá fjóra dómara sem Sigríður skipaði en ekki voru taldir með þeim hæfustu að mati dómnefndar. Telji Hæstiréttur hana ekki þurfa að víkja er möguleiki á að málinu verði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Ætlum við að horfa upp á það að allir dómar sem einstakir dómarar kveða upp á þeim tíma verði dæmdir ólöglegir?“

„Það er ljóst að hún stóð ekki rétt að þessu,“ segir Logi. „Í ljósi fordæma frá Evrópu, bæði frá EFTA og Mannréttindadómstólnum, í málum er varða skipan dómara og eru á engan hátt jafn alvarleg og þetta mál er, þá mun þetta mál geta skaðað okkur stórkostlega. Ætlum við að horfa upp á það að allir dómar sem einstakir dómarar kveða upp á þeim tíma verði dæmdir ólöglegir? Mun það kosta íslenska ríkið skaðabætur? Lágmarkið er auðvitað að dómsmálaráðherra víki þá.“

Sigríður nýtur trausts Katrínar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, vakti máls á þessu og bréfi umboðsmanns í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af dómskerfinu og bæri traust til þess. „Nýtur dómsmálaráðherra trausts forsætisráðherra sem yfirmaður dómsmála á Íslandi?“ spurði Helga Vala. Hún taldi að ríkið gæti orðið skaðabótaskylt, fari málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

„Ég ber almennt traust til dómskerfisins í landinu, ég geri það,“ svaraði Katrín. „Hvað varðar traust mitt á dómsmálaráðherra hæstvirtum þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“

Hún taldi að öðru leyti ekki ástæða til að framkvæmdavalið tjái sig um dómsmál áður en niðurstöður liggja fyrir. Katrín hefur áður gefið út að hún líti ekki á Landsréttarmálið sem afsagnarsök fyrir Sigríði Andersen. Í sama streng hafa tekið Bjarkey Olsen, formaður þingflokks Vinstri grænna og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu