Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.

Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
„Eigandi félagsins“ Bjarni Benediktsson er sagður „eigandi félagsins“ Hafsilfurs sem var einn af þátttakendunum í Vafningsmálinu þar sem Glitnir tók við tíu milljarða króna fjármögnun á bréfum í bankanum af bandaríska fjármálafyrirtækinu Morgan Stanley. Bjarni kom að þeim viðskiptum persónulega. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Búinn að redda deiti með Bjarna Ben., hann verður í sambandi við ykkur innan tíðar,“ sagði Guðmundur Ólason, þáverandi forstjóri Milestone, í tölvupósti til starfsmanns Glitnis, Guðnýjar Sigurðardóttur, daginn sem gengið var frá endurfjármögnun hlutabréfa Milestone og fjölskyldu Bjarna í Glitni í gegnum félagið Vafning.

Bjarni hefur áður sagt, og hélt því fram fyrir dómi, að aðkoma hans að Vafningsfléttunni svokölluðu væri engin önnur en að skrifa undir skjöl fyrir hönd ættingja sinna. Gögn sem Stundin hefur undir höndum benda til að þessi lýsing Bjarna á málavöxtum sé ónákvæm og að það sem Bjarni hafi lýst sem „þriðja aðila“ sé félag sem hann sjálfur stýrði og Glitnir taldi hann eiga.

Tölvupósturinn var sendur þann 8. febrúar árið 2008 en „deitið“ við Bjarna Benediktsson, þingmann og núverandi forsætisráðherra, snérist um að Bjarni myndi skrifa undir lánagögn samkvæmt umboði frá föður sínum og föðurbróður sem voru eigendur hlutabréfanna í gegnum félagið Þátt International ásamt Milestone.

Þetta er einn af tölvupóstunum sem er að finna í gögnunum innan úr Glitni sem Stundin hefur undir höndum . Á föstudaginn birti Stundin, ásamt breska blaðinu The Guardian og Reykjavík Media, grein um viðskipti Bjarna Benediktssonar með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 dagana fyrir íslenska efnahagshrunið árið 2008.

Gögnin eru hins vegar ítarleg og víðfeðm og varpa ljósi á alls kyns annars konar viðskipti sem Bjarni Benediktsson stundaði á árunum fyrir hrunið. Meðal annars aðkomu hans að Vafningsmálinu sem hafði það í för með sér að rúmlega 10 milljarða króna áhætta af hlutabréfaeign þriðja stærsta hluthafa Glitnis, Þáttar International, var varpað af bandaríska bankanum Morgan Stanley og yfir á Glitni.

  „Hér er um að ræða skýr brot á reglum um lán til tengdra aðila.“

Blekkingar en engin lögbrot 

Félagið Vafningur var notað sem milliliður í viðskiptunum vegna þess að Glitnir mátti ekki lána fyrirtæki Milestone og Engeyinganna sem átti hlutabréfin í bankanum beint vegna þess að þá hefðu lán til þeirra farið yfir lögbundin mörk. Eins og sagði um þetta í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Hér er um að ræða skýr brot á reglum um lán til tengdra aðila. Í raun hafði Glitnir í sjónhendingu afhent um 6,8% eigna sinna og án þess að tilkynna það opinberlega!““ 

Nokkur samskiptiAf gögnunum frá Glitni að dæma er ljóst að Bjarni Benediktsson átti í nokkrum samskiptum við Guðmund Ólason, forstjóra Milestone, fyrir hrun en vísað er til samskipta þeirra að minnsta kosti tvívegis í gögnunum.

Bjarni tók því beinan þátt í þessum snúningi sem tveir af starfsmönnum Glitnis, Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, voru síðar ákærðir fyrir.

Í dómi héraðsdóms frá því í desember árið 2012 segir um aðkomu Bjarna að málinu: „Bjarni Benediktsson kvaðst hafa fengið umboð frá eigendum Hrómundar ehf., Hafsilfurs ehf. og BNT hf. til að veðsetja hlutabréf í Vafningi ehf. samkvæmt sérstökum samningi þar um. Stjórnarmenn í þessum félögum hafi verið í útlöndum á þessum tíma og þeir farið þess á leit við Bjarna að hann myndi undirrita veðsamninginn í umboði þessara félaga. Kvaðst Bjarni hafa farið í Glitni banka hf. annað hvort mánudaginn 11. febrúar eða þriðjudag 12. febrúar 2008 og undirritað veðsamninginn.“ 

Lárus og Guðmundur voru dæmdir fyrir umboðssvik vegna málsins í héraðsdómi og sagði meðal annars þar um háttsemi þeirra - báðir fengu níu mánaða dóma þar af sex skilorðsbundna: „Með lánveitingunni fóru ákærði, Lárus Welding, sem bankastjóri, og ákærði, Guðmundur Hjaltason, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., út fyrir heimildir sínar í störfum sínum og skuldbundu með þeim Glitni banka hf. með ólögmætum hætti. Misnotuðu ákærðu með þessu aðstöðu sína og gerðust þar með sekir um þá háttsemi sem lýst er refsiverð í 249. gr. laga nr. 19/1940.“

Lárus og Guðmundur voru svo sýknaðir í hæstarétti. Um niðurstöðuna sagði meðal annars í dómi hæstaréttar: „Að teknu tilliti til framangreindra atriða verður niðurstaðan sú að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði sína fyrir því að háttsemi ákærðu, sem hér um ræðir, hafi falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir A banka hf. Samkvæmt því er ekki fullnægt öllum skilyrðum til þess að ákærðu verði gerð refsing samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga og verða þeir því sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“

Neitaði að tjá sig

Þáttur International hélt svo á bréfunum í Glitni með fjármögnunni frá Glitni fram að bankahruninu. Ómögulegt er að segja hvað nákvæmlega hefði gerst ef Glitnir hefði ekki tekið við fjármögnun hlutabréfanna með því að borga Morgan Stanley upp lán félagsins. Líklega hefði þetta hins vegar getað leitt til verðfalls á hlutabréfum í Glitni þar sem Morgan Stanley hefði eignast þau og líklega ekki fundið neinn kaupanda að þeim. Þetta hefði opinberað sprungurnar í stoðum Glitnis og hefði getað hraðað bankahruninu. Vafningsviðskiptin voru því liður í þeirri meintu allsherjar markaðsmisnotkun sem stóru viðskiptabankarnir þrír stunduðu með eigin hlutabréf á árunum fyrir hrunið 2008.

„Mér finnst raunar mjög óviðeigandi að ég látinn svara spurningum sem eru enginn hluti af þessu dómsmáli.“

Fyrir dómi neitaði Bjarni Benediktsson að tjá sig um hvort hann gæti svarað því hvað hefði gerst ef Glitnir hefði ekki endurfjármagnað hlutabréf Þáttar International í bankanum. „Ég kom hingað til að bera vitni í þessu máli og við rannsókn þessa máls hef ég greint frá því hver mín aðkoma var og mér finnst raunar mjög óviðeigandi að ég látinn svara spurningum sem eru enginn hluti af þessu dómsmáli. Og þar sem gefið er í skyn að ég búi yfir einhverjum upplýsingum sem máli skipta í þessu dómsmáli.“

Bjarni hefur því aldrei tjáð sig með heildstæðum hætti um aðkomu sína að Vafningsmáli og hvað vitneskju hann bjó yfir á þeim tíma sem hann kom að þessum viðskiptum.  

Kom að Hafsilfri 2006Tölvupósturinn sýnir að Bjarni Benediktsson kom að lánaviðskiptum Hafsilfurs árið 2006.
Sagður eigandi félagsins 2011Í þessum gögnum frá Glitni árið 2011 er Bjarni Benediktsson sagður „eigandi“ Hafsilfurs.

 „Málið snýst um Hafsilfur“

Tók þátt í stýra peningum föður síns

Gögnin innan úr Glitni varpa ljósi á það að Bjarni Benediktsson tók virkan þátt í að stýra fjárfestingum föður síns hjá Glitni, meðal annars fjárfestingum eignarhaldsfélagsins Hafsilfurs ehf. sem var félag föður hans sem tók þátt í Vafningsviðskiptununum. Fjölmargir tölvupóstar og gögn sýna fram á þetta. 

Í eftirfarandi tölvupósti, sem sendur var í lok júlí 2008, kemur til dæmis fram að Bjarni var að reyna að semja við Glitni um breytingar á fjármögnun þessa eignarhaldsfélags föður síns. Póstinn sendi Bjarni á frænda sinn Bjarna  Markússon hjá einkabankaþjónustu Glitnis: „Samkvæmt samtali sendi ég nánari skýringar.  Málið snýst um Hafsilfur.  Erindið er að Hafsilfur fái að losa 417 milljónir af veðsettum peningum og setji í staðinn hlutabréf í Mætti til tryggingar.  Þessir peningar verða notaðir í uppgjör við Milestone í tengslum við gjaldmiðlaskiptasamning sem í gildi er milli Máttar og Milestone. Nú þekki ég ekki nákvæmlega hvað verður síðan um fjármunina eftir að þeir koma til Milestone en ég tel að þeir komi aftur í bankann til að bæta lausafjárstöðu þeirra þar eða til greiðslu skulda.  Best er að ræða við Guðmund Ólafsson um þann þátt ef þurfa þykir.  Ég hef skilið hann þannig að þið væruð upplýstir um þann þáttinn en fyrir skemmstu gekk Hrómundur frá samskonar aðgerð þótt þar væri um helmingi hærri fjárhæð að ræða.“ 

Af þessum tölvupósti að dæma er alveg ljóst að Bjarni hafði miklar upplýsingar og var beinn þátttakandi í viðskiptum föður síns, eignarhaldsfélags hans Hafsilfurs og Milestone.

Hann segir meðal annars að hann „hafi skilið“ forstjóra Milestone Guðmund Ólason þannig þegar hann ræddi við hann um viðskipti föður síns og Milestone. Þetta er sami Guðmundur Ólason og fékk „deit“ með Bjarna út af undirritun lánaskjalanna í Vafningsmálinu. Ljóst er því að Bjarni og Guðmundur Ólason voru í ágætu sambandi á þessum tíma enda lágu sameiginlegir hagsmunir félaga sem þeir tengdust í Þætti International og fjárfestingarfélaginu Mætti ehf. Bjarni sat auk þess um skeið í stjórn Fjárfestingarfélagsins Máttar sem hann vísar til í tölvupóstinum.

Fjölmargir aðrir slíkir tölvupóstar eru í gögnunum sem sýna hversu virkur Bjarni var sem fjárfestir fyrir hönd föður síns. 

Í tölvupósti í apríl 2008 kom enn frekar fram að lánagögn út af „Hafsilfri (Bjarni Benediktsson)“ ættu ekki að vera send heim til Bjarna sjálfs eða Benedikts Sveinssonar heldur til Bjarna Markússonar, frænda þeirra sem sá um málefni þeirra beggja í einkabankaþjónustu Glitnis. Orðrétt sagði í tölvupósti frá starfsmanni Glitnis um þetta: „Hafsilfur ehf. (Bjarni Benediktsson) fékk sent heim til sín seðil yfir vanskil á USD lán hjá sér. Hann Bjarni viðskiptastjóri hans bað mig að ýtreka það að ekkert á að fara til Benedikts, það á allt að fara til Bjarna viðskiptastjóra hjá 580 sem snertir lánin hans.“

Í öðrum tölvupósti frá því í október 2006, tveimur árum fyrir íslenska efnahagshrunið, er Bjarni spurður af því af Bjarna Markússyni hvort þeir geti hist út af „lánamálum Hafsilfurs“. Faðir Bjarna er ekki einn af viðtakendum þessa tölvupósts. Orðrétt sagði þar: „Hefur þú tök á að hitta okkur Halldór á morgun (ég er laus eftir 10:00)? Hringdu kannski í mig.“ Bjarni var því boðaður á fund til að ræða lánamál félags sem faðir hans var skráður fyrir. 

Þá skiptist hann á tölvupóstum við Einar Örn Ólafsson, vin sinn og framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Glitnis, undir heitinu „Hafsilfur og Hrómundur“, þar sem Bjarni var að bera fjárfestingar félaganna undir hann. Í maí 2008 skrifaði Bjarni til Einars Arnar: „Ok, Bjarni Mark var eitthvað búinn að skoða þetta held ég. Heyri frá þér, fer til London á morgun í eina eða tvær nætur. B“ 

Einnig tók Hafsilfur ehf. yfir lánaskuldbindingar Bjarna gagnvart bankanum eins og gögn frá Glitni sýna og þar sem hann er kallaður „eigandi félagsins“. Auk þess sem faðir hans greiddi tugmilljóna króna skuldir Bjarna við bankann, meðal annars rúmlega 220 þúsund dollara lán, ríflega 25 milljónir króna,  á degi neyðarlaganna þann 6. október 2008. Skilin á milli Bjarna Benediktssonar og Hafsilfurs ehf., annars stærsta hluthafa N1 og stórs óbeins hluthafa í Glitni, og Benedikts Sveinssonar voru því afar óljós miðað við gögnin.  

Hlutaðist til um endurfjármögnunBjarni hlutaðist til um endurfjármögnun um sumar 2008, tveimur mánuðum fyrir íslenska bankahrunið.

  „Mín aðkoma að þessu máli var eingöngu takmörkuð við það að mæta fyrir hönd þessara hluthafa til að skrifa undir veðskjölin“

Ónákvæmt orðalag Bjarna

Þessar upplýsingar um aðkomu Bjarna Benediktssonar að rekstri og stýringu eigna Hafsilfurs, og þar með beina aðkomu að Vafningsmálinu, þar sem Hafsilfur var einn af hluthöfum Vafnings, segja aðra sögu en Bjarni hefur sjálfur sagt um aðkomu sína að þessu máli. 

Í viðtali eftir að hann bar vitni í Vafningsmálinu fyrir dómi árið 2012 sagði Bjarni: „Mín aðkoma að þessu máli var eingöngu takmörkuð við það að mæta fyrir hönd þessara hluthafa til að skrifa undir veðskjölin. Það þýðir að ég var í engum samskiptum við bankann á nokkrum tíma, átti aldrei aðkomu að þeim lánasamningum sem hér liggja til grundvallar, hafði engar upplýsingumar um þær eignir sem fóru inn í þessi félög eða nokkuð af því tagi.“

Hann sagði líka: „Ég var í engum samskiptum við bankann á nokkrum tíma, átti aldrei aðkomu að þeim lánasamningum sem hér liggja til grundvallar, hafði engar upplýsingar um þær eignir sem fóru inn í þessi félög eða nokkuð af því tagi.“ 

Í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér um Vafningsviðskiptin árið 2012 lýsti hann aðkomu sinni sömuleiðis þannig að um hefði verið að ræða undirskrift hans samkvæmt umboði frá „þriðja aðila“, föður sínum og frænda. Orðrétt sagði Bjarni: „Í tilefni af fréttum um dagsetningar skjala í svonefndu Vafningsmáli vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í vitnaskýrslu, sem tekin var tæpum fjórum árum eftir undirritun, greindi ég frá því að ég hefði að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. -12. febrúar 2008.   Samkvæmt gögnum sem ég hef í millitíðinni aflað mér má ætla að ég hafi skrifað undir 11. eða 12. febrúar.“  

Skráður eigandi félagsinsBenedikts Sveinsson var skráður eigandi Hafsilfurs en Bjarni Benediktsson stýrði félaginu að einhverju leyti og var sagður eigandi þess í samskiptum um félagið.

