Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Helmingur ráðherra var staðinn að ósannindum 

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar sat að­eins í 247 daga og var skamm­líf­asta meiri­hluta­stjórn Ís­lands­sög­unn­ar. Á þess­um átta mán­uð­um voru engu að síð­ur fimm af ell­efu ráð­herr­um staðn­ir að því að segja ósatt. Til­vik­in voru misal­var­leg og við­brögð­in ólík; sum­ir báð­ust af­sök­un­ar og aðr­ir ekki.

Helmingur ráðherra var staðinn að ósannindum 
Skammlífasta meirihlutastjórnin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat aðeins í 247 daga. Mynd: Stjórnarráðið

 

Björt Ólafsdóttirumhverfis- og auðlindaráðherra

1. Gaf ranga mynd af framkvæmd stjórnarsáttmálans
og lýsti „tilmælum“ sem aldrei voru gefin

Þann 9. febrúar 2017 fullyrti Björt Ólafsdóttir, sem þá var nýorðin umhverfis- og auðlindaráðherra, að nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hefði fengið tilmæli um að leggja aukna áherslu á tiltekin atriði sem kveðið er á um í lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Þannig væri tryggt að fyrirheitum í stjórnarsáttmála, um að hætta að veita ívilnanir til mengandi stóriðju, yrði fylgt eftir. Þá fullyrti Björt að í rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjárfestinga væri „talað um náttúru- og umhverfisvernd“ þótt slík orð sé hvergi að finna í lögunum. „Við ætlum að draga þá þætti ofar og hafa þá ofar en hina. Sú þriggja manna nefnd sem er í ráðuneytinu hefur fengið þau tilmæli,“ sagði Björt.

Eftir að Björt lét orðin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár