Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

Út­gjöld vegna skóg­rækt­ar standa í stað og 20 millj­ón­um meira verð­ur var­ið til að­gerða­áætl­un­ar í lofts­lags­mál­um en til stóð sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrri stjórn­ar.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

50 milljónum verður varið til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og nýs loftslagsráðs árið 2018 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eða 20 milljónum meira en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. Þingflokkur Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta í fréttatilkynningu og hæðist að því að „hið vel kynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum [fái] heilar 20 milljónir“. Þá sé ekki gert ráð fyrir aukningu fjárframlaga til skógræktar frá fyrra frumvarpi.

Eins og Stundin greindi frá í morgun verða tekjur af kolefnisgjaldi, olíugjaldi og vörugjaldi af ökutækjum verða samtals 4,5 milljörðum minni í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri stjórnar. Hér vegur þyngst að kolefnisgjald hækkar helmingi minna en ráðgert var.

Þetta hefur komið nokkuð á óvart í ljósi háleitra markmiða í loftslagsmálum sem sett eru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að „gera betur en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040,“ og að skattheimta skuli þjóna loftslagsmarkmiðum.

Svo virðist þó af nýframlögðu fjárlagafrumvarpi að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli að leita annarra leiða til grænnar skattheimtu en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði í hyggju. 

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður loftslagsráð sett á laggirnar og „aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda tímasett og fjármögnuð“. 50 milljóna fjárframlag fylgir þessu verkefni á fjárlagaárinu 2018, en alls verða útgjöld hins opinbera vegna umhverfismála um 330 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár