Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín

Karl­mað­ur reyndi að tæla telpu í fjórða bekk í Flata­skóla í Garða­bæ inn í bíl til sín í morg­un með því að kalla til henn­ar að mamma henn­ar væri á spít­ala. Lög­regl­an skoð­ar mál­ið.

Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín
Flataskóli Atvikið átti sér stað rétt hjá Flataskóla í Garðabæ. Mynd: Garðabær

Karlmaður reyndi í morgun að lokka telpu í fjórða bekk inn í bíl til sín við Flataskóla í Garðabæ. Hann mun hafa kallað til hennar, sagt að mamma hennar væri á spítala og að hún yrði að koma með honum. Lögreglan rannsakar nú málið. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Edda Björg Sigurðardóttir, skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ, sendi foreldrum nú síðdegis. Þá segir einnig að telpan hafi brugðist rétt við, hlaupið í skólann og látið vita. Foreldrar eru beðnir að ræða við börnin um málið. 

Bréf skólastjóra Sjálandsskóla í heild:

„Komið þið sæl.

Ég vil upplýsa ykkur kæru forráðamenn um að nú í morgun gerðist það við Flataskóla við skólabyrjun að lítil telpa, nemandi í fjórða bekk, varð fyrir því að ókunnur maður kallaði til hennar og reyndi að fá hana í bílinn til sín. Hann tjáði henni að mamma hennar væri á spítala og að stelpan ætti að koma með honum. Hún var að ganga á Smáraflötinni á leið sinni til skólans. Telpan brást hárrétt við og kom hlaupandi niður í skóla og lét vita. Málið var tafarlaust tilkynnt til lögreglu sem er nú með það til rannsóknar. Lögreglan mun einnig verða með bíl á sveimi hér við helstu gönguleiðir næstu daga. 

Við munum biðja umsjónarkennara að ræða við börnin í skólanum varðandi þetta mál. Það er mikilvægt að þið ræðið við börnin ykkar án þess að hræða þau um of. Góð regla er að segja börnum að ef einhver þeim nákominn lendir í slysi eða einhverju slíku að þá er það lögregla í lögreglubúning eða einhver sem þau þekkja vel sem tilkynnir málið og þau eigi aldrei að fara upp í bíl með ókunnugum. 

Með kærri kveðju,

Edda Björg Sigurðardóttir

skólastjóri Sjálandsskóla“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár