Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins

Bjarni Bene­dikts­son bað um reglu­leg sam­skipti við Lár­us Weld­ing, banka­stjóra Glitn­is, í að­drag­anda banka­hruns­ins á Ís­landi. Með­al ann­ars voru þeir sam­an fyr­ir „aust­an“ í ág­úst 2008. Bjarni er ósátt­ur við full­yrð­ing­ar Stund­ar­inn­ar um veru hans á fund­um um stöðu Glitn­is í að­drag­anda banka­hruns­ins.

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins
Fundaði ítrekað með Lárusi Bjarni fundaði með Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, í ágúst 2008 og vildi halda reglulegu sambandi við hann til að ræða efnahagsmál. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, þingmaður og núverandi forsætisráðherra, fundaði ítrekað með forsvarsmönnum Glitnis í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi í október árið 2008. Stundin hefur áður greint frá fundi hans með bankastjóra Glitnis, Lárusi Welding, þann 19. febrúar 2008, tveimur dögum áður en hann hóf sölu á hlutabréfum sínum í bankanum, og frá fundinum sem hann sat í höfuðstöðvum Stoða aðfaranótt 29. september, daginn áður en ríkið lofaði að taka yfir 75 prósent í Glitni til að bjarga bankanum frá falli. 

Bjarni var þátttakandi í báðum þessum fundum sem stjórnmálamaður en hann var líka fjárfestir á þessum tíma og átti mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í Glitni, meðal annars í Sjóði 9, eins og greint hefur verið frá í Stundinni.  

Vildi „reglulegt“ samband við Lárus

Bjarni var einnig með Lárusi Welding í lok ágúst 2008, rúmum mánuði fyrir bankahrunið, og sendi hann honum tölvupóst um það þann 23. ágúst þar sem hann þakkaði fyrir „samveruna fyrir austan“ og sagði meðal annars: „Við skulum endilega halda sambandi. Gott að fara yfir stöðuna reglulega, m.a. í efnahagsmálum.“ 

„Gott að fara yfir stöðuna reglulega“

Bjarni sendi þennan tölvupóst til Lárusar af netfangi sínu hjá Alþingi Íslands, líkt og hann gerði nær alltaf þegar hann átti í samskiptum við stjórnendur og starfsmenn Glitnis á þessum tíma. Þá skipti ekki máli hvort hann ræddi við þá sem stjórnmálamaður eða fjárfestir, hvort sem hann ræddi um eigin fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum eða sem stjórnarformaður olíufélagsins N1 og móðurfélags þess BNT. 

Þessi tölvupóstur til Lárusar Weldings er bara einn af mörgum sem sýnir náin samskipti hans við Glitni og starfsmenn bankans á árunum fyrir bankahrunið 2008. Eins og Stundin greindi frá í gær þá ræddi Bjarni við Lárus um „lausn“ á „vanda bankanna“ í febrúar 2008. Tveimur dögum síðar seldi Bjarni hlutabréf í Glitni fyrir 119 milljónir króna.  

Tölvupóstur þingmanns til bankastjóraBjarni Benediktsson notar tölvupóstfang Alþingis í samskiptum við Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og fer fram á reglulegt samband við hann.

Bjarni ósáttur við orðalagið „fundi“

Athugasemdir BjarnaBjarni hefur gert athugasemd við orðalagið „fundir“ í setningu í frétt Stundarinnar, áður en fjallað er um neyðarfund vegna Glitnis í höfuðstöðvum Stoða.

Bjarni Benediktsson er ekki sáttur við fréttaflutning Stundarinnar af viðskiptum hans með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í aðdraganda hrunsins 2008 og hefur gagnrýnt sérstaklega það orðalag á Facebook-síðu sinni að hann hafi setið „fundi“ um stöðu Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í grein Stundarinnar var orðið fundur notað í fleirtölu og svo var rætt ítarlega um fundinn í höfuðstöðvum Stoða aðfaranótt 29. september. Í greininni er einnig líka rætt ítarlega um fund hans með Lárusi Welding í febrúar.

Í gagnrýni sinni lætur Bjarni að því liggja að fram hafi komið í Stundinni að hann hefði fundað með efnahags- og skattanefnd Alþingis vegna Glitnis. Ekki kemur fram í neinni umfjöllun Stundarinnar að fundað hafi verið í efnahags- og skattanefnd dagana fyrir hrun, eða að fjallað hafi verið um „gríðarlega alvarlega“ stöðu Glitnis í nefndinni, en það var gert í þeim fundi sem Stundin vísaði til í höfuðstöðvum Stoða.

Miðað við upplýsingarnar sem fyrir liggja voru samskipti Bjarna og Lárusar talsverð á þessum mánuðum fyrir hrunið enda vildi Bjarni halda „reglulegu sambandi“ við hann. Hvað þeir voru að gera saman „fyrir austan“ í lok ágúst 2008 kemur ekki fram í tölvupóstinum, eða hvort þar hafi verið um að ræða formleg eða óformleg samskipti.

Þannig átti Bjarni reglulega samskipti við forsvarsmenn Glitnis sem kjörinn fulltrúi, að eigin frumkvæði, samhliða því og í aðdraganda þess að hann átti í persónulegum viðskiptum með hlutabréf í bankanum og svo bréf í Sjóði 9 á vegum bankans. Þá áttu nánir ættingjar hans, faðir hans og föðurbróðir, í verulegum viðskiptum tengdum bankanum á sama tímabili og Bjarni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár