Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Borgin segir fjárframlög vegna NPA-samninga duga skammt

Fjár­mála­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar ger­ir at­huga­semd­ir við fjár­laga­frum­varp frá­far­andi stjórn­ar.

Borgin segir fjárframlög vegna NPA-samninga duga skammt

Málefnum fatlaðs fólks hefur verið haldið í fjársvelti um árabil, bæði hvað varðar launakostnað og aðstöðu. Í fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir að þjónustukröfur og útgjöld sveitarfélaga vegna málaflokksins aukist, án þess að því sé svarað hvort og hvernig megi mæta kostnaðaraukanum, meðal annars í tengslum við fullgildingu á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. 

Þetta er álit fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og kemur fram í umsögn hennar um fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar. Kallar borgin eftir því að þjónusta við fatlað fólk verði fullfjármögnuð í fjárlögum í samræmi við þær þjónustukröfur sem ríkið hefur sett og raunverulegan kostnað við að veita þjónustuna.

Borgin telur að ríkið ætti að koma að fjármögnun NPA-samninga af miklu meiri krafti en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, en þar er 70 milljón króna framlag helgað verkefninu.

Í umsögn fjármálaskrifstofunnar er bent á árið 2017 sé gert ráð fyrir 13 samningum og að greiðslur til NPA notenda nemi 292 mkr. „Mikill þrýstingur er af hálfu velferðarráðuneytisins á sveitarfélögin að fjölga þessum samningum en á hinum Norðurlöndunum er staðan sú að menn eru að hverfa frá þessu þjónustuformi vegna þess að kostnaðurinn hefur farið úr böndum. Þjónustuformið felur í sér aukið þjónustustig frá því sem verið hefur,“ segir í umsögninni. 

„Framlög í fjárlagafrumvarpi 2018 eru í takt við framlög síðustu ára, en Reykjavíkurborg hefur bent á að ríkið verði að koma að fjármögnun NPA samninga með miklu sterkari hætti. Sú aukning á þjónustustigi sem NPA samningar fela í sér kalla á aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og hefur lögfesting formsins þannig bein áhrif á útgjöld sveitarfélaga.“

Utangarðsfólk úr öðrum sveitarfélögum
þarf að leita ásjár Reykjavíkurborgar

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar. Eitt atriðanna er það að ríkissjóður veiti borginni ekki meiri stuðning en raun ber vitni í þjónustu við utangarðsfólk.

Bent er á að gjaldfrjáls þjónusta Reykjavíkurborgar við heimilislaust fólk nýtist einstaklingum úr öðrum sveitarfélögum þar sem málunum er ekki sinnt. 

„Verið er að vinna að samningum hvað varðar þjónustu neyðargistiskýla. Ríkið hefur mjög takmarkað komið að þeirri þjónustu sem borgin veitir þessum hópi einstaklinga en þó með tímabundinni aðkomu að rekstri eins heimilis. Árlegur kostnaður Reykjavíkurborgar er um 380 mkr.,“ segir í umsögninni. 

Hækkun olíugjalds bitnar á 
rekstri almenningssamgangna

Reykjavíkurborg hefur sinnt heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu síðan 2009. Fram kemur í umsögn fjármálaskrifstofunnar að frá 2013 til 2016 hafi útgjöld vegna heimahjúkrunar hækkað um 25 prósent en á sama tímabili hafi greiðslur ríkisins fyrir þjónustuna aðeins hækkað um 18%. Nauðsynlegt sé að ríkið greiði fyrir þjónustu heimahjúkrunar í samræmi við raunkostnað.

Í umsögninni er bent sérstaklega á að fyrirhuguð hækkun olíugjalds muni þyngja rekstur Strætó BS verulega á næstu árum. Fyrirtækinu verði erfitt að standa undir þessum aukna kostnaði nema til komi sérstakur stuðningur ríkisins, svo sem með endurgreiðslu olíugjalds.

„Skorað er á ríki að falla frá fyrirhugaðri hækkun olíugjalds þar sem hækkunin mun auka kostnað við rekstur almenningssamgangna verulega eða finna leiðir til að þessi aðgerð leiði ekki til skerðingar á þjónustu við íbúa,“ segir í umsögn fjármálaskrifstofunnar.

250 milljóna tekjutap á ári vegna „Fyrstu fasteignar“

Þá er vikið að því tapi sem sveitarfélög verða fyrir vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar, og er þá einkum vísað til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem voru samþykkt í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og kynnt undir yfirskriftinni „Fyrsta fasteign“.

Lögin fela í sér að fólk getur tekið út uppsafnaðan séreignarsparnað eða nýtt séreignarsparnað til að greiða inn á lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, yfir tíu ára tímabili. Vegna laganna gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir að verða af útsvarstekjum sem nema í kringum 250 til 300 milljónum króna ári. 

Gildandi úrræði um nýtingu séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls fasteignalána hefur haft umtalsverð áhrif á útsvarstekjur Reykjavíkurborgar. „Samkvæmt mati Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.8.2016 námu tapaðar brúttó útsvarstekjur Reykjavíkurborgar vegna ráðstöfunar iðgjalds séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána u.þ.b. 638 m.kr. vegna tekjuársins 2015,“ segir í umsögninni. „Ætla má að útsvarstekjutap borgarinnar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán nemi þannig alls u.þ.b. 3,1 makr vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2019.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár