Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Bjarni Bene­dikts­son gerði fram­virka hluta­bréfa­samn­inga við Glitni sem hann tap­aði miklu á. Lehm­an Brot­h­ers, Morg­an Stanley og Danske Bank voru bank­arn­ir sem hann valdi í von um skamm­tíma­hagn­að af hluta­bréfa­verði þeirra. Á end­an­um tók fað­ir Bjarna yf­ir rúm­lega 100 millj­ón­ir af per­sónu­leg­um skuld­um vegna við­skipta hans.

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta
Áhættuviðskipti í aðdraganda hruns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra veðjaði á hlutabréf þriggja erlendra fjármálafyrirtækja í aðdraganda hrunsins og tapaði umtalsverðum fjármunum. Faðir hans borgaði tapið að hluta. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við framlengjum samningunum. Mig langar á Al Gore. Var reyndar búinn að fá miða á þinginu. Kemst vonandi en á að vera á fundi í efnahags- og skattanefnd a sama tima,“ sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, í tölvupósti til einkabankastjóra síns hjá Glitni, Bjarna Markússyni, þann 7. apríl árið 2008, tæpu hálfu ári fyrir íslenska bankahrunið.

Samingarnir sem Bjarni ræddi um í tölvupóstinum voru framvirkir hlutabréfasamningar, svokallaðir afleiðusamningar, með hlutabréf í bandaríska bankanum Morgan Stanley og hinum danska Danske Bank. 

Þetta kemur fram í gögnunum frá Glitni sem Stundin hefur birt fréttir úr undanfarnar vikur, meðal annars í samstarfi við breska blaðið The Guardian og Reykjavík Media að hluta.  

Áhættusöm skammtímaviðskipti

Í svari sínu vísaði Bjarni til þess að hann vildi halda áfram að veðja á að hlutabréfaverð í þessum tveimur erlendu bönkum myndi hækka en fram að þessu hafði hann tapað ríflega 13 milljónum króna á að taka þessa stöðu í hlutabréfum bankanna. Mótaðili Bjarna í viðskiptunum var Glitnir banki.

Framvirk hlutabréfaviðskipti ganga þannig fyrir sig í þessu tilfelli að viðskiptavinurinn, Bjarni Benediktsson, ákveður hversu lengi hann vilji eiga hlutabréfin sem um ræðir og ef þau hafa hækkað í lok samningstímans þá græðir hann en ef þau hafa lækkað þá tapar hann. Sá sem tapar í viðskiptunum þarf að greiða hinum aðilanum mismuninn á verði hlutbréfanna við upphaf og lok samningstímans og skipta engir fjármunir um hendur fyrr en að samningstímanum loknum. Bjarni gerði nokkra slíkra framvirka samninga um hlutabréf í erlendum bönkum í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi haustið 2008, meðal annars í hinum bandaríska Lehman Brothers.

Þá sýnir svarið hvernig starf fjárfestisins og þingmannsins Bjarna Benediktssonar gat blandast saman á þessum árum; hann framlengir áhættusama hlutabréfasamninga í einni setningu, afþakkar frímiða á Al Gore frá Glitni í þeirri næstu vegna þess að hann fékk frímiða í gegnum þingið og talar svo um störf sín í efnahags- og skattanefnd. 

Seldi stærstu hlutabréfaeignina á Íslandi

Á þessum tíma var Bjarni búinn að selja hlutabréf sín í Glitni. Bjarni gerði þetta í febrúar 2008 eftir að hafa tekið þátt í viðskiptum eignarhaldsfélagsins Vafnings þar sem áhættunni af ríflega 10 milljarða króna eigna þriðja stærsta hluthafa Glitnis var velt yfir á bankann.  Í stað þess að fjárfesta á íslenska hutabréfamarkaðnum á þessum tíma byrjaði Bjarni því að kaupa bréf í erlendum bönkum. Hlutabréf í íslenskum bönkum höfðu fallið í verði á þessum tíma en verð þeirra var samt ennþá hátt, meðal annars vegna þeirrar markaðsmisnotkunar sem fólst í fjármögnun bankanna á eigin hlutabréfum eins og til dæmis í Vafningsmálinu. 

„Þetta er algeng skammtímaaðferð“ 

Tók áhættu eftir verðfall erlendra hlutabréfa

Sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum sem Stundin leitaði til vegna mats á viðskiptum Bjarna lýsir viðskiptum Bjarna þannig að líklega hafi hann verið að reyna að ná í skammtímahagnað vegna mikillar snögglegrar lækkunar á bréfum í þessum erlendu fjármálafyrirtækjum. Eins og sérfræðingurinn segir: „Þetta er algeng skammtímaaðferð - ef traust bréf falla mjög skyndilega, kann að vera skynsamlegt að kaupa þau og vona að þau hækki aftur skyndilega.“

Mat sérfræðingsins er að fjárfestingar Bjarna í þessum hlutabréfum hafi ekki falið í sér áhættuvörn vegna stöðunnar í fjármálakerfinu á Íslandi heldur tilraun til skyndihagnaðar: „Loks þykir mér arfavitlaust að vera að kaupa í fjármálastofnunum á þessum tímum vegna mikillar eignar BB og fjölsk. í íslenskum fjármálastofnunum.  Í þessu felst þar með alls ekki áhættuvörn - það hefði örugglega verið skynsamlegra að kaupa þýsk ríkisskuldabréf eða eitthvað því um líkt.“

Hann segir að þetta hafi til dæmis átt við um bréf Lehman Brothers í febrúar 2008 þegar Bjarni gerði samning við Glitni um þau bréf. Samingurinn var einungis til fjögurra daga, frá 7. febrúar til 11. og veðjaði Bjarni á að hlutabréfin myndu hækka sem þau gerðu svo ekki. „Lehman féll mest af fjárfestingarbönkunum vestra við fall Bear Stearns í febrúar 2008.  Því kynnu menn hafa átt von á því að þeir kæmu hraðast til baka enda einnig um stuttan samning að ræða.“

Bjarni gerði annan sambærilegan samning um hlutabréf í bandaríska bankanum Morgan Stanley þann 19. september 2008, fjórum dögum eftir fall fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Sá samningur Bjarna gilti í tæpan mánuð, fram til 13. október 2008: „Hinn 19.9. var til að mynda ömurlegur dagur hjá Morgan Stanley og getur verið að menn hafi ímyndað sér að bréfin kæmu afar hratt til baka enda samningurinn bara í mánuð.“

Annar sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin leitaði til eftir mati á mögulegum þankagangi Bjarna á þessum tíma segir: „Maður sem vel var inni í alþjóðafjármögnunarumhverfinu hefur því væntanlega áttað sig á að töluverð endurfjármögnunaráhætta var til staðar á Íslandi. Líklegra er þó að maðurinn hafi einfaldlega séð að það var mikið ódýrara að kaupa hlutabréf í DB [Danske Bank] og MS [Morgan Stanley] heldur en í hinum yfirverðlögðu ísl. bönkum sem í ofanálag voru verðlagðir í ISK við háu raungengi.“

Morgan Stanley var svo einn hinna bandarísku banka sem fékk fjárstuðning frá bandaríska ríkinu í svokallaðri TARP-áætlun sem þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Hank Paulsson stýrði meðal annarra. Þessi stuðningur var veittur til að styðja bankana í gegnum erfiða tíma. Morgan Stanley greiddi fjárstuðninginn svo til baka árið eftir.

„[H]vernig viljið þið gera upp tapið fyrir Bjarna Ben“

Mikið tap Bjarna

Miðað við orð sérfræðingsins var því um hreinar áhættufjárfestingar hjá Bjarna að ræða þar sem hann leitaði eftir skammtímahagnaði. Á endanum tapaði Bjarni umtalsverðum  fjármunum á þessum framvirku hlutabréfasamningum í aðdraganda hrunsins. 

Til dæmis tapaði hann rúmlega 40 þúsund dollurum, rúmlega 2,7 milljónum króna á gengi þess tíma, á samningum um hlutabréfin í Lehman Brothers sem hann gerði í febrúar 2008.  Um þetta segir meðal annars í tölvupóstum í gögnunum: „Sæll Bjarni [Markússon], hvernig viljið þið gera upp tapið fyrir Bjarna Ben v.LEH US samningsins sem er á uppgjöri næsta mánudag? Spurning hvort það fari af USD reikning eða ISK? “

Þann 7. október 2008, daginn eftir setningu neyðarlaganna á Íslandi, sendi starfsmaður Glitnis tölvupóst til einkabankastjóra Bjarna og tilkynnti honum að Bjarni hefði tapað rúmlega 123 þúsund dollurum, ríflega 12 milljónum króna, á samningnum sem hann hafði gert um hlutabréf í Morgan Stanley og rúmlega 18 milljóna króna tap hans af framvirkum hlutabréfaviðskiptum í Danske Banke sem hann hafði framlengt þremur dögum fyrir fall Lehman Brothers í september árið 2008. 

Athygli vekur að starfsmaður Glitnis spurði einkabankastjóra Bjarna og föður hans að því hvort ekki ætti að skuldfæra pabba Bjarna fyrir skuldinni við bankann vegna taps þingmannsins á framvirku samningunum: „Skuldfæra reikning xxx-xx-xxxxxx kt.xxxxxx-xxxx, ekki satt Bjarni?“  

„Pabbi hans Benedikt Sveinsson verður greiðandi“

Borgaði skuldirnarBenedikt Sveinsson borgaði hluta af skuldum Bjarna Benediktssonar við Glitni vegna taps hans á afleiðusamningum við bankann.

 

Pabbi Bjarna borgaði tugmilljóna skuldir

Faðir Bjarna virðist því hafa greitt upp þessa 30 milljóna króna skuld hans við Glitni út af þessum áhættusömu verðbréfaviðskiptum. 

Auk þess var  rúmlega 232 þúsund dollara skuld Bjarna við Glitni í Bandaríkjadollurum gerð upp með millifærslu af reikningi föður hans einum degi áður, þann 6. október, sama dag og neyðarlögin voru sett og sama dag og síðustu viðskipti Bjarna með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 gengu í gegn: „…ertu til í að greiða upp lánið hjá honum lagði inná usd hjá ykkur með tilvísun í 307670 USD 232.362,02 þetta er Bjarni Benediktsson…“ Þessi skipun um uppgreiðslu byggði á tölvupósti frá einkabankastjóra þeirra feðga í bankanum, Bjarna Markússyni: „Við ætlum að greiða upp lánið með USD. Pabbi hans Benedikt Sveinsson verður greiðandi…“ Í krónum talið nam þessi skuld á þessum tíma rúmlega 26 milljónum króna. 

Eignarhaldsfélag föður Bjarna tók einnig yfir 50 milljóna króna persónulega skuld Bjarna við Glitni í febrúar árið 2008. Samtals námu yfirtökur föður Bjarna á skuldum vegna fjárfestinga Bjarna því meira en 106 milljónum króna á þessum mánuðum í aðdraganda bankahrunsins.

Bjarni virðist því hafa sloppið ansi vel persónulega frá áhættusömum fjárfestingum sem hann gerði í aðdraganda hrunsins. 

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir undanfarna tíu daga að fá viðtal við Bjarna Benediktsson til að ræða við hann um viðskipti hans í gegnum Glitni á árunum fyrir hrun sem hann stundaði samhliða þingmennsku. Ekki hefur verið orðið við þeirri beiðni og engum tölvupósti frá blaðinu hefur verið svarað með neinum hætti. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár