Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín

Karl­mað­ur reyndi að tæla telpu í fjórða bekk í Flata­skóla í Garða­bæ inn í bíl til sín í morg­un með því að kalla til henn­ar að mamma henn­ar væri á spít­ala. Lög­regl­an skoð­ar mál­ið.

Sagði stúlku að móðir hennar væri á spítala og reyndi að fá hana upp í bíl til sín
Flataskóli Atvikið átti sér stað rétt hjá Flataskóla í Garðabæ. Mynd: Garðabær

Karlmaður reyndi í morgun að lokka telpu í fjórða bekk inn í bíl til sín við Flataskóla í Garðabæ. Hann mun hafa kallað til hennar, sagt að mamma hennar væri á spítala og að hún yrði að koma með honum. Lögreglan rannsakar nú málið. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Edda Björg Sigurðardóttir, skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ, sendi foreldrum nú síðdegis. Þá segir einnig að telpan hafi brugðist rétt við, hlaupið í skólann og látið vita. Foreldrar eru beðnir að ræða við börnin um málið. 

Bréf skólastjóra Sjálandsskóla í heild:

„Komið þið sæl.

Ég vil upplýsa ykkur kæru forráðamenn um að nú í morgun gerðist það við Flataskóla við skólabyrjun að lítil telpa, nemandi í fjórða bekk, varð fyrir því að ókunnur maður kallaði til hennar og reyndi að fá hana í bílinn til sín. Hann tjáði henni að mamma hennar væri á spítala og að stelpan ætti að koma með honum. Hún var að ganga á Smáraflötinni á leið sinni til skólans. Telpan brást hárrétt við og kom hlaupandi niður í skóla og lét vita. Málið var tafarlaust tilkynnt til lögreglu sem er nú með það til rannsóknar. Lögreglan mun einnig verða með bíl á sveimi hér við helstu gönguleiðir næstu daga. 

Við munum biðja umsjónarkennara að ræða við börnin í skólanum varðandi þetta mál. Það er mikilvægt að þið ræðið við börnin ykkar án þess að hræða þau um of. Góð regla er að segja börnum að ef einhver þeim nákominn lendir í slysi eða einhverju slíku að þá er það lögregla í lögreglubúning eða einhver sem þau þekkja vel sem tilkynnir málið og þau eigi aldrei að fara upp í bíl með ókunnugum. 

Með kærri kveðju,

Edda Björg Sigurðardóttir

skólastjóri Sjálandsskóla“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár