Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Alger viðsnúningur í málflutningi Sigríðar Andersen

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra styðst nú við allt aðra túlk­un á dóm­stóla­lög­um held­ur en hún og stjórn­ar­meiri­hlut­inn gerðu við þing­með­ferð Lands­rétt­ar­máls­ins síð­asta sum­ar. Nú seg­ir hún skip­un­ar­vald­ið og ábyrgð­ina liggja hjá Al­þingi en ekki ráð­herra.

Alger viðsnúningur í málflutningi Sigríðar Andersen
Sigríður Andersen Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipun dómara í Landsrétt, þar sem hún uppfyllti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði áherslu á það á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun að það væri Alþingi sem hefði farið með ákvörðunarvaldið og skipunarvaldið þegar skipaðir voru dómarar við Landsrétt. „Þingið hafði ákvörðunarvaldið. Það skiptir nú öllu máli. Það hafði skipunarvaldið,“ sagði ráðherra. „Alþingi klárlega ber ábyrgð á skipuninni, það er Alþingi sem staðfesti skipunina.“

Þessi málflutningur stangast á við sjónarmið sem ráðherra setti fram á Alþingi síðasta sumar þegar rætt var um skipun Landsréttardómara, en jafnframt gengur hann í berhögg við þá lagatúlkun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lagði til grundvallar í áliti sínu um um tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt sem lagt var fram þann 31. maí 2017. Í álitinu er einvörðungu talað um ráðherra sem veitingarvaldshafa í málinu en ekki Alþingi. 

Sjálf sagði Sigríður Andersen í umræðum um málið á þinginu 31. maí 2017: „Það er ráðherra sem hefur veitingarvaldið og ber á því ábyrgð, bæði pólitíska og stjórnsýslulega ábyrgð.“ Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi rökstuðninginn sem fylgdi tillögu ráðherra til Alþingis um dómaraefni sama dag sagði Sigríður: „Það kann að vera að háttvirtur þingmaður sé ekki sáttur við niðurstöðuna. Hann þarf þá að eiga það við sig en ráðherrann ber ábyrgðina.“ Að sama skapi sagði Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: „Ráðherra ber stjórnskipulega, lagalega og pólitíska ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hann tekur.“

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, benti á það á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar áðan að málflutningur ráðherra hefði tekið stakkaskiptum að því er varðar ábyrgð Alþingis annars vegar og ábyrgð ráðherra hins vegar. „Ráðherra sagði margoft að hún bæri ein ábyrgð á þessu máli. Nú vill hún varpa þessari ábyrgð til þingsins,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár