Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt Ólafsdóttir sagði ósatt á Alþingi

Um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra sagði að nefnd um veit­ingu íviln­ana til ný­fjár­fest­inga hefði feng­ið til­mæli um breytt­ar áhersl­ur. „Nefnd­in hef­ur ekki feng­ið slík til­mæli,“ seg­ir í svari at­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Björt Ólafsdóttir sagði ósatt á Alþingi

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sagði ósatt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þegar hún fullyrti að nefnd um veitingu ívilnana hefði fengið tilmæli um að leggja aukna áherslu á tiltekin atriði sem kveðið er á um í lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. 

„Nefndin hefur ekki fengið slík tilmæli,“ segir í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um tilmælin sem Björt minntist á í þingræðu sinni. 

Eins og fram kom í síðustu viku verður yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um að efna ekki til ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju ekki fylgt eftir með lagabreytingum. Þetta sagði umhverfisráðherra í umræddum fyrirspurnartíma þann 9. febrúar þegar hún brást við spurningu um framkvæmd markmiðsins sem vísað hefur verið til sem eins helsta lykilmáls Bjartrar framtíðar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 

Björt fullyrti að í rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjárfestinga væri „talað um náttúru- og umhverfisvernd“. Slík orð er hvergi að finna í lögunum. Hins vegar kveðið á um að verkefni skuli standast lög um mengunarvarnir og að liggja skuli fyrir hvort framkvæmdir séu háðar umhverfismati. Verkefni sem Björt hefur vísað til sem „mengandi stóriðju“, svo sem álver og kísilmálmver, geta hæglega staðist slík skilyrði.

Björt sagðist ekki telja lagabreytingu nauðsynlega til að framfylgja þeirri stefnu að mengandi stóriðja fái ekki ívilnanir á grundvelli gildandi laga. „Ég tel svo ekki vera eftir að við skoðuðum mjög vel með atvinnuvegaráðuneytinu nákvæmlega þennan rammasamning um nýfjárfestingar. Í honum koma vissulega ekki fram orðin mengandi stóriðja en það sem þó kemur þar fram og rímar mjög vel við áherslur okkar, þá grænu atvinnustefnu sem nú er tekin við, er að í rammalöggjöfinni er talað um náttúru- og umhverfisvernd. Við ætlum að draga þá þætti ofar og hafa þá ofar en hina. Sú þriggja manna nefnd sem er í ráðuneytinu hefur fengið þau tilmæli og veit að það er ekki í stefnu ríkisstjórnarinnar að veita mengandi stóriðju ívilnanir og hún ætlar ekki að gera það,“ sagði hún. 

Daginn eftir, þann 10. febrúar, sendi Stundin fyrirspurn til Þórs Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Guðrúnar Gunnarsdóttur, ritara þriggja manna nefndar um  veitingu ívilnana til nýfjárfestinga. Óskað var eftir gögnum um tilmælin sem Björt vísaði til og spurt hvenær tilmælin bárust nefndinni, hver gaf þau og með hvaða hætti. Eftirfarandi svar barst í gærkvöldi: „Nefndin hefur ekki fengið slík tilmæli. Henni er kunnugt um efni stjórnarsáttmálans líkt og fram kemur í hinum tilvitnuðu ummælum.“ Stundin hefur gefið Björt kost á að tjá sig um málið og mun birta skýringar hennar kjósi hún að bregðast við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár