Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvikmyndaskólinn biðst afsökunar

Stjórn skól­ans og rektor bregð­ast við um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, segja að kvart­an­ir hafi ekki ver­ið „með­höndl­að­ar með eðli­leg­um hætti“ og lofa úr­bót­um þeg­ar á næstu önn.

Kvikmyndaskólinn biðst afsökunar
Stigu fram Sigrún Sól Ólafsdóttir og Rósa Ásgeirsdóttir voru á meðal fjölmargra kvenna sem stigu fram í síðasta blaði til þess að greina frá markaleysi í samskiptum kennara við nemendur í Kvikmyndaskólanum. Rósa þurfti að endurgera útskriftarverkefnið sitt á viku eftir að kennari í skólanum reyndi að kyssa hana og gekk út úr verkefninu þegar hún hafnaði honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kvikmyndaskóli Íslands hefur greint nemendum skólans frá því að brugðist verði við frásögnum fyrrverandi nemenda og kennara skólans, sem greindu frá markaleysi, valdbeitingu og kynferðislegum samskiptum kennara við nemendur og aðgerðarleysi stjórnenda, í síðasta tölublaði Stundarinnar. 

„Ætli hann hafi ekki farið eins langt og hann taldi sig komast með hverja og eina, því hver hefur mismunandi mörk. Fyrir utan að fólk á misauðvelt með að setja mörk,“ sagði Tanja Björk Ómarsdóttir, sem var boðið á barinn af kennaranum til að ræða ferilinn og framtíðina en þurfti að sitja undir kynlífslýsingum hans.

Önnur, Íris Kristinsdóttir, sagðist hafa tilkynnt framgöngu kennarans til deildarstjóra og fengið þau skilaboð að hún ætti ekki að tala um þetta. „Ég varð vitni að því þegar hún fór með þetta lengra og horfði upp á að það væri ekkert aðhafst. Hann mætti aftur í skólann eins og ekkert hefði í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár