Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Áslaug Frið­riks­dótt­ir, fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mátti ekki dreifa bæk­ling­um á fundi Hvat­ar í Val­höll því at­kvæða­greiðsla ut­an kjör­fund­ar var þeg­ar haf­in í sömu bygg­ingu.

Stöðvuð við dreifingu kynningarefnis í Valhöll

Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafði afskipti af dreifingu kynningarefnis fyrir framboð Áslaugar Friðriksdóttur í leiðtogaprófkjörinu í Reykjavík á hádegisfundi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, í Valhöll í gær.

Ástæðan er sú að utankjörfundaratkvæðagreiðsla var í gangi í sömu byggingu meðan á fundinum stóð og áróður er bannaður á kjörstað. 

Áslaug segir í samtali við Stundina að sér hafi komið á óvart að hún mætti ekki kynna framboðið sitt á fundinum, enda hafi atkvæðagreiðslan farið fram á annarri hæð í byggingunni. 

Hún tekur fram að venjulega hafi Hvöt staðið að sérstökum fundi fyrir kvenframbjóðendur í Reykjavík, en nú hafi hún verið eina konan sem var í framboði.

Haldinn hafi verið hádegisfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og sér verið boðið að halda erindi ásamt fleiri sjálfstæðiskonum. 

„Kannski eru menn eitthvað að fara á taugum. Ef svo er ég þá lít ég á þetta sem styrkleikamerki fyrir mitt framboð,“ sagði Áslaug í gær þegar Stundin og Vísir.is greindu frá því að hann hefði verið meinað að halda erindi á fundinum á þeim grundvelli að áróður á kjörstað væri bannaður. 

„Það er langt síðan fundurinn var auglýstur og það hefði þá átt að gera athugasemd við þetta fyrr,“ segir Áslaug í samtali við Stundina og staðfestir að höfð hafi verið afskipti af dreifingu hennar á kynningarefni. Hún segist hafa talið sig vera í fullum rétti til að dreifa slíku efni á fundinum, enda væri kjörstaður ekki á þeirri hæð sem fundurinn fór fram heldur á annarri hæð í byggingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár