Kvikmyndaskóli Íslands hefur greint nemendum skólans frá því að brugðist verði við frásögnum fyrrverandi nemenda og kennara skólans, sem greindu frá markaleysi, valdbeitingu og kynferðislegum samskiptum kennara við nemendur og aðgerðarleysi stjórnenda, í síðasta tölublaði Stundarinnar.
„Ætli hann hafi ekki farið eins langt og hann taldi sig komast með hverja og eina, því hver hefur mismunandi mörk. Fyrir utan að fólk á misauðvelt með að setja mörk,“ sagði Tanja Björk Ómarsdóttir, sem var boðið á barinn af kennaranum til að ræða ferilinn og framtíðina en þurfti að sitja undir kynlífslýsingum hans.
Önnur, Íris Kristinsdóttir, sagðist hafa tilkynnt framgöngu kennarans til deildarstjóra og fengið þau skilaboð að hún ætti ekki að tala um þetta. „Ég varð vitni að því þegar hún fór með þetta lengra og horfði upp á að það væri ekkert aðhafst. Hann mætti aftur í skólann eins og ekkert hefði í …
Athugasemdir