Bjarni stýrði fjárfestingum „þriðja aðila“ í Vafningsmálinu

Miðað við gögnin þá tók Bjarni sjálfur þátt í stýra fjárfestingum þessa „þriðja aðila“ sem hann vísar til. Auk þess skrifaði Bjarni sjálfur, án umboðs, fyrir hönd eins af aðilunum sem kom að lánaviðskiptunum, BNT ehf., móðurfélags N1. Þetta gat Bjarni gert sem stjórnarformaður félagsins. Þá bendir tölvupóstur Guðmundur Ólasonar hjá Milestone til starfsmanns Glitnis að Bjarni hafi sannarlega verið í „samskiptum við bankann“ á einhverjum tíma enda segir Guðmundur að Bjarni muni hafa „samband“ við bankann út af Vafningsmálinu.

Bjarni Benediktsson kom því að undirskriftunum og ákvörðunum um lántökur félaga fjölskyldu sinnar sem stjórnarformaður eins félagsins, sonur eiganda annars félags sem gögnin sýna að hann stýrði að hluta til auk þess sem hann fékk umboð frá félagi föðurbróður síns, Hrómundar ehf., sem hann stýrði sannarlega ekki sjálfur.

Einhver tók þá ákvörðun fyrir hönd Hafsilfurs ehf. að vera með í Vafningsviðskiptunum til að endurfjármagna hlutabréfin í gegnum Glitni og greiða upp lánið við Morgan Stanley upp á 10 milljarða króna. Miðað við gögnin frá Glitni var Bjarni virkur í að stýra eignum, lánum og fjárfestingum þessa félags föður síns. Enginn neyddi Hafsilfur ehf. til að taka þátt í viðskiptum með hlutabréfin í Glitni sem fólu í sér að farið var framhjá reglum um hámarkslánveitingar til tengdra aðila. Hver tók þessa ákvörðun fyrir hönd Hafsilfurs sem Glitnir sagði ítrekað í tölupóstsamskiptum að Bjarni ætti? Engin tölvugögn er að finna um samskipti Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, við bankann á þessum tíma sem gögnin ná yfir.

 Auk þessa má spyrja þeirra spurninga hver hafi raunverulega selt hlutabréf Hafsilfurs í Glitni um miðjan febrúar árið 2008 fyrir um 850 milljónir króna. Var það Benedikt sjálfur eða Bjarni Benediktsson? Nokkrum dögum áður hafði Bjarni Benediktsson verið þátttakandi í Vafningfléttunni og vissi því sem var að á þessum tíma vildi Morgan Stanley ekki lengur fjármagna bréf fjölskyldunnar og Milestone í Glitni og að enginn annar banki vildi það heldur. Hann hafði því upplýsingar um að staða bankans hefði veikst umtalsvert fyrir vikið þar sem fjármögnun þriðja stærsta hluthafa bankans var nú kominn yfir á hann sjálfan. Bjarni fundaði líka með bankastjóra Glitnis sem þingmaður í febrúar 2008, á grundvelli þess að ríkisstjórnin kæmi að „lausn vanda bankanna“, og hóf síðan að selja sín persónulegu hlutabréf í Glitni tveimur dögum síðar. Fram að bankahruni vildi hann eiga í „reglulegu sambandi“ við hann. 

Stundin gerði ítrekaðar tilraunir til að ná viðtali við Bjarna Benediktsson um málið í gegnum aðstoðarmann hans Svanhildi Hólm Valsdóttur. Hún svaraði hins vegar ekki tölvupóstum Stundarinnar þar sem beiðnirnar voru bornar fram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár