Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Píratar með „metnaðarfyllstu“ loftslagsstefnuna samkvæmt úttekt

Út­tekt hóps­ins Par­ís 1,5, sem berst fyr­ir því að markmið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um verði efnd, leið­ir í ljós að Pí­arat­ar, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ing­in eru með „metn­að­ar­fyllstu stefn­una“ í lofst­lags­mál­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verm­ir botnsæt­ið en Mið­flokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins svör­uðu ekki og fá því fall­ein­kunn.

Píratar með „metnaðarfyllstu“ loftslagsstefnuna samkvæmt úttekt
Umferðin í Reykjavík Í Reykjavík er ein hæsta tíðni notkunar á einkabílnum af evrópskum borgum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjálfstæðisflokkurinn leggur minnsta áherslu á að vinna gegn loftslagsbreytingum í stefnu sinni, en Píratar þá metnaðarfyllstu, samkvæmt úttekt Parísarhópsins svokallaða, sem berst fyrir því að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5 gráðu og forða þar með frá afdrifaríkari breytingum á náttúrunni.

Píratar fengu 8,5 í einkunn en Björt framtíð kom fast á eftir með 8,1, Samfylkingin 7,8 og Vinstri græn 7,6.

Sjálfstæðisflokkurinn var neðstur með 4,7, en næstlægstur var Framsóknarflokkurinn með 5,5. 

„Átta flokkar standast prófið eins og staðan er í dag og eru Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna miðað við þetta rýni,“ segir í niðurstöðunum. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi þannig að þau geta vonandi gert enn betur í framtíðinni.“

Þess ber að geta að hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins svaraði spurningum hópsins og eru því ekki með í úttektinni.

„Loftslagsstefnur flokkanna miðað við þau svör og stefnur sem flokkarnir leggja fram fyrir kosningarnar 2017 virðast betri en var fyrir ári síðan,“ segir í umfjöllun hópsins. „Ef við göngum ekki vel til verks í þessum efnum í dag, þá skipta öll hin málin miklu minna máli. Við erum hluti af borgurum jarðarinnar og við þurfum öll að gera okkar til að minnka kolefnisfótspor af mannavöldum, því fyrr sem við byrjum þá mikilvægu vinnu, því betra.“

Niðurstöður úttektarinnarParís 1,5 greindi framboð til Alþingis út frá sex grunnspurningum.

Í úttektinni voru flokkar spurðir út í stefnu þeirra í sex málum: 1. Olíuvinnslu á Drekasvæðinu. 2. Tölu- eða tímasett markmið í losun koltvíoxíðs. 3. Hagræna hvata gegn losun koltvíoxíðs. 4. Tillögur um breytingu innviða til að mæta vandanum, til dæmis um flýtingu rafbílavæðingar. 5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt. 6. Annað almennt um loftslagsmál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár