Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skráði ekkert um símtalið við Bjarna

„Sím­töl dóms­mála­ráð­herra eru ekki skráð sér­stak­lega,“ seg­ir dóms­mála­ráðu­neyt­ið þrátt fyr­ir ákvæði laga um að skrá eigi öll form­leg sam­skipti milli ráðu­neyta Stjórn­ar­ráðs­ins og við að­ila ut­an þess, en einnig „óform­leg sam­skipti ef þau telj­ast mik­il­væg“. Ít­ar­leg reglu­gerð var sett um slíka skrán­ingu í fyrra.

Skráði ekkert um símtalið við Bjarna

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skráði ekki símtal sitt við Bjarna Benediktsson í málaskrá ráðuneytisins þegar hún tjáði honum að Benedikt Sveinsson faðir hans væri einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. „Símtöl dómsmálaráðherra eru ekki skráð sérstaklega,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við upplýsingabeiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið. 

Samkvæmt grein sem var bætt inn í lög um Stjórnarráð Íslands árið 2015 ber að skrá öll formleg samskipti milli ráðuneyta Stjórnarráðsins og við aðila utan þess, en einnig „óformleg samskipti ef þau teljast mikilvæg“. Þann 15. apríl í fyrra var svo sett ítarleg reglugerð um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur um skráningu formlegra og óformlegra samskipta. Sú reglugerð leysti eldri reglugerð af hólmi þar sem einnig voru gerðar strangar kröfur um skráningu, meðal annars símtala. Þær reglur komu talsvert við sögu þegar umboðsmaður Alþingis rannsakaði samskipti fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna lekamálsins árið 2015.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið þær skýringar á símtali sínu við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra – sem er sagt hafa átt sér stað þann 21. júlí síðastliðinn – að hún hafi viljað vita hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðun um uppreist æru Hjalta Sigurjóns og talið rétt að upplýsa hann um að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta. 

Fram kemur í nýlegri skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um uppreist æru, reglur og framkvæmd að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hafi greint nefndinni frá því á fundi að hann teldi hafa verið málefnalega ástæðu fyrir dómsmálaráðherra að „upplýsa forsætisráðherra í trúnaði um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila honum nákomnum þar sem tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls“. Benti umboðsmaður jafnframt á að slík samskipti gætu verið eðlileg til að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli, þ.e. hvort sá sem tók ákvörðun hefði uppfyllt hæfisskilyrði. 

Nú liggur fyrir að engar upplýsingar voru skráðar um samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra um meðmæli Benedikts Sveinssonar og meinta aðkomu Bjarna Benediktssonar að ákvörðunum er varða Hjalta Sigurjón Hauksson. 

Stundin sendi dómsmálaráðuneytinu ítarlega upplýsingabeiðni um meðferð málanna í september en hefur engin svör fengið þrátt fyrir skýr ákvæði upplýsingalaga um að greina eigi fyrirspyrjanda um móttöku upplýsingabeiðni þegar hún berst og að útskýra beri ástæður tafa ef svar hefur ekki borist innan sjö daga.  

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendi ráðuneytinu einnig upplýsingabeiðni í september að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, og fékk svar innan lögbundins frests.

Þar kemur fram að símtalið hafi ekki verið skráð. Þingnefndin óskaði eftir dagbókarfærslum eða sambærilegum gögnum sem staðfesti símtal dómsmálaráðherra við forsætisráðherra eða efni þess, en fær engin slík gögn.

Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að sú ákvörðun ráðherra að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum hafi einungis verið tekin munnlega en ekki verið skráð eða skriflega rökstudd þegar hún var tekin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár