Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra bregst við dóm­um og upp­ljóstr­un­um í Lands­rétt­ar­mál­inu með því að halla réttu máli og beita sér gegn því að Al­þingi rann­saki störf sín.

Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar
Varar við „tvöfaldri málsmeðferð“ Sigríður Andersen óttast að rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum sínum gangi gegn réttarreglu sem er ætlað að verja mannréttindi sakborninga í refsimálum. Mynd: Pressphotos.biz

Sigríður Á. Andersen fullyrti ranglega í viðtölum við Morgunblaðið og Mbl.is í síðustu viku að skjöl úr dómsmálaráðuneytinu sem birtust á vef Stundarinnar mánudaginn 22. janúar hefðu einungist verið afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Gögnin voru bara send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Við höfum engum öðrum sent gögnin,“ sagði hún.

Með þessum röngu staðhæfingum komst Sigríður hjá því að viðurkenna að ráðuneytið hafði þegar þurft að afhenda eftirlitsaðila, umboðsmanni Alþingis, öll tiltæk gögn ráðuneytisins um málið vegna hugsanlegrar frumkvæðisathugunar embættisins á verklagi ráðherra. Um leið ýtti hún undir þá hugmynd að stjórnmálamenn væru að leka gögnum til að koma höggi á hana. 

Ráðherra hefur sett fram harða gagnrýni á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrir að hafa tekið embættisfærslur hennar í Landsréttarmálinu til sérstakrar skoðunar. Eins og Stundin hefur áður fjallað um gerði ráðuneyti Sigríðar jafnframt nefndinni erfitt fyrir með því að virða ekki lögbundinn frest þingskapalaga þegar óskað var eftir gögnum um málsmeðferðina við skipun dómara. 

Talar um sig eins og sakborning

Sigríður vísaði til þess í þingræðu á dögunum að ráðherra, líkt og aðrir, ættu ekki að þurfa að „sæta tvöfaldri málsmeðferð eða ítrekaðri rannsókn á einhverjum atvikum“. 

Hún sagði að Alþingi þyrfti að „fjalla sérstaklega um hver aðkoma stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða jafnvel Alþingis í heild geti verið að því að rannsaka tiltekna stjórnsýsluathöfn sem þegar er fallinn dómur um“ og beindi því sérstaklega til þingheims að „huga að þessu réttarfarsatriði“.  

Með orðum sínum um „tvöfalda málsmeðferð“ vísar Sigríður til réttarreglunnar ne bis in idem, banni við tvöfaldri refsingu eða endurtekinni málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi sem á sér stoð í 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu. 

Orð dómsmálaráðherra verða vart skilin öðruvísi en svo að hún óttist að rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á embættisfærslum sínum stangist á við þessa grundvallarreglu sem er ætlað að verja mannréttindi sakborninga í refsimálum.

Landsréttur hóf störf í janúarbyrjun í skugga dómsmála þar sem Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipun dómara. 

Gerir þingmönnum upp andúð á nýjum dómurum

Áður höfðu margir varað við því að verklag ráðherra og Alþingis í málinu kynni að grafa undan trausti til Landsréttar og valda þannig hinu nýja millidómsstigi varanlegum skaða.  

„Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ skrifuðu Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, þá forystukonur í stjórnarandstöðu, þann 6. september síðastliðinn. 

Eftir að dómur Hæstaréttar féll hefur Sigríður Andersen ekki sýnt sérstaka viðleitni til að auka traust á hinu nýja dómstigi né á dómskerfinu almennt.  Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi greip hún til þess að gera tilteknum þingmönnum upp óvild í garð ellefu einstaklinga sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt. „Af hverju greiddi flokkur háttvirts þingmanns, fyrirspyrjanda hér, ekki atkvæði með tillögum hæfisnefndarinnar?“ sagði hún í svari við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. „Þeir sátu ekki einu sinni hjá eins og þeir gera alltaf heldur greiddu atkvæði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár