Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

Út­gjöld vegna skóg­rækt­ar standa í stað og 20 millj­ón­um meira verð­ur var­ið til að­gerða­áætl­un­ar í lofts­lags­mál­um en til stóð sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrri stjórn­ar.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

50 milljónum verður varið til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og nýs loftslagsráðs árið 2018 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eða 20 milljónum meira en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. Þingflokkur Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta í fréttatilkynningu og hæðist að því að „hið vel kynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum [fái] heilar 20 milljónir“. Þá sé ekki gert ráð fyrir aukningu fjárframlaga til skógræktar frá fyrra frumvarpi.

Eins og Stundin greindi frá í morgun verða tekjur af kolefnisgjaldi, olíugjaldi og vörugjaldi af ökutækjum verða samtals 4,5 milljörðum minni í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri stjórnar. Hér vegur þyngst að kolefnisgjald hækkar helmingi minna en ráðgert var.

Þetta hefur komið nokkuð á óvart í ljósi háleitra markmiða í loftslagsmálum sem sett eru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að „gera betur en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040,“ og að skattheimta skuli þjóna loftslagsmarkmiðum.

Svo virðist þó af nýframlögðu fjárlagafrumvarpi að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli að leita annarra leiða til grænnar skattheimtu en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði í hyggju. 

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður loftslagsráð sett á laggirnar og „aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda tímasett og fjármögnuð“. 50 milljóna fjárframlag fylgir þessu verkefni á fjárlagaárinu 2018, en alls verða útgjöld hins opinbera vegna umhverfismála um 330 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár