Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið af­henti fjöl­miðl­um ekki bréf sem fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari og þekkt­ur sjálf­stæð­is­mað­ur sendi fyr­ir hönd kyn­ferð­is­brota­manns­ins Roberts Dow­ney. Minnst var sér­stak­lega á Jón Stein­ar í minn­is­blaði til ráð­herra.

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, ýtti á eftir innanríkisráðuneytinu þegar beiðni Roberts Downey um uppreist æru hafði velkst þar um í hátt í tvö ár.

„Jákvæð afgreiðsla á erindi umbj. míns er án nokkurs vafa þýðingarmikill liður í að koma lífi hans í samt lag á ný eftir þá hrakninga sem hann lenti í á tímabili og leiddu til dóms Hæstaréttar,“ segir í bréfi sem Jón Steinar sendi ráðuneytinu þann 14. júlí 2016. „Með vísan til ofanritaðs leyfi ég mér að óska eftir að ráðuneytið verði við ósk umbj. míns hið fyrsta.“ 

Í minnisblaði sem skrifstofa almannaöryggis í innanríkisráðuneytinu sendi þáverandi ráðherra og ráðuneytisstjóra, þeim Ólöfu Nordal og Ragnhildi Hjaltadóttur, þann 19. ágúst sama ár var vísað sérstaklega til þess að ráðuneytinu hefði borist „bréf frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hrl., þar sem farið er þess á leit að ráðuneytið verði við ósk umbjóðanda síns hið fyrsta“. Skömmu síðar var beiðni Roberts um uppreist æru samþykkt og bréf þess efnis sent forseta til undirritunar. 

Alþingi fékk ekki bréfið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, óskaði eftir gögnunum á grundvelli 51. gr. þingskaparlaga með stuðningi Jóns Þórs Ólafssonar og Svandísar Svavarsdóttur, nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þann 20. október síðastliðinn. Var meðal annars farið fram á öll gögn, minnisblöð og önnur skjöl sem tilgreind eru á lista yfir málsgögn í málum kynferðisbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

Samkvæmt þingsköpum hafði ráðuneytið sjö daga frest til að svara upplýsingabeiðninni, en þegar þingkosningar fóru fram þann 28. október hafði ekki borist svar. Eftir kosningar var svo nefndarmönnum neitað um gögnin á þeim grundvelli að umboð þeirra til að fá aðgang að upplýsingum samkvæmt þingskaparlögum væri útrunnið.

Þórhildur Sunna sendi því ráðuneytinu upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga þann 15. nóvember síðastliðinn og fékk loks svör í vikunni. Á meðal gagnanna er bréf Jóns Steinars til ráðuneytisins, en það var ekki afhent fjölmiðlum þegar veittur var aðgangur að gögnum um uppreist æru í september síðastliðnum.

Jón Steinar er fyrrverandi hæstaréttardómari til margra ára og virðingarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Í bréfi sínu til ráðuneytisins kallar hann eftir því að beiðni Roberts Downey verði afgreidd sem fyrst.

„Ekki verður betur séð en umbj. minn uppfylli skilyrði laga til að verða megi við erindi hans,“ skrifar Jón Steinar og bætir því við að Robert Downey hafi „sent ráðuneytinu gögn sem sýna að hegðun hans hefur verið óaðfinnanleg eftir að afplánun lauk“. 

Robert Downey hafði samband við forseta

Áður hefur verið birt bréf sem Robert Downey sendi ráðuneytinu, en í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum er einnig að finna bréf sem Robert sendi bæði Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta Íslands, og Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, þann 8. apríl 2016. 

Robert Downey

Í bréfi sínu kvartar Robert Downey yfir því að aðili sem hafði skömmu áður fengið uppreist æru hefði hlotið „margfallt þyngri dóm“ en hann sjálfur. „Það eru vinsamleg tilmæli mín að svar berist mér sem fyrst en eigi síðar en 1. maí n.k. Þá óskast svarið einnig sent í tölvupósti, þar sem ég dvel mikið í útlöndum og er því oft fjarverandi,“ skrifar Robert. 

Mál hans hafði á þessum tíma verið rúmlega eitt og hálft ár til meðferðar í ráðuneytinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk málið á sitt borð þann 7. október 2014, en hún sagði af sér embætti þann 21. nóvember og Ólöf Nordal tók við. Ólöfu barst minnisblað frá embættismanni í ráðuneytinu, Skúla Þór Gunnsteinssyni, með tillögu um uppreist æru Roberts Downey þann 16. desember og svo aftur 4. maí 2015. Nokkrum dögum síðar, 13. maí 2015, átti sami embættismaður fund með aðstoðarmanni ráðherra – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð sem nú er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – en hún tjáði honum að „ráðherra yrði að fá tíma til að kynna sér málið betur“. 

Þann 19. ágúst 2016 fékk Ólöf Nordal enn einu sinni inn á borð til sín minnisblað um mál Roberts Downey. Þar er tekið fram að það sé „áratuga undantekningalaus framkvæmd, a.m.k. sl. 35 ár, að ef umsækjandi um uppreist æru uppfyllir [...] lögformleg skilyrði til að hljóta uppreist æru, er hún veitt“. 

Í minnisblaðinu segir einnig: „Það skal sérstaklega tekið fram að ekki er gerður áskilnaður í lögum að ekki sé um að ræða tiltekna tegund brots. Tegund brots eða sakarferill hafa því engin áhrif um mat á hvort veita skuli uppreist æru.“

Loks er minnst á bréf Jóns Steinars og lagt til, með vísan til alls þessa, að Robert Downey fái uppreist æru. Ráðherra og ráðuneytisstjóri skrifuðu undir tillöguna þann 14. september og svo Guðni Th. Jóhannesson forseti tveimur dögum síðar. 

Árétting kl. 16:40
Upphaflega mátti skilja af fréttinni að minnisblaðið, þar sem minnst er á bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hefði ekki borist Alþingi fyrr en nú. Hið rétta er að einungis bréfið sjálft var ekki afhent fyrr en nú. Þá fylgdi hvorki bréf Jóns Steinars né bréf Roberts Downey til forseta með í gagnapakka sem fjölmiðlar fengu í september. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár