Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

GlitnirHoldco vill þingfestingu eftir kosningar og krefst þess aftur að Stundin afhendi gögn

Fram kem­ur í stefnu slita­bús Glitn­is vegna lög­banns­ins á Stund­ina og Reykja­vik Media að gagnalek­inn hafi svert orð­spor Glitn­is Holdco og skert rétt­indi „„Eng­ey­inga“ og við­skipta­fé­laga þeirra“.

GlitnirHoldco vill þingfestingu eftir kosningar og krefst þess aftur að Stundin afhendi gögn
Forsíða Stundarinnar Fjallað var um skörun viðskipta og stjórnmála í störfum Bjarna Benediktssonar í Stundinni, sem og að skýringar hans á þeim hefði reynst stangast á við gögn í málinu.

Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi öll gögn úr Glitni banka hf. og afrit af þeim sem blaðið hefur í fórum sínum. Þetta kemur fram í stefnu sem Stundinni var afhent í dag, en farið er fram á að málið verði lagt fram og þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 31. október, þremur dögum eftir kosningar. Lögmaður Stundarinnar óskaði eftir því að málið yrði þingfest á morgun, 24. október, en við því var ekki orðið. 

Í stefnunni er þess krafist að lögbannið sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á Stundina og Reykjavik Media þann 16. október síðastliðinn verði staðfest, en jafnframt að viðurkennt verði að fjölmiðlunum sé óheimilt að birta eða fá birtar fréttir í öðrm fjölmiðlum sem byggja á eða eru unnar upp úr trúnaðargögnum úr Glitni.  Þá er farið fram á að fjölmiðlunum verði gert að afhenda Glitni HoldCo öll gögn og afrit af þeim, hvort sem þau eru á rafrænu eða öðru formi, og að málskostnaðurinn lendi alfarið á Stundinni og Reykjavik Media.

Skorað er á stefndu að afhenda gögnin dómara í trúnaði og gegn þagnarskyldu. Tekið skal fram að Stundin mun ekki verða við þeirri kröfu, enda telur blaðið að slíkt myndi tefla trúnaði blaðsins við heimildarmenn í hættu og ganga gegn grundvallargildum blaðamennsku í lýðræðissamfélagi. 

Í greinargerð stefnanda er fullyrt að Glitnir Holdco hafi þann 13. október „fengið það staðfest“ að gögnin sem Stundin byggi yfir einskorðuðust ekki við einstaklinga sem þegar hefði verið fjallað um heldur væri að finna þar upplýsingar um „þúsundur fyrrverandi og núverandi viðskiptamanna stefnanda“. Í ljósi þess að fyrirhuguð var frekari umfjöllun byggð á gögnunum hefði Glitnir HoldCo talið nauðsynlegt að krefjast lögbanns.

Fram kemur að erfitt sé „að mæla það tjón á ímynd og orðspori stefnanda [Glitni HoldCo] sem af háttsemi stefndu [Útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavik Media] hlýst“ og að „ólögmæt háttsemi“ fjölmiðlanna leiði til skerðingar á réttindum Glitnis HoldCo og fyrrverandi og núverandi viðskiptamanna. Er sérstaklega minnst á „lánveitingar til svokallaðra „Engeyinga“ og viðskiptafélaga þeirra“ í þessu samhengi. Telur stefnandi að skilyrði fyrir takmörkun á tjáningarfrelsu séu fyrir hendi, enda varði málið upplýsingar sem séu undirorpnar trúnaði og þagnarskyldu samkvæmt lögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár