Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Kemur ekki til greina að samþykkja þjóðgarð“

Land­eig­andi í Ófeigs­firði í Ár­nes­hreppi hafn­aði hug­mynd­um um að kanna kosti þess að stofna þjóð­garð á Strönd­um í stað þess að heim­ila fram­kvæmd­ir við Hvalár­virkj­un.

„Kemur ekki til greina að samþykkja þjóðgarð“
Pétur í Ófeigsfirði Eigandi ríflega 72 prósent jarðarinnar Ófeigsfjarðar í samnefndum firði, útilokar þjóðgarð í stað virkjunar. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Pétur Guðmundsson, landeigandi í Ófeigsfirði á Ströndum, hafnaði því alfarið að skoða möguleikann á stofnun þjóðgarðs í norðurhluta Árneshrepps, í stað þess að heimila framkvæmdir við svokallaða Hvalárvirkjun, sem myndi hafa „talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu og skerða stærsta ósnortna víðerni Vestfjarða. 

Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Ikea á Íslandi, sendi sveitarstjórn Árneshrepps erindi í október með tilboði um að hann stæði undir kostnaði við gerð skýrslu um áhrif þess á svæðið að stofna þjóðgarð.

Pétur í Ófeigsfirði, sem hefur sumardvöl í firðinum, sem annars er í eyði eins og svæðið allt norðan Norðurfjarðar, skrifaði Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita sveitarstjórnar, bréf til sveitarstjórnar um efnið 27. nóvember síðastliðinn.

„Eva Sigurbjörnsdóttir hafði samband við mig út af athugasemdum frá Sigurði Gísla Pálmasyni. Við þeim athugasemdum vil ég bregðast með eftirfarandi. Þjóðgarður verður ekki stofnaður nema með leyfi landeigenda. Frá minni hendi kemur ekki til greina að samþykkja þjóðgarð í landi Ófeigsfjarðar,“ segir í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu