Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kallaði sig „niðurskurðarkónginn“: Ánægður með að hafa lagt niður safn og segir borgina kaupa of dýr hrísgrjón

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi til margra ára og fram­bjóð­andi í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, spurði hvort ef til vill mætti „leggja nið­ur bóka­söfn­in“ og sagði emb­ætt­is­menn fyrst og fremst hugsa um sjálfa sig.

Kallaði sig „niðurskurðarkónginn“: Ánægður með að hafa lagt niður safn og segir borgina kaupa of dýr hrísgrjón
Kjartan Magnússon Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar sig „niðurskurðarkónginn“. Mynd: Pressphotos.biz

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi til margra ára og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hvatti til niðurskurðar í borgarkerfinu á frambjóðendafundi Heimdallar sem fram fór í Valhöll miðvikudaginn 25. janúar.

Þegar hann kynnti framboð sitt sagðist hann hafa verið „niðurskurðarkóngurinn“ eftir hrun og náð að skera niður um 2 til 3 milljarða á sviði mennta-, íþrótta- og tómstundamála. Hann sagði niðurskurðinn eflaust hafa bitnað á fundargestum, sem voru á grunnskólaaldri á þeim tíma, en fullyrti um leið að þjónusta borgarinnar hefði ekkert skerst. 

„Ég hef reynslu af því að taka kerfið í gegn frá því í hruninu. Þá var ég formaður menntaráðs sem sá um rekstur grunnskólanna og íþrótta- og tómstundaráðs og var ef svo má segja niðurskurðarkóngurinn. Þetta var eftir hrun og við urðum að skera niður, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það var mest skorið niður á mínum sviðum og þá innleiddum við ákveðna aðferðafræði sem ég tel að hafi gefist mjög vel,“ sagði Kjartan í ræðu sinni.

„Ég lagði niður eitt safn“

„Við náðum að skera niður um 2 til 3 milljarða í þessu kerfi sem sumir héldu að væri ekki hægt. Þessi niðurskurður hefur örugglega bitnað á flestum hér inni á sínum tíma, enda náði hann til allra skóla og íþróttafélaga í Reykjavík, en þetta tókst vel og ég stend á því fastar en fótum að þjónustan skertist ekki. Semsagt, við veittum ekki verri þjónustu þrátt fyrir að við næðum að skera niður.“

Í pallborðsumræðum sagðist Kjartan hafa verið formaður menningarmálanefndar í eitt ár og tekist að leggja niður safn. „Ég lagði niður eitt safn. Þá var sagt við mig að það yrði allt vitlaust en það kvartaði enginn,“ sagði hann.

„Við þurfum líka að spyrja okkur að því: Ætlum við að halda úti allri þjónustu? Fólk er hætt að leigja sér bækur í jafn miklum mæli og það gerði. Ættum við að skoða það að leggja niður bókasöfnin eða sameina almenningsbókasöfnin í hverju hverfi skólabókasafninu í hverfinu?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár