Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjö þingmenn sátu hjá við veitingu ríkisborgararéttar

Þing­menn úr Mið­flokkn­um, Flokki fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokkn­um greiddu ekki at­kvæði. Dóms­mála­ráð­herra sagði veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar verða að „vera með sýni­lega næg­um rök­um“.

Sjö þingmenn sátu hjá við veitingu ríkisborgararéttar

Sjö þingmenn sátu hjá þegar Alþingi greiddi atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar í nótt. Þetta voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum, Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins, Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og loks Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra úr sama flokki. 

Afar óvenjulegt er að svo margir þingmenn sitji hjá þegar greidd eru atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar. Þetta er kannski til marks um viðhorfsbreytingu í íslenskum stjórnmálum, en athygli vakti í haust þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði að það hefði verið „slæm ráðstöfun“ að veita austur-evrópskum fjölskyldum með langveik börn ríkisborgararétt.

Af þeim sjö þingmönnum sem sátu hjá við veitingu ríkisborgararéttar í nótt var Sigríður Andersen sú eina sem gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún hefur áður setið hjá í sams konar málum og útskýrt afstöðu sína. 

„Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum. Sú heimild verður auðvitað ekki af Alþingi er tekin, hún er eðlileg. Að mínu viti verður þó sú veiting að vera með sýnilega nægum rökum og ég tel þá afgreiðslu þingsins eins og hún hefur verið hér í framkvæmd undanfarin ár ekki í samræmi við þá stjórnsýslu og það gagnsæi sem best yrði á kosið,“ sagði hún í nótt. „Ég hef áður boðað breytingu á lögum um ríkisborgararétt og vonast til að fá tækifæri til að kynna það hér, vonandi á vorþingi, en ég tel fara betur á því að þetta sé afgreitt með öllum hætti í stjórnsýslunni. Að þessu sögðu vil ég hins vegar óska öllum þeim einstaklingum sem hér er veittur ríkisborgararéttur til hamingju með ríkisborgararéttinn ásamt þeim rúmlega 500 einstaklingum sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur á þessu ári.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, svaraði dómsmálaráðherra og fannst kaldhæðnislegt að hún, hafandi sjálf gerst brotleg við stjórnsýslulög við skipun dómara með stuðningi Alþingis, væri að kalla eftir því að farið yrði í auknum mæli eftir stjórnsýslureglum.

„Til þess að róa aðeins áhyggjur hæstvirts dómsmálaráðherra þá lagði undirnefndin sem hér lagði fram þessi nöfn og þessa einstaklinga sig einstaklega vel fram við að vinna faglega að þessu máli. Veiting ríkisborgararéttar í gegnum þingið er geðþóttaákvörðun. Stjórnsýslureglur gilda ekki um það. Þær gilda hins vegar um embættisathafnir ráðherra... sem ætti að sjá sóma sinn í að greiða atkvæði með tillögu sem hún er að óska fólki til hamingju með,“ sagði Þórhildur. 

Fram kemur í greinargerð frumvarps allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar að borist hafi 125 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. Nefndin lagði til að 76 umsóknir yrðu samþykktar og viðkomandi einstaklingum þannig veittur ríkisborgararéttur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár