Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Eina leið­in fyr­ir Ey­þór Arn­alds til að verða borg­ar­stjóri er að fá með sér Kol­brúnu Bald­urs­dótt­ur í Flokki fólks­ins, Vig­dísi Hauks­dótt­ur í Mið­flokkn­um og Við­reisn.

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri
Eyþór, Líf og Þórdís Enginn raunhæfur meirihluti verður myndaður án Viðreisnar í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Eina leið Eyþórs Arnalds í borgarstjórastólinn, ef marka má fyrri yfirlýsingar borgarfulltrúa, er að fá til samstarfs við sig Flokk fólksins og Viðreisn, ásamt Miðflokknum.

Bæði Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, Líf Magneudóttir í Vinstri grænum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistaflokknum  og Dóra Björt Guðjónsdóttir hjá Pírötum hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Eina meirihlutamunstrið sem verður til þess að Eyþór Arnalds verði borgarstjóri er að Sjálfstæðisflokkurinn, með 8 borgarfulltrúa, fái til samstarfs við sig tvo borgarfulltrúa Viðreisnar, Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur og Pawel Bar­toszek, og Kolbrúnu Baldursdóttur hjá Flokki fólksins, ásamt Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. Þannig næðist naumasti möguleik meirihluti, með 12 af 23 borgarfulltrúum. 

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Flokks fólksins, starfaði áður innan Sjálfstæðisflokksins. Hún gaf kost á sér í prófkjörum flokksins árin 2006 og 2009. Á kynningarfundi Flokks fólksins í apríl sagðist hún ekki eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum lengur, af málefnalegum ástæðum, en kvaðst ekki útiloka samstarf með flokknum eftir kosningar.

Pawel Bartoszek var áður virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins, en lýsti því yfir í nótt að Viðreisn ætti meira sameiginlegt með fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta í skipulagsmálum en í atvinnumálum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil og hefur starfað hjá Reykjavíkurborg, meðal annars sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum gaf til kynna í nótt að hún væri opin fyrir samstarfi við alla. Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa hins vegar útilokað samstarf við Miðflokkinn.

Til þess að verða borgarstjóri þarf Eyþór Arnalds að fá alla þessa aðila til samstarfs við sig, og fyrst og fremst treysta á að Viðreisn velji samstarf með honum frekar en Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Fulltrúar Viðreisnar hafa vísað í að málefnin munu ráða þar för.

„Þetta er mjög opin staða,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Okkar stefna er mjög skýr og var mjög ítarleg eins og fólk gat séð. Það er mjög margt sem við eigum sameiginlegt með núverandi meirihluta. Við vorum mjög afdráttarlaus í afstöðu okkar til Borgarlínu og því að gefa umferðinni greiðari leið í gegnum stokka og svoleiðis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár