Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Áslaug Frið­riks­dótt­ir, fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mátti ekki dreifa bæk­ling­um á fundi Hvat­ar í Val­höll því at­kvæða­greiðsla ut­an kjör­fund­ar var þeg­ar haf­in í sömu bygg­ingu.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafði afskipti af dreifingu kynningarefnis fyrir framboð Áslaugar Friðriksdóttur í leiðtogaprófkjörinu í Reykjavík á hádegisfundi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, í Valhöll í gær.

Ástæðan er sú að utankjörfundaratkvæðagreiðsla var í gangi í sömu byggingu meðan á fundinum stóð og áróður er bannaður á kjörstað. 

Áslaug segir í samtali við Stundina að sér hafi komið á óvart að hún mætti ekki kynna framboðið sitt á fundinum, enda hafi atkvæðagreiðslan farið fram á annarri hæð í byggingunni. 

Hún tekur fram að venjulega hafi Hvöt staðið að sérstökum fundi fyrir kvenframbjóðendur í Reykjavík, en nú hafi hún verið eina konan sem var í framboði.

Haldinn hafi verið hádegisfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og sér verið boðið að halda erindi ásamt fleiri sjálfstæðiskonum. 

„Kannski eru menn eitthvað að fara á taugum. Ef svo er ég þá lít ég á þetta sem styrkleikamerki fyrir mitt framboð,“ sagði Áslaug í gær þegar Stundin og Vísir.is greindu frá því að hann hefði verið meinað að halda erindi á fundinum á þeim grundvelli að áróður á kjörstað væri bannaður. 

„Það er langt síðan fundurinn var auglýstur og það hefði þá átt að gera athugasemd við þetta fyrr,“ segir Áslaug í samtali við Stundina og staðfestir að höfð hafi verið afskipti af dreifingu hennar á kynningarefni. Hún segist hafa talið sig vera í fullum rétti til að dreifa slíku efni á fundinum, enda væri kjörstaður ekki á þeirri hæð sem fundurinn fór fram heldur á annarri hæð í byggingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár