Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín

Karl­mað­ur reyndi að tæla telpu í fjórða bekk í Flata­skóla í Garða­bæ inn í bíl til sín í morg­un með því að kalla til henn­ar að mamma henn­ar væri á spít­ala. Lög­regl­an skoð­ar mál­ið.

Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín
Flataskóli Atvikið átti sér stað rétt hjá Flataskóla í Garðabæ. Mynd: Garðabær

Karlmaður reyndi í morgun að lokka telpu í fjórða bekk inn í bíl til sín við Flataskóla í Garðabæ. Hann mun hafa kallað til hennar, sagt að mamma hennar væri á spítala og að hún yrði að koma með honum. Lögreglan rannsakar nú málið. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Edda Björg Sigurðardóttir, skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ, sendi foreldrum nú síðdegis. Þá segir einnig að telpan hafi brugðist rétt við, hlaupið í skólann og látið vita. Foreldrar eru beðnir að ræða við börnin um málið. 

Bréf skólastjóra Sjálandsskóla í heild:

„Komið þið sæl.

Ég vil upplýsa ykkur kæru forráðamenn um að nú í morgun gerðist það við Flataskóla við skólabyrjun að lítil telpa, nemandi í fjórða bekk, varð fyrir því að ókunnur maður kallaði til hennar og reyndi að fá hana í bílinn til sín. Hann tjáði henni að mamma hennar væri á spítala og að stelpan ætti að koma með honum. Hún var að ganga á Smáraflötinni á leið sinni til skólans. Telpan brást hárrétt við og kom hlaupandi niður í skóla og lét vita. Málið var tafarlaust tilkynnt til lögreglu sem er nú með það til rannsóknar. Lögreglan mun einnig verða með bíl á sveimi hér við helstu gönguleiðir næstu daga. 

Við munum biðja umsjónarkennara að ræða við börnin í skólanum varðandi þetta mál. Það er mikilvægt að þið ræðið við börnin ykkar án þess að hræða þau um of. Góð regla er að segja börnum að ef einhver þeim nákominn lendir í slysi eða einhverju slíku að þá er það lögregla í lögreglubúning eða einhver sem þau þekkja vel sem tilkynnir málið og þau eigi aldrei að fara upp í bíl með ókunnugum. 

Með kærri kveðju,

Edda Björg Sigurðardóttir

skólastjóri Sjálandsskóla“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár