Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

Út­gjöld vegna skóg­rækt­ar standa í stað og 20 millj­ón­um meira verð­ur var­ið til að­gerða­áætl­un­ar í lofts­lags­mál­um en til stóð sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrri stjórn­ar.

Minniháttar aukning fjárframlaga til loftslagsáætlunar

50 milljónum verður varið til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og nýs loftslagsráðs árið 2018 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eða 20 milljónum meira en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. Þingflokkur Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta í fréttatilkynningu og hæðist að því að „hið vel kynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum [fái] heilar 20 milljónir“. Þá sé ekki gert ráð fyrir aukningu fjárframlaga til skógræktar frá fyrra frumvarpi.

Eins og Stundin greindi frá í morgun verða tekjur af kolefnisgjaldi, olíugjaldi og vörugjaldi af ökutækjum verða samtals 4,5 milljörðum minni í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri stjórnar. Hér vegur þyngst að kolefnisgjald hækkar helmingi minna en ráðgert var.

Þetta hefur komið nokkuð á óvart í ljósi háleitra markmiða í loftslagsmálum sem sett eru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að „gera betur en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040,“ og að skattheimta skuli þjóna loftslagsmarkmiðum.

Svo virðist þó af nýframlögðu fjárlagafrumvarpi að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli að leita annarra leiða til grænnar skattheimtu en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði í hyggju. 

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður loftslagsráð sett á laggirnar og „aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda tímasett og fjármögnuð“. 50 milljóna fjárframlag fylgir þessu verkefni á fjárlagaárinu 2018, en alls verða útgjöld hins opinbera vegna umhverfismála um 330 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár