Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins

Bjarni Bene­dikts­son bað um reglu­leg sam­skipti við Lár­us Weld­ing, banka­stjóra Glitn­is, í að­drag­anda banka­hruns­ins á Ís­landi. Með­al ann­ars voru þeir sam­an fyr­ir „aust­an“ í ág­úst 2008. Bjarni er ósátt­ur við full­yrð­ing­ar Stund­ar­inn­ar um veru hans á fund­um um stöðu Glitn­is í að­drag­anda banka­hruns­ins.

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins
Fundaði ítrekað með Lárusi Bjarni fundaði með Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, í ágúst 2008 og vildi halda reglulegu sambandi við hann til að ræða efnahagsmál. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, þingmaður og núverandi forsætisráðherra, fundaði ítrekað með forsvarsmönnum Glitnis í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi í október árið 2008. Stundin hefur áður greint frá fundi hans með bankastjóra Glitnis, Lárusi Welding, þann 19. febrúar 2008, tveimur dögum áður en hann hóf sölu á hlutabréfum sínum í bankanum, og frá fundinum sem hann sat í höfuðstöðvum Stoða aðfaranótt 29. september, daginn áður en ríkið lofaði að taka yfir 75 prósent í Glitni til að bjarga bankanum frá falli. 

Bjarni var þátttakandi í báðum þessum fundum sem stjórnmálamaður en hann var líka fjárfestir á þessum tíma og átti mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í Glitni, meðal annars í Sjóði 9, eins og greint hefur verið frá í Stundinni.  

Vildi „reglulegt“ samband við Lárus

Bjarni var einnig með Lárusi Welding í lok ágúst 2008, rúmum mánuði fyrir bankahrunið, og sendi hann honum tölvupóst um það þann 23. ágúst þar sem hann þakkaði fyrir „samveruna fyrir austan“ og sagði meðal annars: „Við skulum endilega halda sambandi. Gott að fara yfir stöðuna reglulega, m.a. í efnahagsmálum.“ 

„Gott að fara yfir stöðuna reglulega“

Bjarni sendi þennan tölvupóst til Lárusar af netfangi sínu hjá Alþingi Íslands, líkt og hann gerði nær alltaf þegar hann átti í samskiptum við stjórnendur og starfsmenn Glitnis á þessum tíma. Þá skipti ekki máli hvort hann ræddi við þá sem stjórnmálamaður eða fjárfestir, hvort sem hann ræddi um eigin fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum eða sem stjórnarformaður olíufélagsins N1 og móðurfélags þess BNT. 

Þessi tölvupóstur til Lárusar Weldings er bara einn af mörgum sem sýnir náin samskipti hans við Glitni og starfsmenn bankans á árunum fyrir bankahrunið 2008. Eins og Stundin greindi frá í gær þá ræddi Bjarni við Lárus um „lausn“ á „vanda bankanna“ í febrúar 2008. Tveimur dögum síðar seldi Bjarni hlutabréf í Glitni fyrir 119 milljónir króna.  

Tölvupóstur þingmanns til bankastjóraBjarni Benediktsson notar tölvupóstfang Alþingis í samskiptum við Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og fer fram á reglulegt samband við hann.

Bjarni ósáttur við orðalagið „fundi“

Athugasemdir BjarnaBjarni hefur gert athugasemd við orðalagið „fundir“ í setningu í frétt Stundarinnar, áður en fjallað er um neyðarfund vegna Glitnis í höfuðstöðvum Stoða.

Bjarni Benediktsson er ekki sáttur við fréttaflutning Stundarinnar af viðskiptum hans með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í aðdraganda hrunsins 2008 og hefur gagnrýnt sérstaklega það orðalag á Facebook-síðu sinni að hann hafi setið „fundi“ um stöðu Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í grein Stundarinnar var orðið fundur notað í fleirtölu og svo var rætt ítarlega um fundinn í höfuðstöðvum Stoða aðfaranótt 29. september. Í greininni er einnig líka rætt ítarlega um fund hans með Lárusi Welding í febrúar.

Í gagnrýni sinni lætur Bjarni að því liggja að fram hafi komið í Stundinni að hann hefði fundað með efnahags- og skattanefnd Alþingis vegna Glitnis. Ekki kemur fram í neinni umfjöllun Stundarinnar að fundað hafi verið í efnahags- og skattanefnd dagana fyrir hrun, eða að fjallað hafi verið um „gríðarlega alvarlega“ stöðu Glitnis í nefndinni, en það var gert í þeim fundi sem Stundin vísaði til í höfuðstöðvum Stoða.

Miðað við upplýsingarnar sem fyrir liggja voru samskipti Bjarna og Lárusar talsverð á þessum mánuðum fyrir hrunið enda vildi Bjarni halda „reglulegu sambandi“ við hann. Hvað þeir voru að gera saman „fyrir austan“ í lok ágúst 2008 kemur ekki fram í tölvupóstinum, eða hvort þar hafi verið um að ræða formleg eða óformleg samskipti.

Þannig átti Bjarni reglulega samskipti við forsvarsmenn Glitnis sem kjörinn fulltrúi, að eigin frumkvæði, samhliða því og í aðdraganda þess að hann átti í persónulegum viðskiptum með hlutabréf í bankanum og svo bréf í Sjóði 9 á vegum bankans. Þá áttu nánir ættingjar hans, faðir hans og föðurbróðir, í verulegum viðskiptum tengdum bankanum á sama tímabili og Bjarni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár