Skáldsagan 1984 var skrifuð sem viðvörun gegn einræði og alræði eftir seinni heimsstyrjöldina. Höfundurinn, Eric Arthur Blair, betur þekktur sem George Orwell, hafði búið á Indlandi og barist í spænsku borgarastyrjöldinni, sem mótaði heimsmynd hans og skrif. Dystópísk sagan fjallar um ungan mann sem vinnur fyrir hið opinbera við að ritstýra blöðum og námsefni til að það falli betur að hugmyndum hinna ríkjandi afla, og afleiðingar slíks einræðis.
Þegar nýr þjóðarleiðtogi stígur fram í sviðsljósið og ógnar stöðugleika með einræðistilburðum er yfirleitt stutt í samanburð við atburðarásina sem fyrirfinnst í 1984, eins og var raunin þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Bókin seldist upp í vefversluninni Amazon, skömmu eftir að ráðgjafi hans notaði orðalagið hliðstæður sannleikur (alternative facts).
Borgarleikhúsið átti handrit að sögunni sem Eiríkur Örn Norðdahl þýddi og var talið tímabært að setja það upp á leikárinu. Bergur Þór Ingólfsson var beðinn um að leikstýra sýningunni, en hann …
Athugasemdir